Feykir


Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 19/1994 Hættan frá hægri, hægri villan víki! Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Jjórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Af gefnu tilefni Þann 11, maí barst inn um bréfalúgu mína eins og efalaust ykkar annarra bæjarbúa, kosn- ingapési frá Framsóknarflokknum. I opnu þessa pésa ritar oddviti á lista Framsóknarflokksins grein um stöðu hinna ýmsu málaflokka og fer mikinn eins og siður er framsóknarmanna rétt fyrir kosn- ingar. Hálf sannleikur oftast er... I grein þessari reyfar oddvitinn Stefán Logi Haraldsson, að eigin sögn, málin út frá því að nefha bæði jákvæða og neikvæða punkta, en að sjálfsögðu með þeim hætti sem forystumönnum Fram- sóknarflokksins er tamast þótt hann í lok formálans aó grein sinni lofi því að hann muni halda sig við staðreyndir í málinu. I grein sinni fer Stefán Logi, oddviti þeirra framsóknarmanna, svo frjálslega með staðreyndirog sumstaðar með hrein ósannindi, að hjá því verður ekki komist aó taka á þessu máli og leiða hið rétta í ljós. Rangfærsl- ur Stefáns Loga Haraldssonar, eru svo ótrúlegar að þeim verður ekki svarað í einni grein. Manninum virðist ekki vera sjálfrátt. Hér verður lítillega vikið að atvinnu- málum en annað látið bíða um sinn, m.a. aódragandinn að samn- ingi Sauðárkróksbæjar og UMF Tindastóls um framkvæmdir við íþróttavöllinn. SLH skrifar: Fyrir tilstuðlan Dr. Paul Muller og Gunnars G. Schram var bænum boðin þátttaka í stofnun undirbún- ingsfélags um vatnsútflutning frá Sauðárkróki. Hlutur Sauðárkróks- bæjar er um 20% Það rétta er: Um mörg ár hefur Sauðár- króksbær unnið að því að vatnsút- flutningur frá Sauðárkróki yrði að veruleika. Miklu hefur verið kost- að til í rannsóknum svo sem á jarð- vegi og innihaldi vatns auk þess sem vatnsréttindi hafa verið keypt. Þá var á árinu 1990 unnin hag- kvæmnisáætlun varðandi vatnsút- llutning frá Sauðárkróki og var sú áætlun unnin í samstarfi við opin- bera aðila. Þetta leiddi til þess að Dr Muller taldi Sauðárkrók væn- legan kost og varð að samkomu- lagi milli aðila að stofnað var und- irbúningsfélag um vatnsútflutning frá Sauðárkróki. Auk þess sem Sauðárkróksbær leggur ffarn 20% hlutafjár í þessu undirbúningsfé- lagi, lánar bæjarsjóður undirbún- ingsfélaginu þá fjármuni sem þarf til útlagðs kostnaðar sem skiptir milljónum. Þetta hlýtur SLH aö vera fullljóst þótt hann velji þann kost að ganga fram hjá þessu og geta að engu þeirrar vinnu sem bæjarstarfsmenn og bæjarfulltrúar hafa lagt í þetta mál. Slæmt er til þess að vita að fulltrúar Fram- skóknarflokksins skuli ekki meta þetta mál meira en raun ber vitni. Kannske fylgir hugur máli og að framsóknarmenn hafi notað þessa aðferð til að láta uppi hug sinn og skoðun varðandi framgang þessa máls. SLH skrifar: Að frumkvæði Guðmundar Ingólfssonar var stofnað á Krókn- um félag um eldi hlýsjávarfiska. Hitaveitan hefur lagt félaginu lið í formi hlutafjár og annarrar fyrir- greiðslu. Það rétta er: Hitaveita Sauðárkróks hefur lagt fram og lofað hlutafé að upp- hæð 4 milljónir króna, auk þess sem gerður hefur verið samningur við fyrirtækið um afslátt á sölu á heitu vatni. Rafveita Sauðárkróks hefur einnig gert samning við Máka um sölu á rafmagni með verulegum afslætti. Sauðárkróks- bær leigi fyrirtækinu húseignir undir starfsemi fyrirtækisins á mjög hagkvæmum