Feykir


Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 6

Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 6
6FEYKIR 9/1993 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 49. Nú leió aó aðlangadag jóla. Glámur stóð snemma upp og kallaði til matar síns. Húsfreyjan sagöi þaö ekki kristinna manna hátt aó matast þann dag. Hann svarar: „Marga hindurvitni hafið þér. Þótti mér þá betri siður, er menn voru heiónir kallaöir, og vil ég hafa mat minn, en cngar rcfjar“. Húsfreyja mælti: „Víst veit ég, aö þér mun illa farast í dag, ef þú tekur þetta illbrigði til“. Hún þorði eigi annaó, en aö gera sem hann vildi, og cr hann var mettur, gekk hann út og var heldur gustillur. Leiö nú fram að dagsetri. Eigi kom Glámur hcim. Þá var hríó á og niðamyrkur, svo hans varð eigið leitað. 50. A jóladag fóru menn í leitina og fundu féð víða í fönnum. Því næst komu þeir á traðk mikinn ofarlega í dalnum. Þótti þeim því líkt, sem þar hefði glímt verið heldur stcrklega, því að grjótið var víða upp leyst og svo jörðin. I>eir sáu, hvar Glámur lá skammt í brott frá þeim. Hann var dauður og blár sem hel, cn digur sem naut. Þeim hraus hugur við honum, en leit- uðust þó vió að færa hann til kirkju og gátu ekki komió honum nema á cinn gilsþröm þar skammt frá. Fóru þeir heim við svo búið og sögðu bónda þennan atburð. 51. Annan daga jóla var farið að leitast við enn að færa Glám til kirkju. Váru eykir fyrir beittir og gátu þeir hvergi fært hann, þegar sléttlendi var og eigi forbrekkis aö fara. Gengu nú frá við svo búiö. Hinn þriðja dag fór prestur með þcim og leituóu allan daginn, og fannst Glámur eigi. Eigi vildi prestur oftar til fara, en sauðamaður fíuinst, þegar prestur var eigi í ferð. Létu þeir þá fyrir vinnast að færa hann til kirkju og dysjuðu hann þar, sem þá var hann kominn. 52. Litlu síðar urðu menn varir við það, að Glámur lá eigi kyrr. Varð mönnum að því mikið mein, svo aó margir féllu í óvit, ef þeir sáu hann, en sumir héldu eigi vitinu. Stukku þá margir menn í brott. Því næst tók Glámur að ríða húsum um nætur, svo að lá við brotum. Gekk hann þá nálega nætur og daga. Varla þoróu mcnn að fara upp í dalinn, þó aó ættu nóg erindi. Þótti mönnum þar í héraðinu mikið mein að þessu. Góð ferð Grósku á íslandsmót íþróttafélagið Gróska í Skaga- firði sendi 13 keppendur á Is- landsmót íþróttasambands fatl- aðra sem fram fór í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði 12. - 14. mars sl. Þessi keppnisferð Gróskufólks þótti ákaflega vel heppnuð, árangurinn mjög góður og mótið hið skemmtilegasta að sögn Gróskufelaga sein voru mjög ánægðir við hcimkomuna, og ekki spillti ánægjunni að fjöldi vcrðlauna vannst á mótinu. Gróskulolk keppti eingöngu í Boccia, sem er boltaíþrótt. Félagið eignaðisteinn Islandsmeistara, Aðal- heiði Báru Stcinsdóttur sem keppti í svokölluðum Sérflokki, en þarer notuð sérstök rcnna sem hjálp- artæki vegna fötlunar. Þá hlaut Jóhann Jónsson silfurverðlaun í U- fiokki, ófatlaðra. I sveitakeppninni vann A-sveit Grósku til silfur- verðlauna í 3. deild, og í U-flokki urðu sveitir Grósku í I. og 3. sæti. Þátttaka í mótinu var mjög kostnaðarsöm og sýndu fjórir ungir félagar í Grósku frábæran dugnað cr þeir söfnuðu í vikunni fyrir mótið glerjum og dósum aó andvirði 30 þúsund króna. Þeir félagarnir: Sveinn, Jóhann, Om og Rafn vilja endilega koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra sem gáfu þeim gler og dósir.og