Feykir


Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 07.09.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 30/1994 TA l^l^rTee A A Texti: Kristján J. Gunnarss. A A Teikningar: Halldór Péturss. 173. Nú leggjast þeir nióur um kveldið. Og er kom að miðri nóttbraustGrettir um fast Kveiktu þeir þá ljós. Og er til var leyst sýndist fóturinn blásinn og kolblár. Þar fylgdi mikill verkur, svo að hann mátti hvergi kyrr þola og eigi kom honum svefn á auga. M mælti Grettir „Svo skulum vér við búast sem krankleiki þessi, sem ég hefi fengið, mun eigi til einskis gera, því að þetta em gemingar, og mun kerling ætla að hefha steinhöggsins. Mun þetta eigi eitt saman fara og skulum vér vera varir um oss“. 174. Nú er frá því aó segja, að Grettir var svo sjúkur að hann mátti eigi á fætur standa. Sat Illugi yfir honum, en Glaumur skyldi halda vörð. Hann haföi þá enn mörg orð á móti og fór þó út úr skálanum og allnauðugur. Og er hann kom til stiganna, mæltist hann við einn saman og sagði nú, að hann skyldi eigi upp draga stigann. Tók hann nú að syfja mjög og svaf allan daginn. Þennan dag hafði Þorbjöm öngull safnað liði og var á leið til eyjunnar. 175. Þorbjöm kom nú til eyjunnar og sáu þeir, að stiginn var ekki upp dreginn. M mælti Þoibjöm: „Brugöið er nú lagi“, segir hann, „úr því sem vant er, að engir em menn á gangi, enda stendur stiginn þeirra. Má vera, að fleira beri til tíðinda í feið vorri“. Síðan gengu þeir upp á eyna og sáu, hvar maður lá skammt frá uppgangi og hraut fasL Þorbjöm kenndi Glaum og rak sverðshjöltun við eyra honum og bað mannfyluna vakna, - „og sannar- lega er sá eigi vel staddur, er líf sitt á undir þínum trún- aði“. 156. M æpti Glaumur upp sem hann mátti, er hann kenndi mennina. „Geiðu annaöhvort", segir Ongull, „að þú segir oss frá hýbýlum yðmm ella drep ég þig“. Glaumur sagói Grctti sjúkan og að bana kominn, en Elugi sæti yfir honum. Síðan sagði hann allt, hversu til hefði borið með skeinu Grettis. - Ongull mælti: „Hlt er að eiga þræl að einkavin. Margir lögðu illttil hans fyrir sína ódyggð og lömdu hann nálega til óbóta og létu ei staðar numið um sinn. Gunnar Helgi Ólafsson fæddur 21. febrúar 1974 dáinn 26. ágúst 1994 í dag kveðjum við kæran vin okkar, Gunnar Helga. Með hann í hópnum höfúm við fagnað ágöng- um í lífi okkar, upphafi skólagöng- unnar, fermingunni og öðmm tímamótum. Þess vegna er sárt til þess að hugsa aö hann er ekki lengur á meðal okkar. Hann var glaður og góður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðmm. Við munum minnast hans við nýja áfanga í líf- inu, á bekkjarafmælum og á öðr- um samfundum okkar. Við sökn- um hans en við treystum því að honum líði vel. Við kveðjum hann með bænar- orðum sálmsins. Stýr mínufari heim í höjh á friðarlandi, þar mig í þinni gœsku geym, ó, guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Foreldrum og bræðmm, ömm- um og afa og ástvinumöðrum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Bekkjarárgangur 1974, Gagnfræðaskóla Sauðárkróks. Við minnumst meó söknuðu látins vinar og skipsfélaga. Hann dó langt fyrir aldur fram, þvegar lífið var rétt að byrja. Hann var einstaklega góður, hlýr, einlægur og traustur vinur. Starfsfélagi var hann góður og mikilvægur í okkar þrönga félagsskap um borð. Oft kom hann með innskot og athugasemd- ir sem mikið var hlegið að því hann var fúndvís á það broslega og lagði alltaf gott að mörkum með glaðværð sinni. Þannig hugsaði hann um fjölskyldu sína. Okkur hinum kom þaó á óvart hvemig hann á siglingum fýllti klefann sinn með alls konar vömm, sem hann ætlaði að gefa ömmu sinni, foreldmm og bræómm. Anægjustundimar með honum vom margar bæði á sjó og landi, ofan þilja og niðri í lest. Okkur finnst að stundum hefði verió óbærilegt á löngum vöktum í lest- inni ef hann hefði ekki verið þar með sína léttu lund og dugnað. Helgi var harður viö sjálfan sig, ósérhlífinn og því afara vel liðinn urn boró. A sjónum þurfa allir að vinna mikið þegar mikil fiskur er. I löngum túmm, eins og núna í sumar í Smugunni, var hann einn af þeim sem létti lífió og stytti stundimar. Hann var fullur af lífi og í sumar vomm við meó ýmsa Tindastóll í bull- andi fallhættu Eftir afar slakan leik gegn Haukum Tindastóll hafði mögulcika á að tryggja sér sæti í þriðju deUd að ári með sigri á Haukum, er Ilafnarfjarðarliðið kom í heim- sókn sl. sunnudag. Því tækifæri köstuðu Tindastólsmenn frá sér með því að leika aUeitlega, aUa baráttu og