kjörum. Þá hefur fyrirtækinu verið veitt marg- vísleg önnur aðstoó, ekki síst í því bæjaryfirvöld hafa beitt sér við stjómvöld og opinberar stofnanir um eðlilega fyrirgreiðslu. Þessar Undir liðnunt umferðarmál í stefnuskrá framsóknarmanna er gerð tillaga um að endurskoða umferðarmerkingar í bænum og huga að hægri rétti í íbúðar- hverfum. Einnig er lögð rík áhersla á aó gera átak í umferóarmálum bæjarins og koma í veg fyrir hraðaakstur. Tillagan um að huga að breytingum á hægri rétti í íbúðarhverfum varð til blaðaskrifa þriggja lögregluþjóna hér í bænum, þar sem þeir lýsa miklum áhyggjum yfir þessum tillögum. Ég get fullvissað þá og aðra um aö verði það niðurstaðan að þessi breyting stuðli að auknum hraða á safngötum þá verður ekki farið út í slíkar breytingar. Það er í um- ferðarmálum eins og í bæjarmálum staðreyndir viróast hafa farið tfam- hjá bæjarráðsmanni SLH., hvað sem því kann að valda. SLH skrífar: Forráðamenn Loðskinns h.f., fóru þess aó leit að bærinn kæmi inní endurskipulagninu á rekstri fyrirtækisins, sem komið var í al- gjört þrot. Breið samstaða náðist í bæjarstjóm um að bærinn legði fram nýtt hlutafé í töluverðum mæli ásamt því að leggja fyrirtæk- inu lið við skuldasamninga við banka og sjóði. Það rétta er: Á þessu kjörtímabili hefur Sauðárkróksbær Iagt fram 40 millj- ónir á hlutafé í Loðskinn h.f., og gengist í ábyrgðir fyrir fyrirtækið að upphæð 37 milljónir. Á aðal- fundi Loðskinns hf, hinn 13. maí s.l., lýsti Bjami P. Magnússon stjómarformaður, því yfir að ef þessi aðstoö bæjarsjóðs hefði ekki komið til væri fyrirtækið ekki starf- andi í dag. Þá gat Bjami þess aó auk þessa hlutafjárframlags hefði bæjarstjóm beitt sér gagnvart helstu lánadrottnum fyrirtækisins og meó þeirri aðstoð hefði tekist aó ná samningum sem væru einstakir um margt vegna þess sem lána- drottnar hefðu fallist á að fella nið- ur af skuldum. SLH situr í stjóm Loðskinns hf, og sem slíkur veit hann allar staðreyndir í þessu máli þótt hann velji sem fyrr þann kost- inn að segja hálfan sannleikann og gera hlut samstarfsmanna sinna sem minnstan. SLH skrifar: Framsýnir og áhugasamir aðil- ar í bænum stofnuðu hlutafélagið að hættan er frá hægri og gemm við framsóknarmenn okkur fulla grein fýrir því. Það er lögð á það þung áhersla í stefnuskránni aó vinna að því að ná niður umferðarhraða í bænum. Það er því miður staðreynd að hraða- akstur á götum bæjarins er allt of mikill og því þarf að breyta. Ég vænti þess aó lögreglan taki á þessum málum með okkur og því ekki að koma á umferðarviku hér á Sauðárkróki nú í sumar, þar sem lögð verði sérstök áhersla á bætta umferóarmenningu í bænum. Við þörfnumst ekki hægri sveiflu í þessum bæ, það er framsóknar- sveifla sem gildir. Einar Gíslason skipar 7. sæti B- listans. Átak hf, sem starfaði í tvö ár, til eflingar atvinnulítinu í bænum. M.a. hafði félagið framkvæði um uppbyggingu Stjómsýsluhúss í samstarfi viö Héraðsnefnd og Byggðastofnun: Það rétta er: Fyrri setningin er rétt þótt ótrú- legt sé en þó kýs SLH að sleppa því að geta þess að Sauðárkróks- bær og stofrianir voru þátttakendur í fyrirtækinu og lögðu því til á þessum tveimur árum ca eina milljón. Einnig er það rétt að félag- ið hafði frumkvæði að því að Sauðárkróksbær, Héraðsnefhd og Byggðastofnun fóru í uppbygg- ingu stjómsýsluhúss. En SLH vcl- ur sem fyrr þann kostinn að segja ekki rétt frá og