Feykir


Feykir - 15.09.1993, Qupperneq 5

Feykir - 15.09.1993, Qupperneq 5
31/1993 FEYKIR5 „Þið eruð brjálaðir Segja andstæðingar úrvalsdeildarliðs Tindastóls um æfingaáætlun liðsins, sem byggð er á „króatísku Imunni" í ár Þaó þarf mikinn áhuga til aó rífa sig upp klukkan sex á morgnana til aó fara á íþróttaæfingu. En strákamir í úrvalsdeildarliði Tindastóls í körfubolta verða sárir og leiðir komi þaó fyrir þá að sofa yfir sig. Þeir byrja æfingu klukkan hálf sjö á hverjum morgni virka daga vikunnar og æfa framundir átta. Síóan er eins og hálfstíma æfing aö kvöldinu einnig. Þetta er ótrúlegt þegar tekið er tillit til þess aó hér er um áhugamenn að ræóa, sem annaóhvort vinna eða eru í skóla á daginn. En áhuginn á körfuknattleiknum á Króknum er líka ótrúlegur. Hann er engu líkari en múgsefjun. Á mörg- um vinnustöóum er körfubolti aóalumræðuefnió í kaffitímum. Á leikjum má sjá eldri bændur úr hérað- inu skælbrosandi út aó eyrum af ánægja og gleði yfír hraða og spennu leiksins. Þá er líf í Síkinu eins og heimavöllur Tindastóls er jafnan kallaður. „Þeir eru brjálaóir", sögðu Þjálfarinn Petar Jelic segist forráðamenn annarra úrvals- deildarlióa þegar þeir heyröu af æfingaáætlun Tindastólsmanna. Sú skoðun þeirra breyttist þó heldur eftir Greifamótið á Akur- eyri sem fram fór um næstsíö- ustu helgi. Þar sýndu ungu strák- amir í Tindastólsliðinu að þeir verða ekki auðunnir í vetur. Án Páls Kolbeinssonar sigruðu þeir úrvalsdeildarlið Akumesinga og Borgnesinga, og þóttu leika skín- andi góðan körfubolta. Það er „króatísk lína“ sem lögð hefur verið í körfuboltan hjá Tindastóli í ár. Þjálfarinn heitir Petar Jelic, 48 ára reynslu- mikill maður, sem m.a. hefur þjálfað marga af kunnustu körfuknattleiksmönnum í heima- landi sínu, m.a. hinn kunna Petr- ovich. Með Tindastólsliðinu í vetur leikur einnig 31 árs króat- ískur miðherji Robert Buntic. Hann þykir geysisterkur leik- maður og fellur vel inn í liðið. í leikjunum á Greifmótinu „salt- aði“ hann Skagakanann og Ermolinski þann rússneska sem leikur með Skallagrími. bjartsýnn fyrir komandi keppnis- tímabil. Þegar hann er spurður um markmiðin segir hann: „Eg mundi segja að fimmta sætið í deildinni væri góð útkoma en við munum gera allt sem við getum til að komast í úrslit“. Petar líkar vel á Króknum. Honum finnst staðurinn svipa á margan hátt til heimabæjar síns í Króatíu. „Að vísu var veðrið ekki gott í sumar, en fólkið héma er ákaflega vingjarnlegt og elskulegt. Eg finn að áhugi á körfubolta er hér mikill. Efnivið- urinn er fyrir hendi og hér eru margir strákar sem geta orðið mjög góðir körfuboltamenn. Eg mun reyna að standa mig eins vel og ég mögulega get til að Sauðkrækingar hafi sem mesta ánægju af körfuboltanum áífam“. Aðeins lítið skref á langri göngu Hvemig finnst þér Tinda- stólsliðið í dag? „Við erum ekki búnir aó æfa nema í sex vikur, en samt eru Feykir sigrar í firmakeppni Fréttablaðið Feykir bar sigur úr býtum í firmakeppni Golf- klúbbs Sauðárkróks sem lauk sl. sunnudag á Hlíðarendavelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Feykir sigrar í golfmóti, en áður hafði blaðið sigrað í firmakeppni Hestamannafé- lagins Léttfeta og firmakeppni Bridsfelags Sauðárkróks. Þetta eru ótrúleg úrslit miðað við að engar þessara íþrótta eru stundaðar af forráðamönnum blaðsins. Enda er það svo að keppendur í mótunum koma ekki frá við- komandi fyrirtæki, heldur er dregið um það hverjir keppa fyrir hvem. Það var hinn lipri banka- maður Haraldur Friðriksson sem kom Feyki í úrslit firmakeppn- innarog síðanhinnefhilegikylf- ingur Sigurgeir Þórarinsson á sýsluskrifstofunni sem gerði sér lítið fyrir og tryggði Feyki sigur, og þar með eignarbikar og farand- bikar sem geymist á ritstjóm til næsta árs. Þess má geta að stutt er síðan að Sigurgeir byrjaði að stunda golf fyrir alvöru. Hann hefúr náð ótrúlegum framförum íþróttinni og þykir til alls líklegur í framtíðinni. í öðru sæti varð Steypustöð Skagafjarðar sem Guðjón Gunn- arsson keppti fyrir og í því þriðja Efhalaug Sauöárkróks undir hand- leiðslu Hjartar Geirmundssonar. farnir að skila sér hlutir, fyrr en ég átti von á. Tindastólsliöið er tvö ólík lið, með eða án Palla (Páls Kolbeinssonar). Hann er geysilega fljótur og öflugur leik- maður. Eg var ánægður með leikina gegn Þór sem hann spil- aði með okkur. Ennþá ánægðari var ég samt með leikina sem Palli spilað ekki með okkur, gegn IÁ og Skallagrími. Þá léku ungu strákamir alveg yndislega og sýndu hvað í þeim býr. Einnig var Robert mjög góður og það var mikilvægt fyrir hann að ná að sýna hvaó hann getur með Iiðinu. Eg hef trú á því að hann eigi eftir að reynast hinu unga liði Tindastóls góóur styrk- ur í vetur. En það er ljóst að framundan er erfitt keppnistímabil í vetur. Eg vona að allir mínir menn geri sér grein fyrir því. Sigurinn á Greifamótinu er aðeins lítið skref á langri göngu. Við eigum mikla og erfiða vinnu framund- an. Til að ná settu marki þarf að leggja mikið á sig“, segir Petar Jelic þjálfari. Nokkuð ljóst er að Tindsatóll lendir í erfiðari hluta Urvals- deildarinnar í vetur. I riðli með Grindavík, Njarðvík, KR og Haukum. Króatíska körfuboltafólkið, leikmennirnir Róbert og Petrica ásamt ungum syni sínum, og þjálfarinn Petar Jelic. Aðalfundur Verkamannafélagsins Fram 1993 verður haldinn aó Sæmundargötu 7a mánudaginn 20. september og hefst kl. 20,30. Dagskrá: 1. Lagabreytingar - síðari umræða 2. Aðalfundarstörf 2.1 Skýrsla stjórnar 2.2 Reikningar 1992 2.3 Kosningar skv. lögum félagsins 3. Önnur mál. Vegna fyrirhugaðrar stækkunar félagssvæðisins og ✓ sameiningar við Verkalýðsfélagið Arsæl verður gerö tillaga um frestun aöalfundar áður en til kosninga kemur skv. lið 2.3 í dagskrá. Reikningar 1992 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Verkamannafélagsins Fram.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.