Feykir


Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 3

Feykir - 24.03.1993, Blaðsíða 3
11/1993 FEYKIR3 Enn er deilt um hross í Húnaþingi og Skagafirði Athyglisvert hvað þingmenn Húnvetninga dragast oft inn í deiiur um búfénað GRAÐHESTAHUS ! Oskað er eftir framlögum í sjóð til byggingar hesthúss á Höllustöðum. Tekið er við framlögum í útibúi Búnaðarbankans á Blönduósi, gullbók 247779. Sérstaklega er óskað eftir framlögum frá þeim mönnum sem neyðast til að taka lausagöngugraðhesta í sínum heimalöndum. HESTHÚSASJÓÐURINN Á HÖLLUSTÖÐUM Lög og reglur. 1. gr. Sjóðurinnerstofnaðurtilbyggingarhesthúss áHöllustöðum og fer Byggingarnefnd Svínavatnshrepps með málefni sjóðsins. crónur 15.000 ursson, Höllustöðum greiddi laugsstöðum fvrir greiövikni. ) vöxtum að Byggingarnefnd af byggingakostnaði hesthúss iþykkja hesthúsbyggingu og ilið að hefja framkvæmdir og ngarinnar. ittirí Utibúi Búnaðarbankans 779. :pps skal koma saman á hveij u að kanna hvort nægilegt fé sé ié að hefja byggingu hesthúss Sigurður Ingvi Björnsson Sigurður Ingvi á Guðlaugsstöðum og hluti auglýsingar- innar frægu sem hann setti í Gluggann. Ónæg varsla graðhesta, eða annarskonar þrætur út af hrossum, virðist vera einna algengust deilumála í hrossaræktarhéruðum. Húnvetningar og Skagfirð- ingar hafa verið mjög áber- andi hvað þennan mála- flokk varðar um langt skeið. AUtaf kemur annað slagið upp kritur í þessum hér- uðum vegna þessara mála, og er að sjá sem Hún- vetningar séu meira í sviðs- Ijósinu hvað þau varðar, trúlega þó ekki sökum þess að þeir séu kærulausari um sín hross eða búfénað en Skagfirðingar, þó þeir síðamefiidu haldi því firam cf marka má gömul deUu- mál, heldur virðast Hún- vetningar einstaklega lagnir að blanda þingmönnum sínum inn í þessar deilur, og er það líklega þessvegna sem meiri fréttamatur þykir ef Ld. graðhestur gengur iaus í Húnaþingi en Skaga- firðinum. Þetta vekur óneit- anlega upp spurningar um hvort þingmenn Húnvetn- inga séu miklir eða litlir hestamenn, því hestamenn eru þeir vissulega í þeim skilningi að þeir eiga þó altént hesta, eða hvort þing- menn Skagfirðinga séu með sín hross í gjörgæslu, ef þeir á annað borð eigi ein- hver, ellegar að Skagfirð- ingar umberi bresti sinna þingmanna mun betur en Húnvetningar geri. Málið sem spannst vegna Löngumýrar-Skjónu, varó lands- frægt á sínum tíma. Þar átti í hlut Bjöm Pálsson á Ytri-Löngmýri þáverandi þingmaður. Ekki er langt síðan að öðrum þingmanni húnvctnskum var brigslað um að að fara ckki að búfjárrækt- arlögum, nánar tiltckið urn sauð- fjárvcikivamir, Pálma Jónssyni á Akri. Það cr síðan náfrændi Bjöms, Páll Pctursson á Höllustöðum scm tcngist nýjasta kritnum í Húnaþingi, því þcgar Sigurður Ingvi Bjömsson bóndi á Guð- laugsstöðum í Blöndudal, tók í síðasta mánuói traustataki grað- hcst nágranna síns á Höllu- stöðum, og færði til hneppstjóra. Krafðist Sigurður Ingvi gjalds fyrir töku hcstsins, studdist þar við grcin búfjárræktarlaga og lct fylgja mcð rcikning að upp- hæð rúmlega 14 þúsund krónur. Málinu var vísað til fulltrúa sýslu- manns, sem fór að kröfu þing- mannsins að aíhcnda honum hcst- inn gegn því að grciða Sigurði Ingva lausnargjald. Siguróur Ingvi fékk síðan umslag þar scm í voru bæði bréf frá sýslufulltrú- anum og Páli þingmanni, ásamt ávísun frá þcim síðamcfnda. í bréfi sýslumanns segir að greiðsl- an sé fyrir kostnaði á töku hests- ins, en Páll segist greiða Sigurði fyrir grciövikni, mannslund og drengskap. Hefur kært til umboðs- manns Alþingis Sigurður Ingvi er hinsvegar ckki sáttur viö að þann grciðslu- máta sem þama var viðhafður, né að Páll hafi fengið hestinn afhentan áöur en hann innti lausn- argjaldið af hcndi, enda hafi hann ekki gert það, þar sem að hann sé að greiða íyrir allt annan hlut en kostnað viö töku hests- ins, eins og bréfið beri mcð sér. Þá eigi sú greiósla að berast sér frá sýslumanni en ekki Páli. Sigurður Ingvi hefur kært þessa málsmeðferð til umboðsmanns Alþingis, en lagt þær 15 þús- undir scm hann fékk grciddar frá Páli í sjóð til byggingar hests- húss á Höllustöðum. Auglýsti hann stofnun sjóósins í dagskrár- og auglýsingablaðinu Glugganum fyrir