Feykir


Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 35/1994 hagyrðingaþáttur 172 Heilir og sælir lescndur góðir. I síðasta þætti gaf ég í skyn að mig grunaði að vís- an: „sunnlenskar byggðir blasa við allra sjónum'1, væri ættuð úr Borgarfirði. Hef ég nú fengið það staðfcst að höfundurinn sé Jakop Jónsson á Varmalæk. Fyrsta vísan að þessu sinni er eftir Sig- mund Jónsson á Vestara-Hóli í Fljótum og mun hún vera gerð er hann fékk út- borguð ellilaun í fyrsta sinn, samtals 7.771 krónur. Ellinjyrir öllu sá, afmér létti byrði. Föstum launum orðin á, er það mikils virði. Maður sem var að gróóursetja trjá- plöntur fór til Sigmundar og bað hann um sauðatað úr gömlum haug sem hann átti. Var það tilefni næstu vísu. Eigna minna ennþá nýt, er ég bjó héryngri. Glaður sel ég gamlan skít og grœði á tá ogjingri. Þar sem Alþingi Islandsmannsins hef- ur nú nýlega verið sett með hefðbundnum hætti, er tilvalið að rifja upp vísu Bjama frá Gröf sem ort var eitt sinn af slíku til- cfni. / kirkjunni prestur var settur á svið að signa og blessa vort þingmannalið, en þegar hann sá hina syndugu hjörð hann sagði: guð hjálpi þér íslenska jörð. Þorleifur Jónsson er höfundur að næstu vísu. Ungur kvað ég oft við raust, œsku létt var sporið. Komið er í hugann haust, hœtt að dreyma vorið. Svipaður tónn er í næstu vísu Jóns Rafnssonar sem hann mun hafa gert á efri árum. Það sem var er virt að engu, veik þó hjari önd. Mitt er fjarað fyrir löngu fley á mararströnd. Anna Sigurðardóttir frá Straumfirði á Mýmm hefur þetta um málið að segja. Elli íflesm á mér sést, engan frest hún býður. Þrekið brestur það er verst þegar mest á ríður. Næstu tvær vísur held ég að séu eftir Hjörleif Jónsson frá Gilsbakka. Nú er jremur illt í efni, orðið langt til nœsta manns. Fyrir drottins dóm ég stefni djöflinum og þjónum hans. Kristindóminn mikils met ég á margan hátt og jafnvel finn að óvini mína elskað get ég alla nema djöfiilinn. Nú nývcrið kom út í fyrsta skipti nýtt blað, Morgunpósturinn, scrn varð til vegna samruna tvcggja þokka blaða, cr báru nöfnin Prcssan og Eintak. I sjón- varpsviðtali sagði annar ritstjóri þess að nýja blaðið myndi nota það besta frá þeim tvcim blöðum sem það ræki ættir sínar til. Af því tilefni varð til eftirfarandi vísa á Húsavík, og grunar mig að Hreiðar Karls- son fyrrverandi kaupfélagsstjóri muni vera höfundur hennar. Blaðið verður ga’ðum gœtt, gimsteinn sinna vina. Sœkir lygi í aðra œtt illmennskuna í hina. Önnur vísa kcmur hér cftir Hrciðar og er tilefni hennar það að í aprílbyrjun á síð- astliðnum vetri hcimti undirritaður nokkr- ar útigengnar ær af fjalli. Sá er, eins og Hreiðar orðar það, þekktari utanhéraðs fyrir vísnabúskap en sauðfjárrækt. Um sama leyti var að hefjast kosningabarátta og atkvæðasmölun í hinum stærri sveit- arfélögum vegna sveitarstjómarkosninga, og samkvæmt skoðanakönnunum hafði R-listinn gríðarlegt fylgi í Reykjavík. Ljóðavinum búnast best, blessun fylgir þeirri jörð. Og þeir heimta allra jlest sent ekki þekkja sína hjörð. Scgja má að sé að bcra í bakkafullan lækinn að minnast á krata mióað við þá athygli