Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 8/1994 Loðdýrarækt, laxeldi, sukk og svínarí! „Nú verða menn að finna nýjar byrjanir á ræður sínar", segir Reynir Barðdal loðdýraræktandi sem er sá eini sem staðið hefur af sér öll áföllin og á að baki aldarfjórðungs starf í greininni „Ég er sannfæróur um aö fyrst vió liföum þetta af er loó- dýraræktin komin til aö vera. Nú er meira aö segja mögu- leiki á aö greinin útvegi einhver aukin atvinnutækifæri og bæti upp þann samdrátt sem er á vinnumarkaðnum. En þessi kreppa, sem verió hefúr í loódýraræktinni mörg und- anfarin ár, mátti ekki standa lengur. Ég býst vió aö ef ekki heföi rofaó til á síóasta ári, hefóu loódýrabændur gefist upp í umvörpum á þessu ári. Langlundargeðið var á þrotum, enda þarf aö fara alveg aftur til 1940-’50 til aö finna eitt- hvað sambærilegan samdrátt á markaðnum. Þetta var svo langur tími núna sem markaðurinn var niðri. Vió höfum þurft aó þola sjö mögur ár, en nú em menn bjartsýnir á að ffamundan séu góóir tímar, og þykjast sjá þar ýmiss tákn á lofti“, segir Reynir Baródal loódýraræktandi á Sauóár- króki. Reynir er sá maður er á aö baki lengsta og sam- felldasta starf í loðdýraræktinni á Islandi. Hann er sá eini í greininni sem hefur haldið áfram gegnum þykkt og þunnt, og hann hefur staðió af sér alla þá neikvæóu um- ræóu sem átt hefur sér stað um loódýraræktina á síðustu ámm, enda segir Reynir nú: „Þegar menn hafa reynt aó gera sig gildandi á opinbemm vettvangi, þá hefúr byrjun- in á ræóunum venjulega verið: „Loðdýrarækt, laxeldi, sukk og svínarí“. Nú held ég aó menn verði aó fara aö fínna einhverja nýja byrjun á ræóur sínar. Ég er líka sann- færóur um aó laxeldið á eftir aó koma upp. Kannski þurfa þeir aó skipta um stofn eins og viö geróum?“ Reynir hefur lifaö og hrærst í loðdýraræktinni í aldarfjórðung. Það var sumarið 1969 sem hann hélt til náms í Noregi og í ársbyrj- un 1971 kom Reynir til landsins með dýrin á búið sem stofnsett var hér af hlutafélaginu Loðfeldi, þar sem Adolf heitinn Bjömsson rafveitustjóri var helsti hvatamað- ur og driffjöður. Á þessum tíma voru sjö loðdýrabú í landinu. Búið á Gránumóum viö Sauðár- krók er það eina sem hefur starfað óslitið, og einungis eitt annað bú af þessum sjö er starfrækt í dag, búið Helgadal í Mosfellssveit, en 10 ára hlé varð á starfsemi þess. Reynir segir að sú rúmlega 100% hækkun á minkaskinnum sem varð á síðasta ári og tæplega 200% í refnum, fari einungis í það að styrkja eiginfjárstöðu búanna. í dag fást um 2000 krónur fyrir minkaskinnið, sem sé heldur yfir framleiðsluskostnaði, sem er með vinnu bóndans reiknaður rúmlega 1800 krónur. En verðið hafi farið allt niður í 700 krónur á skinni og þá sjái nú menn hvemig afkoman hafi verið. Skipt um stofn vegna vírussjúkdóms Reynir er með 2200 minka- læður í dag og 65 refalæður. Hann hefur náð að lesa rétt út úr þróun markaðsmála að undan- fömu, verið að fjölga dýmm und- anfarin misseri og er nú kominn með fullnýtta skála eftir að fimm skálar höfðu staðið auðir í nokkur ár. Þegar kreppan byrjaði var hann með 4-5 menn í vinnu, en undanfarin ár hefúr hann þurft að láta eigið vinnuframlag duga. Nú er Reynir byrjaður að ráöa til sín fólk aftur, segist vera með 2-3 meó sér í sumar og ársffamleiðsl- an stefni í 11 þúsund minkaskinn og 300 refaskinn. „Það hafa skipst á skin og skúrir í þessu. Fyrstu árin vom crfið af þeim sökum að stofninn sem við fengum var veikur. Það var í honum vímssjúkdómur, sem skapaði mikil afföll af hvolpum og vanhöld. Yfirdýralæknirkomst að þeirri niðurstöðu að það þýddi ekkert annað en skipta um stofh í landinu. Það var árið 1983 sem menn stóðu frammi fyrir þessu. Þetta var mikil áhætta sem fólst í þessu. Það var spumingin hvort það dygði að sótthreinsa skálana, hvort vímsinn gæti ekki leynst í umhverfinu. Aó auki var mjög kosmaðarsamt að kaupa nýjan stofn. Eg ákvað aó taka áhættuna og um þetta leyti urðu eigenda- skipti á búinu. Ég tók við öllum skuldum Loófelds og félagið var lagt niður. Eigendumir töpuðu þó ekki meira en því sem hlutafjár- eign þeirra nam. Nú, það verður ekki annað sagt en þessi stofnskipti hafi tek- ist ákaflega vel. Við höfum aldrei I>að voru sjö minkabú sem byrjuðu starfsemi 1971. Aðeins eitt