Feykir


Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 18.05.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 19/1994 x Hreppsnefndarkosningar á Hvammstanga 28. maí x „Stefnum að byggingu íþróttahúss á tímabilinu" „Helstu stefnuijiál okkar á kjörtímabil- inu er að heQast handa við byggingu í- þróttahúss, sem stefnt yrði að taka í notkun haustið 1997. Þá viljum við gjarnan gera átak varðandi ferðamálin og hyggjumst beita okkur fyrir því að gert verði átak í Kirkjuhvamminum, aðstaða fyrir ferðafólk verði bætt þar. M eru atvinnumálin okkur alltaf hug- leikin. í því sambandi höíúm við t.d. áhuga fyrir byggingu iðngarða og vilj- um beita okkur fyrir því að aðstaða verði sköpuð fyrir nýjan atvinnurekst- ur. M viljum við ljúka viðbyggingu sjúkrahússins sem stendur fyrir dyr- um“, segir Guðmundur Haukur Sig- urðsson efsti maður á G-lista Alþýðu- bandalags og annars félagshyggjufólks á Hvammstanga. Guðmundur Haukur er oddviti núver- andi hreppsnefndar og hefur myndað meirihlutann í hreppsneíhdinni ákjörtíma- bilinu ásamt H-lista, sem nú býður ekki fram. Guðmundur Haukur segir fjárhags- stöðu sveitarfélagsins trausta þrátt fyrir á- föll í atvinnulífinu á síðustu misserum, sem hafi kostað sveitarfélagið mikla fjár- muni miðað við stærð þess. Þannig hafi 10 milljónir glatast vegna nauðasamninga Meleyrar og þá hafi sveitarfélagið lagt 20 milljónir í endurskipulagningu prjónastof- unnar Drífu, með kaupum á húsnæði prjónastofunnar. Guðmundur Haukur Sigurðsson. „Þegar svona hlutir koma upp raska þeir vitaskuld áformum. Þess vegna náð- um við ckki að ljúka við byggingu leik- skólans eins og áformað var. Það ræðst síðan mikið af því hvort við sleppum við áföll í atvinnulífinu, hvort stefnumið okk- ar fyrir þetta kjörtímabil komist í fram- kvæmd, komumst við á annaó borð til á- hrifa í hreppsncfndinni. Þaö hefur verió mjög gott samstarf í hreppsnefndinni. Menn hafa verið sammála í öllum megin- málum og ég vonast til að svo verði áfranf, segir Guðmundur Haukur Sigurðsson. íþróttahús og atvinnumálin Á oddinum hjá L-listanum „Mér sýnist ekki ýkja mikill munur á stefnumálum listanna hér á Hvamms- tanga, jjetta eru mikið til sömu málin hjá okkur. Mð er þó eitt af aðalmálun- um hjá okkur að byggja íþróttahús, eins og var reyndar fyrir síðustu kosn- ingar. Síðan eru vitaskuld atvinnumál- in mjög brýn, en annars er staða sveit- arfélagsins ekki þannig í dag að hún bjóði upp á miklar íramkvæmdir, næstu tvö árin í það minnsta“, segir Mrvaldur Böðvarsson efsti maður á 1- lista frjálslyndra borgara á Hvamms- tanga. Þorvaldur segir skuldastöðu hreppsins erfiða, um 68% af skatttekjum, og sé hún að mestu tilkomin vegna áfalla í atvinnu- lífinu síðustu misserin, nauðasamninga við Meleyri og fjárhagslegrar endurskipu- lagningar saumastofunnar Drífú. L-listinn hefur verið í minnihluta á þessu kjörtíma- bili og að sögn Þorvaldar var það íþrótta- húsmálið sem batt endi á meirihlutavið- ræður 1-listans við önnur framboð eftir síðustu kosningar. „Við vildum ráðast í byggingu íþróttaliúss, en fresta byggingu leikskólans sem þá var reyndar byrjað á. Hinir flokkamir vildu ljúka fyrst byggingu leikskólans, sem reyndar er svo ekki lok- iö enn. Síðan viljum við að forráðamenn Þorvaldur Böðvarsson. Hvammstangahrepps ríði á vaðið með viðræður við aðrar sveitarstjómir hér í sýslunni varöandi sameiningu. Samein- ingin var reyndar kolfelld héma á síðasta hausti, en okkur grunar að viðhorfin séu að breytast, þannig að það sé að myndast cinhver hljómgrunnur fyrir sameiningu“, segir