Feykir


Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 1

Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI |l 1 Þó enn sé um einn og hálfur mánuður til sauðburðar eru komin tvö lömb á hús á Frostastöðum í Akrahreppi. Kolla, níu vetra ær, bar sl. laugardagskvöld tveim lömbuni, en það var aldeilis ekki samkvæmt áætlun, þar sem Kolla beiddi daginn fyrir Þorláksmessu, var þá haldið þrisvar og stillt af með svampi, eins og tíðkast núorðið ef bændur vilja láta kindur sína bera á svip- uðum tíma. Það hefur hinsvegar reynst vera óþarfaverk, því Ijóst er orðið að Kolla hefur þá þegar verið lembd. Sveinn Sveinsson bóndi á Frostastöðum skilur ekkert í þessu hátta- iagi kindarinnar á efri árum. Kolla var með lömbum sínum langt fram á haust, rígvænum dilkum eins og hún hefur jafnan skilað. Það var eignandi Kollu, Teitur Már Sveinsson, sem kom að henni nýborinni. Hér er Teitur í félagsskap Kollu og lambanna ásamt vinum sínum frá næsta bæ, Hirti Inga og Magnúsi Magnússonum frá Þverá. Verulega bætt skuldastaða KS helsta ástæðan fyrir 41 milljón króna hagnaði í fyrra og góðri útkomu félagsins í samdrættinum síðustu árin, að mati kaupfélagsstjóra „Miðað við ytri skilyrði í þjóðfélaginu getum við verið þokkalega ánægðir með út- komuna á síðasta ári, sem varð betri en við reiknuðum með“, segir Þórólfur Gísla- son framkvæmdastjóri Kaup- félags Skagfirðinga. Rekstrar- hagnaður KS á síðasta ári var 41 milljón þegar tekið hefur verið tillit til 23 milljóna króna hagnaöar á rekstri Fiskiðj- unnar, dótturfyrirtækis KS. Þetta hefur komið fram á deildafundum kaupfélagsins sem haldnir hafa verið út um héraðið undanfarið, og er sú fundaröð um það bil hálfnuð. Utkoma KS og Fiskiðjunnar var nijög svipuð á síðasta ári og árið á undan. Að sögn Þór- ólfs kaupfélagsstjóra er öðru frentur skýringin á sterkri út- kontu KS síðustu árin að félagið hefur náö að greiða niður skuldir og hefur það kontið rekstri þess til góða í samdrætti og crfiðum ytri skilyrðum í þjóðfélaginu síðustu ntisseri. Velta síðasta árs var um fjórir milljarðar króna og hafði aukist lítillega. Eigið fé var í árslok rétt rúmur milljarður og var ciginfjárhlutfall unt 50%. Heild- arskuldir félagsins voru rétt rúmur milljarður og höfðu lækkað unt 200 ntilljónir frá árinu á undan, sem skýrist að hluta til af lækkun birgða landbúnaðarvara. Lausa- fjárstaða félagsins batnaði veni- lega á árinu, sent sést á því að veltufjárhlutfall hækkaði um 5%. Heildarlaunagreiðslur KS og Fiskiðjunnar voru 553 millj- ónir á síðasta ári, til rúntlega 300 starfsmanna. Ótryggt áætlunarflug á Krókinn í vetur: Fleiri ferðir féllu niður í febrúarmánuði en venjulega á heilu ári Óvenjumikið hefur verið um að áætlunarflug til og frá Sauð- árkróki hafi fallið niður í vetur. í febrúar féllu t.d. niður um 10 ferðir sem er svipað og kannski heldur meira en yfír- leitt gerist yfir allt árið. Þá féll niður föstudagsflug í þrjár vikur í röð. Að sögn Arna Blöndals umboðsmanns Flug- leiða á Sauðárkróki er óhag- stæð veðrátta í vetur aðal- ástæðan fyrir niðurfellingu áætlunarferða. „Oft hefur þctta verið vegna þess að ófært hefur verió fyrir sunnan og einnig stundum sökum þess að ekki hefur verið fær vara- völlur hér fyrir norðan. Síðan hcfur borið óvenjumikið á aur- bleytu á vellinum í vetur og þurft að fella niður fcrðir vegna þess. Það em þessar sviftingar og óstöð- uglciki í veðrinu sem hafa valdið okkur crfiólcikum'1. Aðspurður sagði Ami að tlug- brautin væri farin að þarfnast viðhalds, en viðhaldi hefur ekki vcrið sinnt á brautinni til fjölda ára. „Engin fjárveiting hcfur fengist í viðhaldið til margra ára. Það fýkur gjarnan svolítið úr malarslitlaginu og síðan mylst þaó niður og brotnar við völtun og mokstur á vellinum. Svo bíðum við vitaskuld langeygðir cftir malbikinu á völlinn, sagði Árni Blöndal. Leikfélag Skagastrandar frumsýndi sl. laugardagskvöld leikritið Stálblóm eftir Róbert Hartling við leikstjórn Jónasar Jónas- sonar. Það er sex konur sem eru á leiksviðinu í Fellsborg á Skaga- strönd. Þykir þeim takast vel upp í hlutverkum sínum og sýn- ingin vera góð. Voru undirtektir á fruntsýningu mjög góðar. Hér eru þær á æfíngu á Stálblóminu: Jensína Lýðsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Lovísa Vatner. Næsta sýning er í kvöld. —ICTc^ill — Aðalgötu 24 Sauðárkröki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA SíMfJbílaverkstæði J.JM. ^ * sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata 1 b 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Bílavibgerbir * Hjólbaifeaverkstæ&i SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.