Feykir


Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 5
30/1994 FEYKIR5 Vilhjálmur Egilsson alþingismaður: Stöðugleikinn forsenda upp- gangs á landsbyggðinni Sá stöðuglciki sem tekisthefur uö byggja upp á undanfömum áruni er undirstaða framfara á landsbyggðinni. Því er afar mikil- vægt að unnt sé að viðhalda stöð- ugleikanum á næstu ámm og halda verðbólgunni burtu. Lífs- kjörin þurfa að geta batnað í takt við aukna getu atvinnulífsins án þess að verðbólgan sé sett í gang á nýjan leik. Rétt gengi Á síðasta ári tókst að ná smá afgangi í viðskiptum við önnur lönd. Þetta þýðir að ekki var safn- að erlendum skuldum og að þjóð- in lifði ekki um efni fram. Sama er uppi á teningnum á þessu ári og horfltr em á því að á næsta ári geti viðskiptajöfnuður okkar við út- lönd ennþá verið hagstæður. Samhliða þessu er gengi krón- unnar nú bæði iétt skráð og einnig er krónan á virkum gjaldeyris- markaði. Genginu er ekki haldið uppi með handafli eins og tíðkað- ist á ámm áöur. Aukin trú á sjávarút- veg Meðan gengið var vitlaust og umframeyðsla og erlend skulda- söfnun í gangi myndaðist mikió ójafnvægi mifli landsbyggðarinn- ar og höfúðborgarsvæðisins. Inn- flutningsgreinar og þjónustu- greinar sem byggja afkomu sína á mikilli neyslu höfðu mun betri starfsskilyrði en útflutningsgrein- amar þegar gengið var of hátt og þjóðin eyddi um efni fram. Vegna vægis sjávarútvegsins á lands- byggðinni þýddi þetta uppdráttar- sýki í sjávarútvegi og þrýsting á fólksflutninga ffá landsbyggðinni til höfúðborgarsvæöisins. Nú þeg- ar gengið er orðiö rétt skráö og umframeyðslan ekki fyrir hendi hafa útflutningsgreinamar náð jafnri samkeppnisstöðu. Nú er fólk í síauknum mæli farið að leita aftur út á landsbyggðina enda er atvinnuleysi á höfitðborg- arsvæðinu orðið meira vandamál en víða á landsbyggðinni. Reynd- ar hafa mjög athyglisverðir hlutir verið að gerast í sjávarútveginum þar sem háskólamenntaó fólk er í síauknum mæli að hasla sér þar völl og það gefur einmitt góóa vísbendingu um þá auknu trú sem er að koma fram á sjávarútvegi og sjávarútvegsfyrirtækjum. Helsti vandi sjávarútvegsins sem at- vinnugreinar er nú mikill fortíðar- vandi frá fyrri tíð þegar rekstrar- skilyrðin vom ekki í lagi. Fólki verður meira úr peningunum Á undanfömum ámm hefúr al- menningur lagt mikið á sig til þess að ná tökum á efnahagsmál- unum og verja atvinnuna eins og tök vom á. Uthreinsun verðbólg- unnar hefúr líka skilað miklum ár- angri og gert þessa viðleitni miklu auðveldari en annars hefði orðið. Við 1-2% verðbólgustig verður allur rekstur í fyrirtækjum miklu markvissari en þegar verðbólgan er á fleygiferð. Þegar verðbólgan er mikil em stjómendur sífellt að taka vitlausar ákvarðanir í inn- kaupum og skipulagningu og verðlagningu á eigin ffamleiðslu. Spamaðarleiðir í rekstri koma ekki í ljós og hann verður allur miklu óhagkvæmari. Sama á við um rekstur heimilanna. Með stöð- ugleikanum verður fólki svo miklu meira úr peningunum. Fólk veit hvar það stendur og það er ekki í kapphlaupi við verðbólg- una við að kaup ónauðsynlega hluti áður en þeir hækka í verói. A síðustu ámm hefúr reiknaður kaupmáttur launa lækkað og vissulega þurfa flestir að hafa sig alla við til að ná endum saman. En stöóugleikinn í verðlaginu hef- ur komið á móti og að drjúgum hluta til vegið upp lækkun kaup- máttarins. Bati með stöðug- leika Nú er horft fram á betri tíð í efnahag landsmanna. Þá þarf að nota tækifærið og bæta kjörin án þess að verðbólgan fari á ról og án þess að það leiði til umffameyðslu og rangrar gengisskráningar. Það þarf að viðhalda jafnvæginu milli landsbyggðarinnar og höfúðborg- arsvæðisins. Viðvarandi hagvöxt- ur og lífskjarabati getur aðeins byggt á sterkum útflutningsgrein- um og samhliða vexti lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Ef við komumst í gegnum væntanlega uppsveiflu í efnahagslífinu án þess að missa stöðugleikann og jafnvægið milli atvinnugreinanna er mikiö fram- faraskeið framundan á íslandi. Gróskumesta sumar í hálfa öld Mönnum ber saman um að það sumar sem senn er á enda, sé það gróskumesta sem komið hefur lengi. Minnugir bændur þurfa að fara allt aftur til ársins 1939 til að finna aðra eins gósentíð og ríkt hefur undanfama mánuði. Allur gróður hefúr sprottið afburðavel í sumar og grasspretta t.d. verið einstök. Nokkur dæmi eru um að bændur hafi slegið þrjá slátta. Sverrir Magnússon í Efra-Ási í Hjaltadal er einn þeirra. Þegar Feykir var á ferð í Hjaltadalnum á mánudag var Sverrir á slá stykki við þjóðveginn í þriðja sinn. Hann sagði það nauðsynlegt til að losna við sinu af túninu næsta vor. Sverrir rúllaði af þessum eina og hálfa hektara seinna um daginn og fékk 10 rúllur sem þykir sjálfsagt nokkuð gott úr þriðja slætti. Sem dænti um sprettuna má cinnig nefna að grænfóður hefur sprottið það vel í sumar að fengist hafa 15 rúllur af hektaranum eftir mánaðar sprettu. Eigendur gripahúsa á skipulögðum svæðum á Sauðárkróki Bæjarstjórn Sauóárkróks hefur samþykkt aö fresta gildistöku ákvörðunar um bann viö gripahaldi á skipulögóum svæóum bæjarins til 1. júlí 1995. Frestunin er háó því aó gripahúsaeigendur og Sauóárkróksbær verði búnir aó ganga frá samningum fyrir 1. október 1994. Sauöfjáreigendur fá þó framangreindan frest án skilyrða. Sauóárkróki 5. sept. 1994 Bæjarstjóri. Vantar þig aukavinnu, sem þú getur jafnvel unnið heima hjá þér? Hefurðu áhuga á að safna auglýsingum? Ef svo er, hafóu þá samband vió ritstjóm Feykis í síma 35757, eöa í heimasíma ritstjóra eftir klukkan 21 á kvöldin, 35729.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.