skcmmstu og óskar þar sérstaklega eftir framlögum frá þeim ntönnum sem ncyðist til að taka lausagöngugraðhesta í sínum hcimalöndum. Af þessum lestri mætti ráða að graóhcstar frá Höllustöðum gerðu víðrcisn um héraðið, en svo mun víst ekki vera, og af graðhesti Páls er það að frétta að hann mun nú vera kominn í hús. Páll viðurkcnnir reyndar ekki að hesturinn hafi verið í lausagöngu, heldur hafi hann sloppið úr girðingu. Sigurður Ingvi segir hinsvegar að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann hafi þurft að stugga við grað- hestum nágrannanna á Höllu- stöðum, svo hafi gengið um nokkurt skeið og mælirinn hafi þama fyllst. Samt séu þessir ná- grannar sínir ekki einu söku- dólgarnir að þessu leyti. Fyrir skemmstu hafi hann til að mynda þurft að hafa afskipti af gradda frá Eiðsstöðum. Þeir félagarnir Páll og Sigurður eru samt, cins og fram kom í DV í síðustu viku, innilega sammála um að lausa- ganga graðhesta sé mjög óæskilcg. Styrjöld um stóð- hesta í Húnaþingi En sem kunnugt cr hafa hcsta- menn í Húnaþingi og Skaga- ftrði ekki látið sér nægja aó deila innbyróis um lausagöngu grað- hesta, heldur rekur sjálfsagt ein- hverja minni til þess að fyrir rúmum 30 árum kom upp mikið deilumál vegna töku Skagfirð- inga á graðhcstum rétt vestan Vatnsskarðs. Nánar tiltekið gerð- ist þetta í júlímánuði 1962. „Risið er mikið stóðhcsta- stríð milli Skagftrðinga og Hún- vetninga, og þykir líklegt að málaferli verði út af, cnda er upphaf styrjaldarinnar svo sögu- lcgt að afdrifaríkt gctur orðið. Málsatvik em í sem fæstum orð- um þau sem nú skal greina“, segir í Öldinni okkar, og síðan í þeirri söniu bók: Herhlaup vestur í Húnaþing Nokkrir mcnn af Sauðárkróki geröu tvo laugardaga seinni hluta júlímánaðar hcrhlaup vestur í Húnavatnssýslu og tóku þar í heimalöndum fimm húnvetnska stóðhesta, handsömuóu þá og fóm með til Sauðárkróks. Tveim- ur dögum síðar voru hestarnir auglýstir í útvarpi til sölu á upp- boói með stuttum fyrirvara. Eigendur fréttu á skotspónum um töku hestanna og gerðu þá þcgar kröfu til þess að þeir yróu afhentir hrcppstjóra þess hrepps, þar sem þcir vom teknir af haga. Til vara kröfðust þcir frcst- unar á uppboðinu þar til Hæsti- réttur hefði fjallað um málið og fcngist hcfði cndanlegur úrskurð- ur um skilning á þeim ákvæðum búfjárræktarlaga, er að þessunt efnum lúta. Þcssu sinntu yfir- völd Skagfirðinga ekki. Héraðs- dómur dæmdi töku hestanna lögmæta og vom þeir allir seldir á uppboði. Fyrrverandi eigendur keyptu þá alla aftur, og varð einn þcirra að gjalda ellcfu þúsund krónur fyrir stóðhest sinn. Lagagreinin umdeilda Sú lagagrcin sem Skagfirð- ingar bera íyrir sig og telja heimila þeim fyrrgreindar aðgerðir gegn stóðhestum er ganga lausir í haga er svohljóðandi: „Óheimilt er að láta stóðhesta genga lausa í heimahögum eða afréttum nema heimild felist til þess í lögum þcssum. Verði vart við slíkan hest, bcr að handsama hann og flytja til hrcppstjóra“. Guðbrandur Isberg fyrrverandi sýslumaður á Blönduósi ritar í blöð um mál þetta og lögfræði- lega hlið þcss: „I þessu máli er ekki deilt um sök eða sakleysi eigenda hcstanna. Samkvæmt núgildandi landslögum eru þeir í sök. Hitt er deilt um hver sé réttur eigcnda slíkra hrossa gagnvart töku þeirra. Það er heimilt að taka stóðhesta, scm leyfislaust em lámir ganga lausir. En hér hljóta að vera takmörk. Spurningin er: Hvar rná taka þá, hverjir, og hverjum skulu þeir afltcntir til sölumeðferðar?“. Kemst Guðbrandur ísbcrg að þeirri niðurstöðu, að aðfarir Skagftrðinga hljóti að tcljast algerlega ólöglegar'*. Þaó fór þó svo að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í rnálinu. Almenn kaupleiguíbúð Til sölu er 3ja herbergja 106,8 fermetra almenn kaupleiguíbúó aó Freyjugötu 30, efri hæð. Áætlað verð er kr. 8.200.000.00 Lánakjör: 70% lán úr Byggingarsjóði verkamanna til 43ja ára. 20% sérstakt lán til 5 ára. Útborgun 10% eóa 30%. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1993. Umsóknareyóublöó fást á bæjarskrifstofunni, þar sem upplýsingar eru veittar. Síminn á bæjarskrifstofunni er 35133. Húsnæóisnefnd Satióárkróks.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.