sérstakar þakkir fær starfsfólk Abæjar sem var mjög örlátt á glerin og dósimar. Þessir strákar, sem allir eru ófatlaðir, taka þátt í starfi Grósku af miklum áhuga og dugnaði. Þá vilja fararstjórar og stjómarmenn Grósku koma á fram- færi sérstöku þakklæti til Jóns Sig- urðssonar bílstjóra Suóurleiða sem sýndi einstaka lipurð og velvilja allt frá því að lagt var af stað á föstudagsmogun og komið heim á mánudag. A fyrsta aðalfundi Grósku, sem haldinn var sl. laugardag, var af- hentur svokallaður Hvatningabikar, viðurkenningarbikar sem Iþrótta- samband fatlaðra gaf og veitist þeim Gróskufélaga sem þótt hefur sýna besta ástundun og framfarir á árinu. Að þcssu sinni hlaut bik- arinn Rökkvi Sitiurlaucsson. Fram kom á fundinum að fyrsta starfsár Grósku hefur verið talsvert blómlegt, og áttu sér stað líflegar umræður um starfið framundan á þeim þrem tímum sem fundurinn stóð. Sjö nýir félagar bættust í hópinn og eru Gróskufélagar nú orónir um 50 talsins. Það var vel mætt á glímukynningu hjá Knattspyrnufélaginu Þrym nýlega, en um svipað leyti var glímuíþróttin einnig kynnt í skólunum á Sauðárkróki og á Laugarbakka. Forráðamenn GLÍ vilja þakka útbreiðslustarfið í skólum og íþróttafélögunum þann rnikla áhuga sem skapast hefur fyrir glímunni á seinni árum. Glímumót grunnskóla og Landsflokkaglíman á Laugarbakka Fyrsta meiriháttar íþrótta- kcppnin fór fram í íþrótta- liúsinu á Laugarbakka um helg- ina. A laugardag fór frani glímumót grunnskóla lands- ins þar sem að mættir voru 118 keppendur til leiks, þar af32 nemendur Laugarbakka- skóla og sjö frá grunnskól- unum á Sauðárkróki. A sunnu- dag fór síðan fram sjálf Lands- flokkaglínian og þar voru meðal annarra mættir til leiks Qórir glímumenn frá Knattspyrnu- félaginu Þrym á Sauðárkróki, en glímudeild félagsins hefur staðið fyrir reglubundnum glímuæfingum í vetur. „Það var mjög ánægjulegt að sjá góða þátttöku krakkanna á Laugarbakka í mótinu, og mjög góða frammistöðu þcirra miðað við að þama voru nýliöar á fcrð. Þá var ganian að sjá kcppcndur frá Sauðárkróki og þcir stóðu sig bara bærilcga, cn cins og öðrum nýliðum háði rcynslu- lcysið þcim nokkuð", sagði Jón Ivarsson stjómarmaður Glímu- sambands Islands í samtali við Fcyki. Þrír krakkar úr Laugarbakka- skóla kræktu í bronsverðlaun í sínum aldursflokkum. Perla Ósk Kjartansdóttir í 8. bckk hrcppti sín verðlaun eftir að hafa þurft að kcppa um þau við tvær aðrar stúlkur scm cinnig lcntu í þriðja sæti. Aðrir bronsverðlaunahafar Laugarbakkaskóla vom 10. bckk- ingamir Edit Unnstcinsdóttir og Þorvaldur Hjaltason. Af Sauð- krækingunum sjö sem sóttu mót- ið stóð Tinna Guðmundsdóttir í 4. bckk sig best. Hún náði 4. sætinu af 10 kcppcndum. Kcppt var á þrem völlum samtímis. Gckk hún fljótt og vel fyrir sig og stóð á fimmta tíma sinn hvom daginn. Það var glímu- sambandið sem sá um skipu- lagninu mótins og nutu þcir að- stoðar heimamanna við fram- kvæmdina. Skarphéðinsmcnn og Þingeyingar vom sigursælastir að þessu sinni. Þrymsmcnn kom- ust þó á verðlaunapall í cinum tlokki, rnínus 60 kílóa flokki þar scm Oddbjöm Magnússon varð í 2. sæti og Þórir Sigurðsson í því þriðja. I mínus 81 kílóa flokki urðu Arni Friðriksson í 8. sæti og Páll Friðriksson í því 9. Attu þcir Ami og Páll við öfluga mót- hcrja að etja og þóttu standa sig vcl. Stærsti liluti hópsins sem fór á íslandsmótið samankominn fyrir utan Svcinsbúð sl. laugardag.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.