Feykir


Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 3
35/1994 FEYKIR3 Af götunni Stíllist bóndans Nýlcga birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins viðtal við hjónin í Hátúni í Seyluhreppi Ragnar Gunnlaugsson og Önnu Stefáns- dóttur. Viötalið er bráðskemmti- lcgt og athygli vekur hve sérstak- lega vel þau hjónin svara ýmsum spumingum blaðamanns. Það er t.d.mikill kraftur íþessumorðum Ragnars: „Það em forréttindi að vera í svcitinni, vera vitni að kraftinum í móður jörð og aðstoðarmaður í cilífu undri sköpunarinnar, hver ártíð cr röð kraftaverka. Vorið er stórkostlegast og sauðburðurinn undirstrikar þcnnan bullandi lífs- kraft sem því fylgir. Þá er sárt að þurfa aö sofa. Við höfum á Islandi þessar 60 björtu nætur og þá vil ég helst ekki sofa. Þá vil ég vera úti, yrkja jörðina og annast skcpnur", segir Ragnar. Hlutirnir gerast fljótt Skammt er stórra högga á milli í útgeróinni. Það kom mörgum á óvart þegar þaö spuróist út sl. föstudag að dótturfyrirtæki Skag- firöings hafi keypti Sjóla frá Hafnarfirði. Deginum áður var heilmikil umfjöllun í bæjarblað- inu Fjarðarpóstinum um góó afla- brögð Sjóla, með litmynd á for- síöu, og í opnu blaðsins var viðtal við skipstjórann Guðmund Kjalar Jónsson. Sjóli var að koma úr sjö vikna túr úr Smugunni. Afiabrögðin vom ágæt á köflum í túmum, allt upp í 50 tonn í hali. Sjóli landaði um 327 tonnum af unnum þorski og aflaverðmæti skipsins úr þessari vciðiferð var um 80 milljónir. Skipstjórinn Guðmundur Kjal- ar hefur stundað sjómennsku í ein 35 ár. Hann byrjaði tæplega 14 ára sem messagutti á strandferða- skipinu Esju og ári síðar varð hann háseti á öðm strandferða- skipi, Skjaldbreið. 16 ára gamall fór liann fyrst á vertíð á bát frá Vestmannaeyjum og síðan hefur hann verið á fiskibátum. „Þetta er fcykigott skip og það má segja að sé valinn maður í hvcrju rúmi um borð“, sagði Guðmundur í samtali viö Fjarðarpóstinn. Samvinnuskólanemar á ferðalagi Ncmendur Samvinnuskólans að Bifröst lögðu land undir fót á dögunum og heimsóttu tvö norð- lensk fyrirtæki, laxeldisstöðina Miklalax í Fljótum og Samherja á Akureyri. Samkvæmt heimildum blaösins var hugmyndin mcð þcssari ferð að ncmcndur kynnt- ust ólíkum fyrirtækjum, öðru í fiskeldi og hinu í útgerð. A hinn bóginn liafa þessi fyrirtæki átt misgóðu gengi að fagna. Mikla- lax liefur gengið í gegnum ýmsar hremmingar um árin, en Samherji cr hinsvegar dæmi um fyrirtæki sem liefur átt vclgengni að fagna. Tinná brúuð á einni helgi Brúarsmiðirnir hvíla lúin bein á bökkum Tinnár. Um síðustu helgi byggði 11 manna vinnuflokkur úr Skaga- firði 30 metra langa trébrú yfir Tinná á Nýjabæjarafrétt í Austurdal. Tinná er um 5 kfló- metra fyrir framan kirkjustað- inn Abæ og var síðasti farar- tálminn á leið fram að sæluhús- inu við Hildarsel, sem er þrem kflómetrum fram við Tinná og byggt var fyrir nokkrum árum. Það voru félagar úr Ferðafélagi Skagfirðinga og landeigendur úr Akrahreppi sem unnu að byggingu brúarinnar yfir Tinná. Að sögn Inga Sighvatssonar hjá Ferðafélagi Skagfirðinga var Tinná nokkur farartálmi og kom fyrir að vöxtur hlypi í ána með það skömmum fýrirvara að menn lokuðust af með bíla sína. „Þama fram i Austurdalnum skammt frá sæluhúsinu í Hildarseli eru ákaf- lega fallegar gróðurvinjar, svo- kölluð Fagrahlíð, þar hefur trjógróður fundist í hvað mestri hæð hér á landi. Þama er ótrúlega gróðursælt og stafar það líklega af mikilli veðursæld í dalnum", sagði Ingi. Burðarvirki brúarinnar yfir Tinná er úr svemm rafmagns- staumm