Feykir - 15.09.1993, Síða 7
31/1993 FEYKIR7
Stórtónleikar á Sauðárkróki
Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran.
HNOACK
rafgeymar í
flestum gerðum
Stórtónleikar verða í húsnæði
Tónlistarskólans á Sauðárkróki
annað kvöld, fimmtudagskvöld.
Þar leika tveir af kunnustu tón-
listarmönnum landsins Gunnar
Kvaran sellóleikari og Gísli
Magnússon píanóleikari. Tón-
leikarnir eru á vegum tónlistar-
skólans og hefjast kl. 20,30.
Samstarf þeirra Gísla og Gunn-
ars nær allt aftur til ársins 1973,og
árið eftir fóru þeir í tónleikaferða-
lag um Norðurlönd. Síðan hafa
þeir haldið fjölda tónleika og kom-
ið fram í útvarpi og sjónvarpi. Tón-
leikar þeirra hafa yfirleitt verió
mjög vel sóttir og samleikur þeirra
fengið mikið lof áheyrenda.
Gunnar Kvaran hóf bamungur
tónlistamám og á að baki langan
náms- og tónlistarferil. Hann er
deildarstjóri strengjadeildar Tón-
listarskólans í Reykjavík og kennir
þar sellóleik og kammertónlist.
Gísli Magnússon nam við Tón-
listarskóla Reykjavíkur hjá Rögn-
valdi Sigurjónssyn og Ama Krist-
jánssyni, áður en hann hélt til
Zurich og Róm til náms. Fyrstu op-
inberu tónleika sína hélt hann 1951
í Reykjavík. Síðan hefur hann
haldið fjölda tónleika sem einleik-
ari, og oft komið fram með Sinfon-
íuhljómsveit íslands og í kammer-
tónlist. Vorið 1977 var Gísli ein-
leikari í opnunarhátíð á tónleikum
Listahátíðarinnar í Bergen.
Ókeypissmáar
Skólaritvél óskast!
Óska eftir notaðri skólaritvél.
Upplýsingar í síma 38224.
ísskápur óskast!
Óska eftir notuðum ísskáp.
Upplýsingar í síma 35578.
Félagar í ITC-ífu!
Annar fundur starfsársins verður
haldinn í Sæborg þriðjudaginn 21.
septemberkl. 20,15. Stjómin.
Farsími til sölu!
Til sölu Dancall bílafarsími.
Upplýsingar í síma 95-38208.
Tapað - Fundið!
Þrír hjólkoppar hafa týnst af
Daihatsu fólksbíl. Finnandi haft
samband í síma. Upplýsingar í
síma 35210.
Herbergi til leigu
Til leigu herbergi með afnot af
snyrtingu og eldhúsi ef því er að
skipta. Upplýsingar í síma
35575 á kvöldin.
Til sölu!
Til sölu hjónarúm úr litaðri
furu með náttborðum. A sama
stað til sölu hleðslutæki fyrir
243 kalibera rifftl. Upplýsingar
í síma 36431.
Stórt kringlótt borð fæst fyrir
lítið verð eða gefins. Upplýs-
ingar í síma 35086 frá kl. 10 -
11 þriðjudaga og föstudaga og
frá 1,30 - 2,30 á mánudögum
og fimmtudögum.
Ókeypis smáauglýsingar ná
ekki tO vöru eða þjónustu sem
boóin er í atvinnu- eða hagn-
aóarskyni.
Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna
sem heiðruðu mig á áttrœðisafmœli mínu 5.
september sl. með gjöfum, skeytum og
viðtölum. Þakka hlýhug ykkar og vináttu.
Guð blessi ykkur öll!
Þorvaldur Þorvaldsson.
Scensk gœðavara
á góðu verði
KS bílabúð
Útboð
Hólahreppur óskar eftir tilboðum í byggingu
tvíbýlishúss aö Hólum í Hjaltadal í Skagafjaróar-
sýslu. Brúttóflatarmál húss er 173,8 fermetrar og
brúttórúmmál er 600 rúmmetrar.
Útboðsgögn veróa afhent frá og meó þriðju-
deginum 14. september hjá Verkfræóistofunni
STOÐ sf. Aðalgötu 21 Sauóárkróki gegn 25.000
króna skilatryggingu.
Tilboóum skal skila til Trausta Pálssonar á skrif-
stofu Hólahrepps eigi síóar en kl. 10,45 þrióju-
daginn 28. september 1993. Aætluó verklok eru 1.
september 1994.
Hólahreppur
Hólum í Hjaltadal
Slátursala KS
Nú er rétti tíminn til að gera
hagstæð matarinnkaup!
Dilkakjöt í heilum skrokkum ófrosið.
Fitulítið úrvalskjöt 425 kr. pr. kg.
DIA fyrsti flokkur 407 kr. pr. kg.
DIB meöal feitt 372 kr. pr. kg.
DIC feitt kjöt 336 kr. pr. kg.
Frosið sagaö kjöt ca 6% dýrara.
Slög aðeins 100 kr. pr. kg.
Trippasaltkjöt 2500 kr. 9 kílóa fata,
Heilslátur 505 kr. pr. stk.
Dilkalifur 205 kr. pr. kg.
Dilkasvið 250 kr. pr. kg.
Opnunartími frá kl. 10 - 12 og 13 - 17.
Munið pöntunarsímann 35200 (slátursala)
Slátursala KS.