getur ekki þeirrar staðreyndar að Sauðárkróksbær hefur með eignarhluta sínum sem er 35% og hlut sínum í eignarhlut Héraðsnefndar lagt fram ríflega helming af kosmaði við bygging- una, eða um það bil 62 milljónir. Nokkur orð um Skjaldarmálið: í umíjöllun sinni um Skjaldar- málið ber SLH meirihluta bæjar- stjómar svo alvarlegum sökum að það hlýtur að vera krafa allra bæj- arbúa að hann geri betur grein fýr- ir ásökunum sínum. Hvað á SLH við þegar hann segir að meirihlut- inn hafi orðið uppvís að óheiöar- legri meðferð á einum mikilvæg- asta atvinnuvegi byggðarlagsins? Hvað á SLH við þegar hann segir að hugsmunir bæjarins hafi algjör- lega verið fyrir boró bomir? Hvaöa pólitísk öfl á Stefán Logi við sem eiga að hafa vilja færa ytirráð at- vinnufýrirtækjanna úr bænum? Hverskonar skætingur cr þetta út í fyrir tækió Dögun hf, sem er í meirihlutaeign utanbæjarmanna og sem veitt hcfur tugum manna at- vinnu undanfarin ár? Hvaða rök em fýrir því að iðnfýrirtæki einsog Steinullarverksmiðjan hf, skuli ekki samkvæmt framsóknarfor- múlunni vera í meirihluta eign heimaaðila. Þegar SLH hefur svar- að þessum spumingum er ég meira en reiðubúinn til að ræöa málefni Tilboð opnuð í holræsi í Túnahverfi K-tak (Knútur) og Vinnuvélar Pálma Friðrikssonar voru með lægsta tilboð í holræsa- lögn í Túnahverfi. Bæjarráð hefúr samþykkt að ganga til samninga við K-tak og vinnu- vélar Pálma Friðrikssonar. Tilboðið hljóðaði upp á 2,722 milljónir og var um 250 þús- undum lægra en tilboó Símonar Skarphéðinssonar og Harðar Olafssonar, en þessi tilboð vom þau einu sem bámst í verkið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3,593 milljónir Skjaldar. Nýr forystumaður Sjálfstæðisllokkurinn hefurhaft forystu fýrir meirihluta bæjarins í átta ár. Þessi ár hafa verið ár ffam- fara og hagstæðrar þróunar í bæn- um á öllum sviðum. Nú er nýr maður í forystu fyrir okkur sjálf- stæðismenn. Jóas Snæbjömsson, umdæmis verkfræðingur vega- geróarinnar. Jónas hefur stjómað rekstri vegagerðarinna á Norður- landi vestra undanfarin 15 ár og þykir rekstur þessa umdæmis til fyrirmyndarogeftirbreytni. Égtel þaö mikinn happafeng, ekki aðeins fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur ekki síður Sauðárkróksbæ að Jónas skuli gefa kost á sér til starfa í bæj- arstjóm. Það sem Jónas tekur að sér er unnið af alúð og samvisku- semi. Látum ekki framsóknar- draum enda í martröð I kosningunum þann 28. maí stendur baráttan um hvor skuli leiða meirihluta bæjarstjómar, Sjálfstæðisflokkurinn eóa Fram- sóknarflokkurinn. Núverandi bæjarstjóri hefur þegar tjáð sig fúsan til samstarfs við meirihluta undir forystu sjálfstæðismanna. Framsóknarflokkurinn stefnir á einlitan hreinan framsóknarmeiri- hluta og boðar allt annað en sam- starf næstu árin. Forystumenn flokksins telja sig hafa mikla möguleika á að geta náð bænum á sitt vald. Valið í kosningunum 28 mai n.k. stendur annars vegar á milli forystu sjálfstæðismanna með Snorra Bjöm Sigurðsson sem bæjarstjóra þar sem áhersla verður lögð á sem breiðasta samstöðu um stjómun bæjarfélasins svo sem ver- ið hefur undanfarin ár. Hinn kost- urinn er einlit hagsmunagæsla framsóknarmanna með einhvem óljósan bæjarstjóra. Viö skulum ekki láta draum SLH og þeira framsóknarmanna rætast - Það yrði martröð fyrir Sauðárkrók. Knútur Aadncgard.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.