Feykir


Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 3

Feykir - 18.11.1992, Blaðsíða 3
40/1992 FEYKIR 3 AF GÚTUNNI Sveitarfélaganefndin kynnir tillögur sínar Sauðburðurí nóvember Fyrir skömmu fæddust lömb á bænum Krossanesi á Vatnsnesi í V.-Hún. Þetta kom í ljós þegar veriö var aö smala saman fé á bænum. Ærin sem hér um ræöir lét í apríl í vor. Var tilviljun aö hún var sett á í haust, en þaö þótti ekki vænlegt meö tilliti til aldurs ærinnnar. Aö sögn hjónanna Agnar og Benedikts í Krossanesi er fremur fátítt aö kindur beri á þessum tíma, en skammt er síðan ær bar á bæn- um Bakka í Vatnsdal. EA. Hlynshúsið undir eldi? Húsnæöi á sjávarkambin- um milli Sæmundargötu og Strandgötu hefur um tíma ekki þótt auðseljanlegt, eink- um sökum þröngra lóöa og takmarkaðra möguleika til nýtingar. Hús á þessum stað eru í dag aðeins talin nýtast sem iönaöar- eða skrifstofuhús- næði. Menn ætluðu því aö lítill áhugi yrði fyrir gamla verk- stæöishúsi Hlyns úr þrotabúi byggingarfélagsins. Einhverjir munusamthafa sýnt húsinu áhuga. Meðal annars mun aðstandendum eldis heitsjávar- fiska lítast stórvcl á húsnæðið. Þaö gæti því farið svo að Barrar yröu syndandi í kerjum viö Sæmundargötuna áöur en langt um líöur. Nýr slökkviliðsstjóri Nýlega var gengiö frá ráóningu nýs slökkviliösstjóra á Sauðárkróki. Af 12 um- sækjendum um stööuna varö Oskar Stefán Óskarsson rúnt- lega þrítugur Suðurnesja- maður fyrir valinu. Óskar hefur starfað um 10 ára skeið hjá slökkviliöinu á Keflavíkur- flugvelli. Hann mun taka viö af Guöbrandi Guðbrandssyni sem brátt lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Þess má geta aö nýi slökkviliðsstjórinn á ættir sínar aö rekja í Arnar- staöi í Sléttuhlíö og er bróöir Atla Más byggingameistara á Króknum. Hólanesbréfin til sölu? Stjórn Hólaness á Skaga- strönd hefur rætt þann mögu- leika aö selja bréf félagsins í Skagstrendingi hf, en þau eru aö nafnvirði rúmlega 15 milljónir og nema 9% hluta- fjár Skagstrendings. Hrepps- nefndarmenn á Skagaströnd hafa lýst áhyggjunt sínum ef svo stór hluti í útgerðinni hverfi úr eign heimamanna, og hafa óskað eftir aö Höfóa- hreppi veröi boðin bréfin verði þau seld. Sveitarfélaganefndin, sem undirbýr samciningu sveit- arfélaga, hélt fundi með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi vestra um helgina þar sem nefndin kynnti tillögur sínar. Fundurinn með Húnvetn- ingum var á Blönduósi á föstudagskvöldið og með Skagfirðingum og Siglflrð- ingum á Sauðárkróki á laugardag. Sigfús Jónsson formaður nefndarinnar var ánægður með fundina og viðbrögð sveitarstjórnar- manna gagnvart tillögun- um, sem hann sagði jákvæð, menn væru greinilega til- búnir að skoða málin opn- um huga. Sigfús sagöi að sérstaklega virtust Skagfiróingar og Sigl- firðingar taka tillögunum vel. Þar hefði enginn talað á móti þeim. A fundinum á Blöndu- ósi heföu hinsvegar heyrst gagnrýnisraddir á tillögurnar. Upphaflega voru hug- myndir sveitarfélaganefndar- innar byggðar á fjórum val- kostum, cn stjórn Santbands íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir því aö stcfnt skuli aö því að sameina heil héruö, þannig að sveitarfélag hafi ekki undir 1000 íbúurn, ncnia í undantekningar tilfellum. Þannig er stefnt aö því aö Skagafjörður verði eitt sveit- arfélag, Siglufjöróur eitt, og Sveitarstjórnarmenn vestan Vatnsskarðs funda með sveitarfélaganefndinni í Safnahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag. 1993 eða á fyrri hluta árs Húnavatnssýslur sitt hvort sveitarfélagiö. Sveitarfélaganefndin legg- ur til að félagsmálaráöherra leggi fram á Alþingi frumvarp til breytinga á sveitarstjórnar- lögum í ársbyrjun 1993. Jafnframt setji ráðherra með sérstakri reglugerð ítarleg ákvæöi um stækkun og sam- einingu sveitarfélaga. Síðari hluta árs fari fram skoðana- kannanir og kosningar meðal íbúanna þannig aö útfærsla á framtíðarskipan landsins í sveitarfélög liggi fyrir í árslok 1994. Þar sem sameining hefur verið samþykkt skal koma henni í framkvæmd fyrir 1. janúar 1998. Héraðsmót í körfubolta veröur haldiö í íþróttahúsinu á Sauöárkróki 28. og 29. nóv. nk. Keppni hefst kl. 10 laugardagsmorgun. Þátttökurétt eiga öll aðildafélög UMSS. Skráningu skal skila á skrifstofu UMSS, sími 35460 eða í síma 36141 fyrir mánudaginn 23. nóvember. Boltaráö UMSS SAMVINNUBOKIN / • Nafnvextir 6,25% • Arsávöxtun 6,35% • Raunávöxtun Samvinnubókar árið 1991 var 7,64% INNLÁNSDEILD KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.