Feykir


Feykir - 27.01.1993, Page 2

Feykir - 27.01.1993, Page 2
2FEYKIR 3/1993 Bíll til sölu! Mitsubishi L200 pickup 1991 4x4. Húsá palli. Ekinn 29 þúsuncl km. Virðisaukaskattsbíll. Upplýsingar á kvöldin í síma 95-35591. Kemur út á miðvikudögum vikuiega. Útgefandi: Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703 Fax 95-36162. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Magnús Ólafsson A.-Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson V,- Húnavatnssýslu. Auglýsingastjóri: Hóimfríður Hjaltadóttir. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 110 krónur hvert tölublað. Lausasöluverð 120 krónur. Umbrot: Feykir. Setning og prentun: Sást sf. Feykir á aöild aö Samtökum bæja- og héraösfréttablaöa Leikfélag Akureyrar Stefnt á vaktavinnu hjá Fiskiðjunni Fiskiðjan hefur undanfarna daga og vikur verið að bæta við fólki, bæði í snyrtingu og pökkun í frystihúsinu á Sauðárkróki og í saltfisk- verkunina. Hafa verið ráðnir um 10 starfsmenn á hvorum stað. Að sögn Einars Svans- sonar framkvæmdastjóra á hann allt eins von á því að svipuðum fjölda, 20-30 manns, verði bætt við í frystihúsinu áður en langt um líður, ef vaktafyrirkomulag verður tekið upp í frystihúsinu. Það ræðst á næstu tveim-þrem vikum. „Þetta fer mikið eftir því hvernig vertíðin fer af stað, hvort aö fiskast eitthvað, en við kontum trúlega til með að byggja vinnsluna að storum hluta á vcrtíðarfiski, frá neta- og línubátum, eins og við gerð- um á síðasta ári'*, sagði Einar. En í fyrra var afli togara Skag- firðings aðeins um 35% af hráefni er var unnið í frysti- húsum Fiskiðjunnar, sem segir að tæplega tveir þriðju hlutar hráefnis voru fengnir af bátum og frá markaði. Fyrir unt ári náói Fiskiðjan hagstæðum samningi við veitingahúsakeðju á miðvestur- svæði Bandaríkjanna, í Detroid og grennd. Um er að ræða sérunna bita úr þorski, og eru þetta verðmætustu pakkningar sem unnar eru í Fiskiðjunni. „Við framleiðum stærsta hluta þess sem flutt cr af þessari vöru héðan til Bandaríkjanna. I fyrra framleiddum við um 300 tonn, en reiknunt með að í ár verði þetta 500 tonn", sagði Einar Svansson í Fiskiðjunni. Útlendingurinn gamanleikur eftir Larry Shue. Föstudaginn 29. janúar kl. 20,30 Laugardaginn 30. janúar kl. 20,30 Föstudaginn 5. febrúar kl. 20,30 Laugardaginn 6. febrúar kl. 20,30 Sunnudaginn 7. febrúar kl. 17,00 Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga nema mánudaga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýningu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sími í miðasölu: (96)24073. LETTH) YKKUR STÖRFIN MED GÓEHJM HJÓLBÖRUM Bændur, hestamenn, húsbyggjendur, garðeigendur og aðrir athafnamenn. Höfum hafið framleiðslu og sölu á hinum vel þekktu íslensku hjólbörum, sem Nýja Blikksmiðjan framleiddi áður. Varahlutaþjónusta. Stuðlaberg hf Hofsósi sími 95-37350, myndsími 95-37950 FE11K1R - Óháö trettabtaö á Noröuriandi vestra Hvammstangi: Hreppurinn kaupir hluta- bréf í Drífu og Árbliki Á fundi Byggðastofnunar nýlega var ákveðið að selja Hvammstangahreppi hluta- bréf í ullarsölufyrirtækinu Árbliki og prjónastofunni Vöku á Hvammstanga, en fyrir var Hvammstanga- hreppur langstærsti hlut- hafinn í Drífu. Vegna slæmrar stöðu ullar- vörumarkaðar höfóu hluta- bréfin fallið talsvert í verði, og söluverðið því nokkuð frá upprunalcgu vcrði bréfanna. Hreppsncfnd Hvammstanga- hrepps hyggst skjóta sterkari stoðum undir rekstur prjóna- stofunnar Drífu og voru hluta- bréfakaupin liður í þeirri við- leitni. Drífa hefur lengi veitt at- vinnu drjúgum hluta kvenna á vinnumarkaði á Hvammstanga. Nýfætt folaldiö lifði af gaddinn „Eg nuddaði nú bara á mér augun á sunnudagsmorgun þegar ég gekk til hrossanna, og sá að nýfætt folald var í hópnum. Eg ætlaði varla að trúa því að nokkur skepna hefði fæðst lifandi í því frosti og kulda sem verið hafði um nóttina og daginn áður“, sagði Sigurjón Sigurbergsson í Hamrahlíð í Lýtingsstaðahreppi. Við sífellda fjölgun í hrossa- stofninum virðist orðið al- gengara að hryssur kasti á þessum árstíma. Vitað er til þess að meri í eigu Gunn- laugs Þórðarsonar á Ríp kast- aði snemma árs, og slíkt hið sama gerðist einnig með hryssu austur á Héraði. I báðuin tilfellum var talið líklegt að um fyrsta folald ársins væri að ræða. Leiðrétting Tölur misfórust aðeins í frétt í fyrsta blaði ársins af barns- fæðingum á síðasta ári. Rétt er að 62 fæðingar voru á Sjúkra- húsi Skagfirðinga, þar af ein tvíburafæðing. Drengir voru 43 og stúlkur 20. Þá fæddu sautján konur úr liéraðinu annars staðar, án þess að vera allar sendar burtu af læknis- fræðilegum ástæðum, aö sögn Birgittu Pálsdóttir hjá Sjúkra- húsi Skagfirðinga.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.