og em þeir lcngstu 17 metrar. Brúardekkið cr úr gegn- vörðum unnum viði. Komið var fyrir grótpylsum við stöpla brúar- innar sem cm þrír að tölu, einn út á eyri í ánni. Timbrið var flutt á dráttarvélum og vögnum frá Merkigili og fram að Tinná, og stauramir vom dregnir frarn eyr- amar með ýmsum tilfæringum. Brúin yfir Tinnána er ekki ætl- uð bílum og verður lokuð bílaum- ferð. Að sögn Inga verður unnt að fara yfir hana á tömdum hestum, en aðallega er hún þó ætluð gang- andi fólki. Kostnaður vió brúar- gerðina losar rúma hálfa milljón, efni og vélavinna, en vinnulaun að öðm leyti ekki í þeirri tölu, enda brúin byggð að langmestu leyti í sjálfboðavinnu. Yfirsmiður við brúargerðina var Gísli Frosta- son. Nökkvi af lar vel Veiðar hjá rækjutogaranum Nökkva frá Blönduósi hafa gengið cinstaklcga vel að und- anförnu, en reyndar hafa veiðar skipsins gengið mjög vel á þessu ári að sögn Kára Snorrasonar framkvæmda- stjóra rækjuvinnslunnar Særúnar á Blönduósi. Nökkvi hefúr komið með um 90 tonn að landi í þrem síðustu vciði- fcrðum sínum og er aflaverð- mæti á bilinu 12-15 milljónir úr hverri veiðiferð. Rækjan hefur verið misstór eins og gengur og því mismikið magn sem hefur farið á Japans- markað úr hvcrri veiðiferð. „Við emm ekkert famir að huga að innfjarðarrækjuveiðinni ennþá, enda höfum við nóg hrá- efni til vinnslu á næstunni“, sagði Kári. Unnið hefur verið á tveim vöktum í Særúnu frá því í maí í vor og verður framhald á vaktavinnunni. Um 30 manns vinna í rækjunni hjá Særúnu og alls em um 40 manns á launa- skrá hjá fyrirækinu. Rannsóknarskip Hafrann- sóknarstofnunar hefur að undan- fömu kannað rækjumiðin á Húnaflóa og Skagafirði. Vart varð við mikið magn af rækju inni á fjörðum við Flóann en fiskgengd er fyrir utan og gæti það orðið til að seinka veiðum eitthvað. Vitað er til þess að vel hafi aflast í fyrstu hollum rann- sóknarskipsins á Skagafirói. Reiknað er með að Hafrann- sóknarstofnun gefi út veiðiheim- ildirtil innljarðarrækjuveiðaein- hvem tíma á næstunni. Brúin yfir Tinná er 30 metrar að lengd og smíðuð úr raflínu- staurum og gegnvörðu unnu timbri. Myndir Ingi Sighvats. Leikfélag Sauðárkróks: ÆfirDýrin í Hálsaskógi Leikfélag Sauðárkróks hóf fyrir tveim vikum æfingar á barnaleikritinu Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Frumsýning er ráð- gerð um miðjan nóvember. Leikstjórinn kemur frá Húsa- vík að þessu sinni og heitir Einar Þorbergsson. Um 20 leikarar taka þátt í uppfærslu þcssa vinsæla barna- leikrits og að auki er stór hópur er vinnur að sýningunni. Leik- myndin er unnin af leikhópnum og er bæði flókin og einföld að sögn leikstjórans. Nokkuó vcl mun hafa gengið að þessi sinni að fá leikara til starfa. Forrnað- ur Leikfélags Sauðárkróks er Viðar Sverrisson. Nánar verður vikið að þessu framtaki LS í Fcyki er nær dregur frumsýn- ingu. Þaö er kominn vetur! Hjólbaröaverkstæöiö verður opnaö klukkan 10 á laugardagsmorgun, og virka daga verður það opið kl. 8-18 og lengur eftir þörfum. Flestar stæröir hjólbarða fyrirliggjandi. Nýjung á laugardag! Komdu með notuðu nagladekkin sem liggja í skúrnum hjá þér. Við metum þau og seljum þau fyrir þig gegn sanngjarnri þóknun. Tilboð til fólksb! Umfelgun, jafnvægisstilling, stilling kr. 3500, m/vsk. staðgreitt. 5% staðgreiðsluafsláttur Greiðslukortaþjónusta Verið velkomin! Heitt á könnunni! yririi Æ I M W M sími: 95-35141 Sæmundorgala 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 bílaverksfæði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.