fjölmióla sem þeir hafa haft nú undanfarið. I cinni slíkri frásögn cr minnst á hagræðingu krataráðherra cr varðar stjómun sjúkrahúsmála á Sigluíirði. Að því tilcfni orti Páll Pétursson al- þingismaður svo. Kratastrákur komst á stallinn, Hvati sýndi vinarhót. Nú er Siggi Fanndalfallinn fyrir þeirra siðabót. Næst langar mig að leita til lesenda mcð upplýsingar. Oft rifjast upp fyrir mér partur af vísu sem ég lærói fyrir nokkuð mörgum árum en get nú alls ekki munað hvemig er. Vísan cr hringhenda og held ég að seinni parturinn sé réttur þannig. Fjöldi þrepa fyrr en menn fá að drepast alveg. Þætti mér vænt um að fá upplýsingar frá þeim sem kannaðist við þennan vísupart. Þá cr ekki annað eftir en lokavís- an. Höfundur hennar cr Jensína Pálsdótt- ir, Gröf í Strandasýslu. Þraut er að krafta þurrðinni og þungum ellidofa. Hallaðu aftur hurðinni, hér á aðfara að sofa. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Úrvalsdeildarlið Tindastóls: Tap gegn UMFG og ÍBK Æskusund á Króknum: Skagfirðingar aðrir og USVH í fjórða sæti Tindastóll hefur ekki haft er- indi sem erfiði í tveimur síðustu leikjum sínum í úrvalsdeild körfúboltans sem í vetur kallast DHL-deildin. Andstæðingar Tindastóls í þessum leikjum hafa verið tvö af sterkari liðum dcildarinnar, Grindvíkingar og Keflvíkingar. Tindastólsstrák- arnir hafa engu að síður staðið sig þokkalega í þessum leikjum og í fyrri hálfleiknum gegn Keflvíkingum á sunnudags- kvöldið lék liðið frábærlega. Næsti leikur Tindastóls verður gegn ÍR-ingum syðra annað kvöld, fimmtudagskvöld. IR- ingar hafa á að skipa mjög góðu liði um þessar mundir og verður sú viðureign því eflaust erfið fyrir Tindastólsstrákana. Tindastóll lék þokkalega gegn gríðarsterku liði Grindvíkinga sl. fimmtudagskvöld. Grindavík sigraði í leiknum, scm fram fór suður mcð sjó, með 105 stigum gegn 87. Hinrik Gunnarsson þótti lcika best Tindastólsmanna í lciknum, skoraði 26 stig. Keflvíkingar geróu góða ferð á Krókinn í sunnudagskvöldið og unnu öruggan sigur á heima- mönnum í Tindastóli. Fyrri hálf- lcikurinn var ákaflega jafn og skemmtilegur. Gestimir leiddu með fimm stigum í leikhléi, 52:47, og það var í seinni háfleik scm yfirburðir fyrrum Islands- meistaranna komu í ljós. Strax í upphafi seinni hálfleiks jók IBK muninn í 10 stig, einkum fyrir til- stuölan blökkumannsins í Kefla- víkurliðinu Lennart Bums. Um miðjan hálflcikinn kom síóan slæmur kafli hjá Tindastólsliðinu þar sem munurinn fór í 20 stig. Þessi kafli gerði út um leikinn og það reyndist Keflvíkingum ekki erfitt að innbyrða sigurinn. Loka- tölururðu 110:97. Lennart Bums og Davíð Gris- son vora bcstir í Keflavíkurliðinu. John Torcy var bestur Tindastóls- manna, Hinrik var góóur að vanda og þeir Ómar Sigmarsson og Páll Kolbeinsson drjúgir. Stig Tindastóls: John Torrcy 34, Hinrik Gunnarsson 25, Ómar Sigmarsson 12, Páll Kolbcinsson 12, Sigurvin Pálsson 8, Atli Þor- bjömsson 3, Halldór Halldórsson 2 og Amar Kárason 1. Flcst stig Kcflavíkur skoraðu Lennart Bums 31 og Davíð Grisson 24. Gangur leiksins: 6:2, 11:9, 19:12,22:22,25:28,34:34,43:43, (47:52), 50:58, 57:66, 