Feykir


Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 23.02.1994, Blaðsíða 3
8/1994 FEYKIR3 Af götunni Ekkert landabrugg í Fljótum Fréttamenn hafa í vetur vart haftundan aðflytjafrettirafbrugg- verksmiðjum sem hafa verið upp- rættar á höfuóborgarsvæðinu og reyndar víðar, en erfiðlega hefur hinsvegar gengið að uppræta ráðslag bruggaranna sjálfra, sem láta ekki segjast, enda er þeim jafhharðan sleppt og þeir liafa viöurkennt brot sín. En það eru fleiri en þeir á suð- vesturhominu sem bendlaóir hafa verió við bruggun. Skagfirðingar hafa t.d. þótt liðtækir vió þá iðju um tíðina, sérlega Fljótamenn og Lýtingar, en reyndar er einn fræg- asti landabruggari landsins kenndur við bæ einn í Sléttuhlíð, Lónkot. I afmælisveislu í vetur barst þessi meinta árátta Fljótamanna í tal. Varð þá Símon Gestsson póst- meistari til að svara fyrir hönd sveitunga sinna. Sagði hann fjarri lagi að Fljótamenn lægju þama í sökinni. „Það hefur aldrei verið tekin bruggverksmiðja í Fljótum, en núna heyrir maður að sé verið að uppræta bruggverksmiðjur út um allt land", sagði hinn vísi maður Símon. Bílastæðavörður ríkisins Helsta áhyggjuefhi skipuleggj- enda 50 ára lýðveldisafmælis á Þingvöllum í sumar, er umferð og bílastæði. Gert er ráó fyrir 20 þús- und bílum á svæðið og hvar á að koma flotanum fyrir? Þjóðhátíðamefnd þarf sem sé að ráða bílastæðavörð á Þingvöll. Þetta þarf að vera maður sem er gjörkunnugur staðháttum, en hann þarf einnig að vera geðprúður og fullur kristilegs jafhlyndis til þess að láta ekki önuga og óþolinmóða íslenska ökumenn æsa sig upp að óþörfu. Nú er ljóst að aðeins er til einn maður í þessu landi sem sameinar fyrmefhda kosti. Sem sé Heimir nokkur Steinsson. En hann er því miður í fullu starfi sem útvarps- stjóri og má því varla vera að því aó sinna bílastæöavörslu í sumar. En þegar þjóðamauðyn krefur, þá verður að grípa til róttækra ráó- stafana. Fjölmargir em hæfir til aó gegna stöðu útvarpsstjóra skamm- laust, en aðeins einn maður er fær um að stjóma umferð á Þingvöll- um 17. júní í sumar, þannig að komið verði í veg fyrir upplausn, slagsmál og árekstra sem myndu rýra álit Islands vemlega í augum tiginna, erlenda gesta. Það þarf sem sé að reka Heimi úr stöðu útvarpsstjóra þannig aó hann verði á lausu í sumar og ráða hann svo sem yfirbílastæðavörð ríkisins á Þingvöllum. (Víkurblaðið) Auglýsið í Fcyki Skagfirðinga- bók komin út Skagiirðingabók ársrit Sögufé- lags Skagfirðinga, 22. árgang- ur er nýkomin út. Þetta er ár- bókin fyrir árið 1993 og varð nokkur dráttur á útkomunni, en til hennar er vel vandað í alla staði eins og jafnan áður. í þessu hefti er að finna mjög svo fróðlega og skemmtilega þætti, um þekkta menn í sögu héraðsins, svo sem Jón Þ. Björnsson frá Veðramóti, sem lengi var kennari og skóla- stjóri á Króknum, og Jón Pálma Jónsson ljósmyndara. Einnig eru þættir um þá sem minna eru þekktir í samtíð- inni, eins og t.d. Lúsa-Finn sýslumann. Þaó er Jón Þorbjöm Magn- ússon sem ritar þáttinn um Jón Þ. Bjömsson og er hann mikill af vöxtum, tæpar 70 blaðsíður. Segir þar allítarlega frá lífs- hlaupi Jóns Þ. Bjömssonar skólastjóra, sem markaði með margháttuðum störfum sínum mikil spor í sögu Sauðárkróks. Er Jón t.d. af mörgum talinn einn merkari fræði- og vísinda- maóur sem alið hefur sinn aldur undir Nöfum, m.a. vegna mannfræðirannsókna sinna. Guðmundur Sigurður Jó- hannsson ættfræðingur skrifar um Jón Þórðarson í Háaskála í Ólafsfirði. Aðalheiður