búanna hefur verið í stanslausri starfsemi síðan, búið á Gránumóum á Sauðárkróki. Reynir Barðdal hefur náð að lesa í markaðsþróun og hefúr nú fyllt skálana að nýju eftir að flmm þeirra hafa staðið auðir í nokkur ár. síðan orðið vör við þennan víms, og við Islendingar stöndum betur að vígi cn allar aðrar þjóðir í heiminum, sem þurfa að berjast við þennan vímssjúkdóm, í mis- miklum mæli þó. En okkar stofn er hreinn og þaó er vitaskuld auð- lind út affyrir sig“. Stóru mistökin, þegar bannið var sett 1954 Vom þetta mistök landbúnað- arfomstunnar hér á landi að ýta svona mörgum út í loðdýrarækt- ina á síðasta áratug? „Nei, ef að menn em að lcita að einhverri vemlegri skekkju eóa mistökum, þá held ég að stóra skekkjan hafi verið gerð 1954, þegar Islendingum var bannað að stunda loðdýrarækt. Það hafa náttúrlega verið erfiðir tímar þá og menn ekki haft næga fjármuni til að tryggja góða aðstöðu og að- hald fyrir dýrin. Það hefði samt verði réttara að halda áfram meó greinina, en gera kröfur um hluti eins og húsakost og girðingar. Bannið orsakaði það nefnilega að veikþekkingin glataðist, og það er það sem styrkir okkur í dag að vcrkþekkingin er til staðar. Það sem gerðist á síðasta ára- tug var einfaldlega það, að svo óheppilega vildi til að þessi út- þensla greinarinnar átti sér stað á vitlausum tíma. Verðlag á mörk- uðum hafði verði mjög hagstætt árin l984-’86. Þetta em bcstu árin á þessum aldarfjórðungi í grein- inni. Þá er það sem mcnn taka viö sér hér, en útþenslan byrjar einmitt á þeim tíma sem verðin fara að falla. Að auki vom ytri að- stæður ekki hagstæðar í landinu, verðbólga mikil, verkþekkingu skorti og það er kannski lýsandi dæmi fyrir þá skammsýni sem oft hefur ríkt hér í málum, að búin vom sett langt fram til dala, í stað þess að byggja þau sem næst fóð- urstöðvunum. Þetta var allt á sömu hliðina og gat því ekki farið öðmvísi. Búunum hefúr fækkað úr 270 þegar þau vom flest niður í um 70 sem þau em í dag”. Kreppan ekki alslæm En hvað var það sem olli þessu mikla verðfalli? „Það vom margar ástæður fyr- ir því. Má þar nefna slæmt efna- hagsástand í Bandaríkjunum, hlý- indi í Evrópu og óhagstæð tísku- þróun. Þá bætti ekki úr skák þeg- ar náttúruvemdarsamtök fóm að beita sér á móti því að fólk gengi í skinnum af dýmm. En sem bet- ur fer hafa þessir hlutir veriö að breytast að undanfömu. Tísku- sveiflan hefur orðið til okkar, og síðan virðist eins og það sé að koma stór markaður inn í Rúss- landi. Rússar sem áður fram- leiddu mikið inn á þennan mark- að virðist nú vera famir aó kaupa skinn í stómm stíl. Sem betur fór bám menn gæfu til þess að standa við bakið á okk- ur. Þar eiga sérstakan heiður skil- ið stjóm Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, sem hefur ávallt sýnt greininni mikinn skilning, svo og nokkrir alþingismanna okkar. Mér líst vel á framtíð greinarinn- ar núna og kreppan var ekki alslæm. Hún hefur kennt mönn- um að búa betur að sínu og draga úr tilkostnaði eins og mögulegt er. Nauðsynlegt að auka framleiðsluna Ég held að þeir sem stunda greinina í dag séu mjög áhuga- samir, enda meðvitaðir um að það þarf að hugsa vel um dýrin og láta þeim líða vel. Það er stór þáttur í því að ná góðri framleióslu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á loó- dýraræktinni. Það er ekki aðeins ánægjan í því að gefa dýrunum og nioka frá þeim, heldur er þetta eins og hvert annað ræktunarstarf, sem er spennandi að fylgjast með hvemig til tekst frá ári til árs. Við fæmm ættbók dýranna inn í tölv- ur og þannig er auðvelt að fylgjast með þessu. Ég hallast að því að það sé nauðsynlegt að auka framleiðsl- una á nýjan leik. Það getur reynst jafnslæmt ef vantar skinn á mark- aðinn og það sé of mikið af þeim. Þú sérð að 1987 var framleiðslan í heiminum 45 milljónir skinna, núna er hún 19-20 milljónir. En mcnn verða að fara skynsamlega í það. Byrja smátt og reyna að hafa tilkostnaðinn sem minnstan. Þaó þarf að byggja þetta sem kjama í kringum fóðurstöðvam- arí', segir Reynir og það virðist cnginn bilbugur á honum í loð- dýraræktinni. Framundan em annasamir tímar í minkabúinu. Fengjitíminn er að byrja og gotió hjá minknum er í lok apríl og byrjun maí.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.