61:70, 65:79, 67:86, 73:90, 77:91, 79:101 (97:110) Þriggja stiga körfur: Kcflavík 5, Tindastóll 8. Fráköst, Tinda- stóll 34, Keflavík 40. Áhorfendur 400. Dómarar Kristján Möllerog Héðinn Gunnarsson ágætir. Sl. sunnudag var haldið í Sund- laug Sauðárkróks svokallað Æskusund, sundniót fyrir ung- linga 14 ára og yngri. Það var sunddcild Tindastóls scm annað- ist framkvicmd mótsins. Auk sundfólks frá Tindastóli cr kcppti undir merki UMSS voru kcpp- cndur frá USVH, UMSB og HSH. I stigakcppni fclaganna báru Borgfirðingar sigur út býtum, Skagfirðingar urðu aðrir, Snæ- fcllingar þriðju og Vestur-Hún- vctingar urðu að iáta scr fjórða sictið lynda. Sigurvegarar í einstökum grein- um urðu þcssi: 50 m baksund drengja Ragnar Þorsteinss. UMSB, 50 m flugsund stelpna Lilja Ingimundard. UMSS, 50 m bringusund svcina Rúnar Gunnarsson HSH, 50 m brungu- sund meyja Sunna Ingimundard. UMSS, 25 m bringusund hnokka Guðjón Ólal'sson UMSB, 25 m baksund hnáta Hallbcra Eiríksd. UMSB, 100 m bringusund drengja Guómundur M. Guðlaugsson UMSB, 100 m skriðsund telpna Fríóa Dögg Hauksdóttir USVH, 50 m baksund sveina Helgi R. Viggós- son UMSS, 50 m fiugsund mcyja Hciðrún Sigurjónsdóttir HSH, 25 m skriðsund hnokka Guðjón Ólafsson UMSB, 25 m bringusund hnáta Hallbera Eiríksdóttir UMSB, 50 m fiugsund drengir Ragnar Þorsteins- son UMSB, 50 m baksund stelpur Ása Rut Halldórsdóttir UMSB, 50 m skriðsund sveina Hclgi R. Traustason UMSS, 50 m bringu- sund meyja Heiðrún Sigurjónsdóttir HSH, 25 m baksund hnokka Guó- jón Ólafsson UMSB, 25 m skirð- sund hnáta Sigríður I. Viggósdóttir UMSS, 100 m skriðsund drengja Ragnar Freyr I>orsteinsson, 100 m bringusund telpur Jórunn Símonar- dóttir HSH, 50 m fiugsund sveina Birgir Þ Halldórsson UMSB, 50 m baksund meyja Heiðrún Sigurjóns- dóttir HSH, 25 m fiugsund hnokka Guðjón Ólafsson UMSB, 25 m flugsund hnáta Sigríður I. Viggósd. UMSS, 4x25 m boðsund frjálsri að- ferð hnokka sveit HSH, 4x25 m boðsund frj. aðferð hnátur sveit UMSS, 4x50 m boðsund frj. aðferð drengja sveit UMSB, 4x50 m boó- sund frj. aðferð telpna sveit USVH, 4x50 m boðsund frj. aðferð sveina sveit HSH, 4x50 m boðsund frj. að- fcrð meyjar UMSS. Keppt var í þremur gestasund- um. Guðmundur Víðisson HSH sigraði í 24 m bringusundi stráka, Sæunn Adolfsdóttir í 25 m bringu- sundi stelpna og b-sveit UMSB í 4x50 m boðsundi stelpna. Tvö töp gegn KR-ingum í kvennaboltanum Tindastóll tapaði tvívegis fyrir KR-ingum í 1. deild kvenna um helgina. Fyrri leikinn unnu KR-ingar 60:44 og þann síðari 70:59. Tindastólsliðið þótti sýna slakan leik gegn KR-ingum á laugardag.Stelpumar sýndu aftur á móti betri leik 'á sunnudaginum. Byrjunin í leiknum var reyndar slök. Þá komust KR-ingamir í 10 stiga mun og náðu að hanga í þeim mun lengst af leiknum. Á köflum náði þó Tindastóll að minnka þann mun. Staðan í hálfleik var t.d. 32:28 fyrir KR Ásta Óskarsdóttir var stigahæst Tindastólsstúlknanna í leikn- um, skoraði 22 stig, Inga Dóra Magnúsdóttir gerði 18 stig, Kristín Magnúsdóttir skoraði 11 stig, Eygló Agnarsdóttir 4 stig og aðrar minna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.