Feykir - 24.11.1993, Page 6
6FEYKIR 41/1993
GRETTISSAGA
Texti: Kristján J. Gunnarss.
Teikningar: Halldór Péturss.
105. Grettir mælti: „Ekki munum við svo fljótt
skilja", og þreif í taumana á hesti Lofits fyrir ffaman
hendur honum.
Loftur mælti: „Ekki fær þú af mér ef ég get á
haldið“. Hann seildist niður með kinnleðrunum og
tók taumana milli hringanna og handa Grettis, heimt-
aði svo fast, að hendur Grettis hmkku niður eftir
taumnum, þar til hann dró af honum allt beislið.
Grettir leit eftir í lófana og sá, að þessi maður
mundi hafa afl í krumlum heldur en eigi. Loftur reið
leið sína til Balljökuls.
106. Grettir fór upp á Amarvatnsheiði og gerði sér
þar skála, fékk sér net og bát og veiddi fiska til mat-
arsér.
Grímur hét maður norólenskur. Hann var sekur.
Af þeim manni keyptu Hrútfirðingar, að hann skyldi
drepa Gretti, og heita honum ffelsi og fégjöfum, ef
hann kæmi því ffam. Hann fór til móts við Gretti og
beiddi hann viðtöku.
Lét Grettir teljast á það, því honum þótti dauflegt
og var mjög myrkfælinn.
10*7
107. Það var einn morgun, er Grímur kom heim
að veiði, að hann gekk inn í skálann og stappaði fót-
um og vildi vita, hvort Grettir svæfi, en hann brá sér
hvergi við og lá kyrr. Saxið hékk uppi yfir Gretti.
Hugsar Grímur nú, að eigi myndi gefast betra færi,
seildist til saxins og tók ofan og brá. I því hljóp Grett-
ir fram á gólfið og greip saxið, í því er hinn reiddi, en
annarri hendi í herðar Grími og rak hann niður.
Hafði hann þá af honum sannar sögur og drap
hann síðan.
106. Maður hét Þórir rauðskeggur. Hann var
manna gildastur og vígamaður mikill, og fyrir það
var hann gerður sekur um allt landið. Þórir í Garði
sendi honum orð, og beiddi hann Rauðskegg fara
sendiferð sína og drepa Gretti inn sterka. Varó þetta
að ráði og sagði Þórir honum, hversu hann skyldi að
fara að vinna á Gretti.
Tindastóll loksins heppinn
með drátt í bikarnum
Tindastólsmenn hafa heppnina
með sér hvað varðar drátt í Bik-
arkeppninni, það er að segja í
karlaflokknum. Strákamir lögðu
1. deildarlið Breiðabliks í síð-
ustu viku í Síkinu í 16-Iiða úr-
slitunum og fá síðan aftur
heimaleik í átta-liða úrslitunum.
Að þessu sinni gegn erfiðari
andstæðingi, úrvalsdeildarliði
Grindavíkur. Tindastóll er hins-
vegar úr leik í meistaraflokki
kvenna í Bikarkeppninni. Stelp-
urnar töpuðu í Grindavik sl.
föstudagskvöld, 56:62.
Það var alls ekki neinn glæsi-
leikur sem Tindastólsmenn sýndu
gegn Breiðabliki sl. miðvikudags-
kvöld. Svo virtist sem hugarfarið
væri ekki í lagi og í fyrri hálfleikn-
um leit helst út fyrir að það væru
gestimir sem léku í efstu deildinni
en ekki heimamenn. Breiðablik
var yfir í hálfleik, 47:41, eftir að
Pálmar Sigurðsson hafði farið á
kostum og skorað m.a. körfu langt
fyrir utan miðju vallarins á síðstu
sekúntunni. Leikurinn var áfram
jafn í seinni hálfleiknum og helst
leit út fyrir að hending réði því
hvom megin sigurinn lenti í lokin.
Tindastólsmönnum tókst þó að
sigra og urðu lokatölur 79:75.