Þorvaldur Böðvarsson af L-lista. Þorvaldur segir L-listamenn stefna að því aó halda sínum tveimur mönnum í hreppsnefndinni. „Þarf að taka til hendinni í atvinnumálunum" „Atvinnumálin verða forgangsmál hjá okkur. Mr þarf að taka til hendinni að okkar mati og fremur lítið verið gert í þeim efhum á kjörtímabilinu. Við mun- um benda á leiðir sem ekki hefúr verið hljómgrunnur fyrir hingaðtil, m.a. hef- ur komið til tals að kaupa skip til að afla aukins hráefhis hingað og auka með því atvinnu tengda sjávarútvegi. Að okkar mati kæmi vel til greina að ef herslumuninn vantaði við fjármögnun kaupa á skipinu mundi sveitarsjóður hlaupa undir bagga“, segir Valur Gunnarsson efeti maður á b-Iista fram- sóknarmanna á Hvammstanga. „Síðan em ferðamálin okkur einnig of- arlega í huga. Ferðamannastraumur hing- að hefur dregist saman síðustu árin og við viljum bregðast við því á einhvem hátt. Okkur finnst vera tími til kominn að laga tjaldstæðin og aðstöðu fyrir feröamenn í Kirkjuhvammi, og viljum að ráðist verði í það verk strax í sumar. Svo eru ýmsir málaflokkar sem minnast mætti á, svo sem æskulýós- og íþróttamál. Mikió hefur ver- ið rætt hér um byggingu íþróttahúss. Við höfum áhuga á að það verði byggt sem fyrst, en það þýðir þó ekkert að ráðast í svo viðamikið verkefni fyrr cn fjárhagsstaða hreppsins liefur verið löguð. Skuldastaðan cr náttúrlega óviðunandi eins og hún er í dag og vinna verður að því að lækka skuldir sveitarsjóðs á næstu ámm, en skuldastaðan er nú komin niður undir hættumörk að mati Byggðastofnunar og félagsmálaráóuneytisins“, segir Valur. Valur Gunnarsson. Aó mati Vals hcfur stjóm sveitarfélags- ins verið fremur ráðvillt og ómarkviss síð- ustu árin og hentistefnan ráðið of mikið feróinni, t.d. megi neíha að loforð sem gef- in vom fyrir síðustu kosningar hafi ekki verið efnd. Það sé ekki ennþá búið að ljúka byggingu lcikskólans sem taka hafi átt í notkun á kjörtímabilinu. Valur segist von- ast eftir að b-listinn fái minnsta að kosti tvö menn kjöma í hreppsnefnd nú. Hann afneitar hinsvegar tengslum við H-listann sem bauð firam við síðustu kosningar og að b-listinn sé myndaður úr rústum hans. Hér sé alveg nýtt fólk á ferðinni. „Kvóta- og útgerðarmál" Eru meðai helstu mála hjá pakkhúslistanum „Helstu baráttumál okkar verða at- vinnumál og mál þeim tengd, svo sein eins og útgerð og kvótamál. Okkur finnst aðrir listar hér hafa gefið kvóta- málunum og útgerðinni lítinn gaum, enda er P-listinn eina framboðið hér á Hvammstanga sem cr skipað sjóinönn- um eða fólki sem hefur komið nálægt útgerð og fiskvinnslu“, segir Arni Svan- ur Guðbjörnsson efeti ipaður á P-listan- um Iramboði sem stofnáð var til efling- ar atvinnu og öryggis. Listabókstafur- inn er dreginn af því að tilurð fram- boðsins var í pakkhúsi kaupfélagsins á Hvammstanga. „I samb'andi við útgerðina og kvótamál- in, finnst okkur ansi blóðugt hvemig skip hafa verið seld héðan á síðustu árum. Héð- an er farinn kvóti upp á 400 milljónir, þó svo að aóilar á Hvammstanga hafi ekki átt alla þessa báta og kvóta, þá hefur honum þó vcrið landað hér til vinnslu. Við höfum líka fullan hug á að beita okkur í ferðamálum og gemm okkur grcin fyrir því að aukinn ferðamannastraumur hingað þýðir aukna atvinnu. Við viljum beita okkur í æskulýðs- og íþróttamálum Árni Svanur Guðbjörnsson. og þannig mætti áfram telja“, sagði Ami Svanur Guðbjömsson. Hann segist hafa góða trú á að P-listinn komi inn manni í kosningunum. Grcinilegan meðbyr sé að finna fyrir framboðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.