Icikglcði vantaði í Uðið, og ljóst er að Tindastólsmenn vcriVa virkilega að taka sig á og gera betur ef sigur á að vinnast í síðasta defldarleiknum, gegn Reyni í Sandgerði nk. laugardag. Tinda- stóU þarf nauðsynlega á sigri að halda tU að tryggja veru sína í dcildinni. Haukamir komu mjög grimmir til leiks og strax á fyrstu mínútunum var sýnt að þeir höfóu mikinn vilja til aó vinna leikinn og eygja þar með möguleika á að halda sér í deildinni. Af sama skapi vom Tindastóls- menn daufir, hreint ekki með, og hver Haukasóknin af annarri leit dagsins ljós. Um miðbik hálfleiks- ins virtist sem Tindastólsmcnn væm að vakna til lífsins og minnstu munaði að þeim tækist að skora úr nokkmm þokkalegum sóknartil- raunum. En það gekk ekki eftir og þess í stað vom það Haukamir sem náðu að koma knettinum í netið upp úr einni af fjölmörgum homspymum sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Gestimir vom áffam betra Iiðið í framtíðardrauma, sem bíða þess að verða uppfylltir. Þess vegna er það svo undarlegt núna aó hann skuli vera farinn dáinn. Og einmitt að hann skuli hafa veikst og dáið með þessum hætti. Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó, œttjörð vors í ystu höfum undirþinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veitni styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hœkkar, Herra, lœgðu vind og sjó. (Jón Magnússon.) Fjölskyldu Helga færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórður Hólm Björnsson, Snægjörn Hólm Björnsson. í nokkrum orðum viljum við minnast látins vinar okkar, Gunn- ars Helga Olafssonar. Við vomm nágranna og vinir í gegnum allan gmnnskólann og vináttan hélst eft- ir að skólagöngu lauk. Frá þessum tíma er margs að minnast og margt var brallað. A gagnfræðaskólaámnum er okkur þaðt.d. minnisstættþegarjólapróf- in hófúst í 9. bckk. I stað lærdóms þetta kvöld tókum við okkur til og rökuðum á okkur hausana. Þegar svo átti að halda í próf þorðum við ekki að láta sjá á okkur kollana svo vió settum klúta yfir klippinguna og þannig mættum við í prófið all- ir þrír og vomm eitir það kallaðir „Rambó-bræður". Helgi var skemmtilegur og seinni hálfleiknum og Tindastóls- menn vom ekki aðgangsharðari upp við mark þeirra í seinni hálfleiknum en þaó, að vart er hægt að tala um eitt einasta Tindastóls-færi í leiknum. Hinsvegar gulltryggöu Haukamir sigurinn undir lokin með öðm marki. Lokatölur urðu því 2:0 fyrir Hauka. Peter Pisanjuk Serbinn í liði Tindastóls fekk að líta rauóa spjald- ið undir lok Ieiksins, fyrir brot á vamarmanni sem var að sleppa í gegn. Peter verður því í leikbanni um næstu helgi. Gunnar Gestsson lék ekki með vegna meiðsla en vonir standa til að hann verði orðinn góður fyrir laugardaginn. Gísli Sigurðsson markvörður Tindastóls var í leikbanni gegn Haukunum og kom Birgir Valgarðsson í hans stað í markið. Birgir stóó fyrir sínu, en því miður verður það sama ekki sagt um flesta félaga hans í liðinu. Nk. laugardag veróur úr því skorið hvort Tindastólsmönnum tekst að forðast fall í 4. deild og em allir stuðningsmenn liðsins sunnan heiða hvattir til að mæta í Sandgerði og hvetja sína menn til sigurs. Tindastóll hefur 15 stig og Reynir, Dalvík og Haukar 14. Haukar eiga heimaleik gegn Hetti og Dalvík gegn Fjölni. Höttur siglir lygnan sjó en Fjölnir berst fyrir sæti í 2. deild. góóur vinur. Hann létti alltaf stundimar og okkur fannst hann alltaf geta gefið af sjálfum sér. Hann vildi allt fyrir alla gera, gat ekki sagt nei vió nokkurri bón, ef hann gat hjálpaö. Þannig var hann við alla, t.d. yngri bræður sína. Fjölskylda Helga var honum dýr- mæt og við vomm alltaf velkomn- ir á heimili hans og eigum þaðan minningar um margar góðar stundir. Við vottum öllum ástvinum hans samúð okkar. Við skulum hugga okkur við það aó allir eiga góðar minningar um hann. Við munum sakna sárt, en Guð gefi mér æðmleysi til aö sætta mig við þaó sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get beytt og vit til að greina þar á milli. Finnurog Sveinn. Kveðja frá vinum Eitt kveðjukvöld við stóðum - á kinnum hreystirjóðum þú áttir œskugjöf- og byggðum höllu háa á himintjaldið bláa; en undir leyndist opin gröf. Svo heyrði ég dauðadóminn, enn dynja heyri ég óminn: „Svo snitta, snitta töf'. Eg geymi margt í minni og mœnifyrsta sinni með veika lund á vinargjöf (Einar Ben.) Vottum fjölskyldu Helga okkar dýpstu samúð. Áki, Ási og Gunnar Andri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.