Feykir


Feykir - 11.01.1995, Qupperneq 8

Feykir - 11.01.1995, Qupperneq 8
11. janúar 1995,2. tölublað 15. árgangur. AMSlýsing í Feyki fer vícAa! gbigib Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið 1 Pottþéttur klúbbur! iW Landsbanki Sími 35300 Mk ís,ands MLJk Banki allra landsmanna Mikil hátíð var á Hvammstanga sl. laugardag þegar haldið var upp á 75 ára afmæli sjúkrahúss- ins á staðnum. Um leið var því fagnað að nýlega var lokið við gagngerar endurbætur og breytingar á húsnæði stofnun- arinnar. Fjöldi fólks var saman- komið til að taka þátt í sam- komu á sjúkrahúsinu af þessu tilefni. Húsið var formlega tekið í notkun aö nýju á þessum tímamót- um og flutt blessun af þeim séra Guðna Þór Olafssyni prófasti og séra Kristjáni Bjömssyni sóknar- presti. Segja má að sjúkrahúsið hafi verið endurbyggt írá grunni. Það væsir því ekki um eldri íbúa II,uti samkomugesta er frignuðu 75 ára afmæli sjúkrahússins og héraðsins sem búa á dvalarheimil- Því að nýtt °8 endurbætt húsnæði stofnunarinnar var tekið inu sem einnig er til húsa í stofh- formlega í notkun Hátíð á sjúkrahúsinu á Hvammstanga: Nýju og endurbættu húsnæði og 75 ára afmæli fagnað uninni né sjúklinga, sem þangað þurfa að koma til lengri og skemmri dvalar. Framkvæmdim- ar hafa kostað 39 milljónir. Einnig eru hafhar framkvæmd- ir við stækkun þjónusturýmis við sjúkrahúsið sem mun gjörbreyta allri vinnuaðstöðu starfsfólks á staðnum. Þar verður eldhús, búr, borðsalur, kapella, líkhús, sjúkra- lyfta og búningsaðstaða fyrir starfsfólk. Fullbúið mun sjúkra- húsið vera með 35 sjúkrarúmum. Að sjúkrahúsinu standa öll sveitarfélög í V.-Hún. auk Bæja- hrepps í Strandasýslu. Fyrir hönd heilbrigðisráðherra mætti á stað- inn Sigfús Jónsson aðstoðarmaður hans og frá landlæknisembættinu kom Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir, sem var læknir á Hvammstanga í allmörg ár. Einnig mættu á staðinn alþingis- mennimir Páll Pétursson og Stef- án Guðmundsson. Mikill fjöldi gjafa barst sjúkra- húsinu í tilefhi afmælisins frá ein- staklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. í stjóm sjúkrahússins eiga sæti: Heimir Agústsson, Egill Gunnlaugsson og Guöni Þór Olafsson skipaðir af héraðsnefhd, Guðrún Benónýsdóttir frá starfs- mönnum og Oddur Sigurðsson skipaður af ráðherra, en hann er jafhffamt formaður. EA. Kvennalistinn boðar til opins fundar „Það er öruggt að við bjóðum fram og það er sóknarhugur í okkur. Við höfum ákveðið að blása tíl opins kvennafundar í næstu viku og þá verður ákveðið hvernig framboðs- málunum verður hagað, en listinn er ekki tilbúinn“, sagði Anna Dóra Antonsdóttir kennari frá Frostastöðum, þegar hún var ynnt eftir framboðsmálum Kvennalist- ans hér í kjördæminu. Anna Dóra sagði að greini- legur sóknarhugur væri meðal kvennalistakvenna í kjördæm- inu og ekki veitti af, þar sem nær útséð væri að konur yrðu ekki í öruggum sætum á fram- boðslistum flokkanna fyrir þingkosningamar. Það væri því kominn tími til þess að Kvenna- listinn kæmi inn manni hér í kjördæminu. Fyrir síðustu þing- kosningar skipaði Guðrún L. Ásgeirsdóttir prestsfrú á Prest- bakka efsta sæti listans í kjör- dæminu. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Ekki velkst í vafa um hver huldu- maðurinn sé Það er uppi í hverjum kjafti í Húnaþingi að „frammari“ sá sem auglýst hefur grimmt í sjónvarpsdagskrárbiaðinu Glugganum á Blönduósi að undanförnu, sé Valdimar Guð- mannsson í Bakkakoti. Fólk virðist í svo mikilli vissu hver þessi huldumaður er að útgef- endur Gluggans hafa algjörlega sloppið við spurningar forvit- inna héraðsbúa. ,,I»að er eins og alfir viti hver þetta er, en við munum aldrei gefa það upp“, sagði Unnar Agnarsson annar útgefanda Gluggans. Valdimar hvorki játar því né neitar að hann sé „ffammarinn“, og seg- ir þetta saklaust, fyrr hafi ver- ið auglýst í blöðum fyrir kosn- ingar. I síðasta Glugga eru tvær aug- lýsingar, á annarri er haldið áfram að fylla út prófkjörseðilinn og bætt þar við tveim nöfnum. Enn vantar nafh Páls Péturssonar á listann og einnig Sverris Sveins- sonar á Siglufirði, en Valdimar í Bakkakoti er einmitt sagður hafa verið einn helsti hvatamaður þess að Elín Líndal var færð upp í þriðja sæti listans á sínum tíma á kostnað Sverris. Uppröðun „frammarans" fyrir fyrstu fjögur sætin lítur sem fyrr út þannig að Stefán er efstur, þá Elín, Magnús Jónsson á Skagaströnd og Herdís Sæmundardóttir á Sauðárkróki. Því næst kemur Valur Gunnars- son á Hvammstanga í fimmta sætinu og Gunnar Bragi Sveins- son á Sauðárkróki í því sjötta. I hinni auglýsingunni er krossapróf, þar sem spurt er hvar Páll Pétursson hafi verið staddur þegar talning fór fram í síðustu þingkosningum, en þá hafi verið Trygginga- miðstöðin hf. Telja má fullvíst að Valdimar í Bakkakoti sé ekki talinn til dýrlinga í herbúðum stuðn- ingsmanna Páls Péturssonar. mikil stemmning fyrirútslitunum í A.-Hún. Var Magnús meðal stuðningsmanna sinna þar, eða meðal framsóknarfólks í Reykja- vík, er spurt í krossaprófinu og sagt að svar muni birtast í næsta Glugga. I sama blaði mun „frammarinn“ væntanlega loka kjörseðlinum og það kæmi ekki á óvart að Páll á Höllustöðum yrói þar neðstur á blaði. Stuðningsmenn Páls Péturs- sonar á Blönduósi og nágrenni telja að þessar auglýsingar hafi fremur þjappað fólki um Pál ffek- ar en hitt og vom glaðhlakkalegir yfir því að við álfabrennu sem ungmennafélagið Vorboóinn gekkst fyrir á þrettándanum, að þar lýsti talverður hópur yfir stuðningi við Pál, en álfabrennan fór einmitt fram í landareign Valla í Bakkakoti. Oddvitinn Kötturinn á Bakka(koti) er til alls vís.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.