Ómar Sigmarsson skoraði 20 stig
og þeir Róbert Buntic og Láms
Dagur 14 hvor. Pálmar Sigurös-
son skoraði 33 stig fyrir Hauka.
Eflaust verður hart barist í Sík-
inu 5. desember þegar Grindvík-
ingar mæta til leiks í Bikamum.
Leikir Tindastóls og Grindavíkur
hafa ætíð verið jafnir og spenn-
andi. Trúlega minnast margir þrí-
framlends leiks sem ffarn fórhér á
fyrsta ári Tindastóls í Urvalsdeild-
inni. Þann leik vann Tindastóll eft-
ir mikla baráttu. Þá sigraði Tinda-
stóll í leik þessara liða fyrr í vetur,
en yfirleitt hafa þeir þurft að lúta í
lægra haldi fyrir sunnanmönnum.
Tindastólsstrákamir mega þó
ekki vera með hugann við Bikar-
keppnina á næstu dögum, því
framundan em leikir í Vísadeild-
inni. Annað kvöld (fimmtudag)
leikur Tindastóll gegn Haukum í
Hafnarfirði og nk. sunnudags-
kvöld koma síðan KR-ingar í
heimsókn á Krókinn.
Gömlu leiksystkinin Dúddi á Skörðugili og Sigga frá jaðri.
Enn eru ort kveðju-
Ijóð til Dúdda
Sigríóur Friðriksdóttir á
Ytri-Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd, eða Sigga frá Jaðri eins
og hún kallar sig stundum,
kom á ritstjórn Feykis á dög-
unum með kviðling sem varð
til við jarðarför Sigurjóns
Markúsar Jónassonar (Dúdda
frá Skörugili) sem gerð var
síðsumars frá Glaumbæjar-
kirkju.
Sigríður sagði að umgjörð
útfararinnar hefði verið í anda
Dúdda. Hann hefði viljað að
gleði ríkti við útförina og sem
minnst af sorginni vita. Aðeins
Allt eins og blómstrið hefði
verið einn útfararsálma sem
leikinn var í kirkjunni og söng-
urinn verið mikill.
„Þegar Einar tengdasonur
hans bauð okkur að skála í
koníaki á eftir útförinni urðu
þessar vísur til hjá gömlu leik-
systur Dúdda“, sagði Sigga frá
Jaðri.
Hér við Dúdda drekkum skál
í dýrðarveig afkoníaki.
Hann var glöð og göfug sál,
góða drengsins minning vaki.
Sá nam hylla söngsins mál,
sífelltfann hvað mestu varðar.
Kveðjum nú með klökkva í sál
káta soninn Skagafjarðar.
Pólskar Ijóðaþýðingar
frá Geirlaugi
Komin er út hjá Hörpuútgáf-
unni á Akranesi ljóðabókin I and-
ófinu, þýðingar Geirlaugs Magn-
ússonar á úrvali pólskra nú-
tímaljóða ffá þessari öld. Má þar
nefna höfunda eins og Zbigniew
Herbert, Tadeusz Rozewicz,
Wieslawa Szymborska og Ewa
Lipska.
Pólsk ljóðlist minnir um
margt á bronsmynd sem fellir
dimman skugga á malarstíg í
leyndum garði; kraftmikil og
dulúðug í senn; vitnisburður sem
grimmd styrjalda og harðstjóra
hefur ekki tekist að má burt, seg-
tilkynningu ffá útgefanda.
ír í
Ennfremur að þýðingar Geir-
laugs Magnússonar séu verk
skálds, meitlaðar og áræðnar,
ávallt með sínum sérstæða tón.
Þá sé bara að ljúka upp garðshlið-
inu og hver viti nema bronssty tta
lyfti óvænt höfði og máð letrið á
steintöflunum skýrist.
Nústyttistíjólin!
Gott efni sem erindi gæti átt í jólablaó er vel þegið. Þeir lesendur
blaðsins sem luma á slíku eru beðnir að gefa sig fram sem fyrst.
Ekki er nauðsyn að frásögnin, greinin, ljóóiö eóa myndin tengist
jólunum. Skilafrestur er til 10. desember næstkomandi.