Feykir


Feykir - 24.03.1993, Side 7

Feykir - 24.03.1993, Side 7
11/1993 FEYKIR7 Tindastóll leikur gegn ÍR í Síkinu í kvöld Tindastóll hefur baráttu sína fyrir sæti í Úrvalsdeild að ári í kvöld, er IR-ingar, sem höfnuðu í næst efsta sæti 1. deildar, koma í heim- sókn á Krókinn. Sem kunnugt er hafnaði Tindastóll ásamt KR-ingum í næstneðsta sæti Japisdeildar- innar í vetur, en KR-ingar högnuðust á fleiri sigrum í innbyrðis viðureignum þess- ara félaga. Gert er ráð fyrir að þrjá leiki þurfi til að útkljá hvort það verði Tindastóll eða ÍR sem leiki í Úrvals- deildinni næsta vetur. Annar leikurinn verður syðra á föstudagskvöld, og fari svo að þriöja leikinn þurfi, fer hann frani í Síkinu nk. sunnudagskvöld. Þó svo að allir „veð- bankar“ séu á bandi Tinda- stóls, er ástæðulaust fyrir bæði áhorfendur og leikmenn að slá slöku við. Því er um að gera að mæta í Síkið í kvöld og láta hljóma hátt og vel. Áfram Tindastóll! Ókeypissmáar Plastbátur óskast! Oskum eftir 2ja - 3ja tonna plastbát mcð veiðiheimild. Hafið samband við Þorstein í síma 95-35195 eftir klukkan tvö á daginn. Vatnsrúm til sölu! Til sölu hvítt vatnsrúm (hjóna- rúm), stærri gerð. Upplýsingar í síma 35801. Barnabílstóll! Til sölu Britax barnabílstóll. Upplýsingar í síma 36758. Barnarúm óskast! Oska eftir barnarúmi fyrir átta ára gamalt barn. Upplýsingar í síma 36011. Opið hús hjá Félagi eldri borgara! verður á dvalardeild sjúkra- hússins n.k. föstudag kl. 14. Þar verður spilað og teflt. Kristín Helgadóttir segir frá dvöl sinni í Ástralíu. Stjórnin. Bíll til sölu! Til sölu Plymouth Valiant árgerð '67 og annar í vara- hluti. Tilvalið fyrir þá sem vilja gera upp Ford-bíla. Upplýsingar í síma 94-4859 milli kl. 7,30 og 21.00. Tapað - Fundið Kvengleraugu voru skilin eftir í Versluninni Isold í fcbrúar- mánuói. Eigandi getur vitjað þeirra í versluninni. Snjósleði til sölu! Polaris Indy Trail árgerð '88, ekinn 4500 mílur. Upplýsingar í síma 35011. Artic Cat Cheetali með bakkgír, árgerð '88, ekinn 2400 mílur. Vcró 280.000. Upplýsingar í síma 95- 35698. Hundaeigendur! Hittumst sunnudaginn 28. mars kl. 13,30 hjá afleggjaranum niður að Hegranesvita. Aðalfundur! Aðalfundur Félags hjarta- sjúklinga á Norðurlandi vestra verður haldinn á Hótel Mæli- felli á Sauöárkróki laugardaginn 27. mars kl. 16. Venjuleg aóal- fundarstörf. Barnavagn! Til sölu Silver cross bamavagn og göngugrind, vel mcð farin. Upp- lýsingar í síma 36081. Bólstrun! Tek að mér bólstrun á stólum og bílsætum. Upplýsingar í síma 35971. Húsfyllir hjá Heimi í gærkveldi var troðfullt á skemmtun karlakórsins. Svo margt hcfur líklega aldrei verið hjá „Heimi“ í Bifröst. Undirtektir voru með ágætum, en mcsta athygli vöktu ein- söngslög kórsins með Sigfúsi Péturssyni. Kristján Stefáns- son var með snjöll gamanmál. Munið áskriftargjöldin! Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíró- seðla fyrir áskriftargjöldum eru beðnir aó greiöa hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftar- gjaldið á reikning Feykis nr. 8029 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Nýtt faxnúmer Feykis er 36703 Pétur Víglundsson leiddi saman sex hagyrðinga og í lokin léku 10 harmonikku- leikarar við mjög góðar undir- tektir. Boðið var upp á kaffi- veitingar og voru þær sérlega glæsilegar, en á mörkunum var að fólk gæti notið þeirra, svo mikil var þvagan. Þor- valdur Oskarsson á Sleitu- stöðum, formaður Heimis, var hrærður er hann þakkaði áhorf- endum fyrir komuna. Það var gamla góða Sælu- vikustemmningin á þessu Heimiskvöldi. N.N. Sendi mínar bestu þakkir til allra sem heimsóttu mig þann 19. mars, með stórgjöfum og skeytum, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Lifið heil. Magnús Jónsson Asi. Sæluvikusöngskemmtun söngsveitarinnar Drangeyjar í Bifröst Söngsveitin Drangey heldur tónleika í Bifröst á Sauóárkróki föstudaginn 26. mars klukkan 20,30. Fjölbreytt dagskrá. Þrír einsöngvarar. Undirleikari á píanó David Knowels. Stjórnandi Snæbjörg Snæbjamardóttir. Drangey. Siemens HLJÓMTÆKJA TILBOÐ RS 232 * Stafrænt útvarp, FM-, mið- og langbylgja. * 20 stöðva minni í útvarpi. * 2 x 50 W magnari. * Geislaspiiari. * Hljómsnældutæki. * Fullkomin fjarstýring. * Hljómtæki fermingarbarnsins. Á aðeins krónur 37.800 staðgreitt rafsjá hf SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI S9NOACK rafgeymar í flestum gerðum Seensk gœðavara á góðu verði KS bílabúö Leikfélag Sauðárkróks sýnir í Bifröst í Sæluviku , Jlassið hennar mömmu“ eftir Dario Fo. Leikstjóri Jón Júlíusson. 3. sýning fimmtudaginn 25. mars kl. 20,30 4. sýning laugardaginn 27. mars kl. 15,00 5. sýning þriðjudaginn 30. mars kl. 20,30 Mióapantanir í síma 35949 (Día), daglega kl. 18-20. Mióasala í Bifröst opnar 1/2 tíma fyrir sýningu. Athugió: Tekió er á móti Visa og Euro. Leikfélag Sauðárkróks.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.