B. Ormsdóttir ritar um Elínu Briem Jónsson og rit hennar Kvennafræðarann. Nefnist þátt- ur sá: ,Að hafa gát á efnahag sínum". Ekki er allt gull Þótt mannlíf sé í heildina gott undir Nöfum, sjálfsagt hátt í það eins gott og það frekast getur orðið í þessum heimi, á það sér sínar skuggahliöar. Hérertd. til minna efnað fólk, sem kannski má telja til fátæklinga, og síðan nokkrir einstæðingar sem í einstæðings- skap sínum geta átt vanda til að gera sig full áberandi í bæjarlífinu, til að mynda þegar þeir reyna að slökkva á einmanakenndinni um stund með því að fá sér dálítið ofan í því. Það em sem sagt ekki allir sem lifa í lífsins lystisemdum hér undir Nöfum, þó að húsaskjól hafi allir og engir séu útigangsmennimir. Það erkannski eins gott, eins mikil og frostin vom á tímabili í vetur, en frosthörkur hafa verið meiri í vet- ur en þekkst hefur lengi hér um slóðir. Og það er þetta með einstæð- ingsskapinn og kuldann og frost- ið. Það rifjar upp minningu hjá pistilritara um atvik sem gerðist fyrir nokkmm ámm. Forsaga þess hefur sjálfsagt verið á þann veg, að einn einstæðinga bæjarins, kannski fleiri, fengu sér í staup- inu. Og það fór fyrir þessum ein- staklingi eins og fleimm, að þeg- ar drykkjan er hafin er ekki svo gott að stoppa við og segja hingað og ekki lengra. Og það var dmkk- ið fram á nótt og nóttin dugói ekki einu sinni til. Þegar leið aó morgni vom vínföng á þrotum og ein- manakenndin varó yfirþyrmandi að nýju. Þá var haldió út á götuna, út í óvissuna, hugsunarlaust. Þetta var köld nótt, frostið svo mikið að það marraði í snjónum á gangstéttunum. Gatan var ein glæra af samanþjöppuðum snjó undan bílaumferðinni. Pistilritari haföi nýrisið úr rekku og var að undirbúa sig fyrir að halda til vinnu, þegar allt í einu er bankað á þvottahúsdymar. Uti á dyrastéttinni stóð maður blár í gegn af kulda. ,JComdu sæll og blessaður vinur. Viltu vera svo vænn að lofa mér að koma aðeins inn fyrir og gefa mér kaffisopa, mér er svo óskaplega kalt. Eg skal ekki dvelja lengi", sagói maður- inn með bænasvip. Jú, það var ekkert sjálfsagðara en aó maður- inn kæmi inn úr kuldanum og fengi kaffisopa. Þaö var einmitt að renna á könnuna. Maðurinn setti sig í eldhús- krókinn og var greinilega mjög feginn að vera kominn inn í híýj- una. Eg hellti í kaffibollann hjá honum og spurði hvort hann vildi ekki brauðsneið með, það væri reyndar ekki til neitt nema bak- aríisbrauð í þetta skiptið. ,Nci, blessaður góði það er fínt að fá bara molasopa", sagði maðurinn. Síðan upphófst smárabb, líklega um daginn og veginn, altént var umræðuefnið ekki merkilegra en það að ég man það ekki. En allt í einu segir maðurinn. „Heyröu áttu nokkuð smá leka?" Nei ég átti víst engan leka og hefði vísast ekki látið hann af hendi hvort eð er ef hann hefði verði til. En það náði ekkert lengra og áfram hélt spjallið, þangað til maðurinn sagði allt í einu upp úr þurru. „Heyn3u hvernig er það, bakiði ekki héma?“. Ég áttaði mig ekki alveg á þessari spumingu fyrst, hélt fyrst að ég hefði gleymt að bjóða honum meðlæti og áréttaði því fyrra boð mitt. „Nei, nei, molasopinn er mér nóg". Og vinurinn stóð við það sem hann hafði sagt. Eftir aö hafa dmkkið nægju sína af kaffinu, stóð hann upp, kvaddi og hélt aft- ur út í morguninn, og marrið und- an skónum hans dó út í morgun- kyrrðinni. Dropi. Samvinnubókin 4% nafhvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirdinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.