Feykir


Feykir - 15.02.1995, Qupperneq 1

Feykir - 15.02.1995, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Sjávarleður hf framleiðir úr fiskroði: Áætlað að starfsemi byrji um mitt ár og veiti átta til tíu manns vinnu Málefni björgunarsveita hafa verið í brennidepli að undanfomu, enda landsmenn þurft talsvert á liðsinni þeirra að halda. Þegar ljósmyndari Feykis var á leið um Gönguskörð um síðustu helgi var hópur úr Skagfirðingasveit að undirbúa æfingu við leit í snjó. Fiskiðjan stefnir á loðnuna , Já við erum mjög bjartsýnir á þennan markað og teljum ótvíræðan styrk í samstarfinu við norska aðilann. Við njót- um þar góðs af sölukerfi fyrir- tækisins sem er öflugt og á móti seljum við þeim tækni- þekkingu þá sem við höfum skapað með þróun á sútun fiskroðs á undanförnum árum“, segir Birgir Bjarnason framkvæmdastjóri Loðskinns, en um síðustu áramót var stofhað á Sauðárkróki hlutafé- Iagið Sjávarleiður hf. Að því standa Loðskinn með 40% eignarhluta og Sauðárkróks- bær og Islenska umboðssalan með sitthvor 30%. Aformað er aó verksmiðja sem vinnur fiskleður taki til starfa á Sauðárkróki um mitt þetta ár. Aætlun gerir ráð fyrir að 8-10 manns starfi viö framleiðsl- una og unnið er að gerð viö- skiptaáætlunar fyrir verksmiðju er framleiðir 200 þúsund fiskleð- ur á ári. Að sögn Birgis í Loðskinni er markaðurinn fyrir fiskleður 98% erlendis eins og gærumarkaðurinn. Gerður hefur verió samstarfssamningur við leðuriðju í Norður-Noregi, Vik- ing Leather í Oksfjord, þekktan aðila í þessum geira sem m.a. hefur tekið þátt í tveim sýning- um í Hong Kong og einni í Pads. Frá árinu 1991 hefur verið unnið að viðamiklu rannsóknar- og þróunarverkefni á vegum Loðskinns í sútun fiskroðs, og þar aðallega verið fengist við sútun hlýra- og steinbítsroðs, en einnig er framleiðsla leðurs úr laxaroði langt komin. Að verk- efninu hafa unnið auk Loð- skinns, Rannsóknarstofhun fisk- iðnaðarins, Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, Iðntækni- stofnun og aflanýtingamefnd. Þá hefur verkefnið hlotið styrk frá Rannsóknarráði ríkisins og framleiðnisjóði landbúnaðarins. Framleiðsla fiskleðursins hófst á síðasta ári og hefur inn- lendi markaðurinn tekið leðrinu ákaflega vel. Sútunarmenn frá Loðskinni hafi í þrígang farið til Noregs til að miðla þekkingu sinni til Viking Lether og sam- eiginlega ætla þessi tvö fyrirtæki að hasla sér völl á heimsmark- aðnum. Salan á tækniþekking- unni hjálpar Sjávarleðri til aó koma undir sig fótum, en á næstu mánuðum munu forráða- menn fyrirtækisins vinna að öfl- un hlutafjár fyrir 15-20 milljónir til að hefja starfsemina. „Við höfúm verið að undirbúa okkur með að taka á móti loðnu til frystingar og gera það með- fram vinnslunni í þessa viku til 10 daga sem ég reikna með að vertíðin standi úr þessu. Þetta fer náttúrlega allt eftir því hvem- ig ástand hennar verður eftir flutninginn frá Grindavík, en við erum búnir að semja við fyr- irtækið Fiskimjöl og lýsi“, segir Einar Svansson. Einar segir að ef það takist sem að er stefnt megi búast við að bæta verði við fólki tímabundið vegna loðnunnar. Frystigeta frystihúsa Fiskiðjunnar er um 100 tonn á sólarhring, en Einar býst ekki við að þörf verði á allri þeiiri fiystigetu. Ákveðið er að Sjóli, frystiskip Skagfirðings fari til Vestmanna- eyja í næstu viku og ffysti loónu fyrir Vinnslustöðina. Sjólinn er kominn á veiðar að nýju eftir að lagfæring fór fram á millidekki skipsins í Hafnarfirði, þar sem vinnslu- og pökkunaraðstaðan var bætL Hlé verður gert á veiðunum meðan loðnufrystingin stendur yfir. Sjóli hefur farið eina veiði- ferð frá áramótum. Skilaði skipið þá 50 milljóna aflaverðmæti og kom einna best frystiskipa lands- ins út úr janúarmánuði. Skagstrendingar fara „ótroðnar slóðir" í snjómokstursmálum: Troða snjóinn á götunum Segja má að umferðin um göt- ur Skagastrandar hafi verið á annarri hæð síðasta mánuð- inn, en bæjaryfirvöld þar gripu til þess ráðs að troða snjóinn fyrir akandi umferð í bænum með snjótroðara í stað þess að moka göturnar. Það er aðeins aðalgatan í bænum sem hefúr verið mok- uð. Að sögn Magnúsar Jóns- sonar sveitarstjóra hefúr þetta fyrirkomulag reynst vel og ljóst að sparast hafa stórar upphæðir í snjómokstri, auk þess sem vafasamt er að tekist hefði að halda bænum eins greiðfærum með því að moka göturnar. „Við teljum okkur líka með þessu móti losna við mikla slysahættu sem fylgir því þegar snjógöng myndast og akandi og gangandi um- ferð lendir saman í sama skurðinum, þar sem skyggni er stundum takmarkað.“ Magnús segir að tilraun hafi verið gerð með þetta fyrirkomu- lag veturinn 1990 þegar mikill snjór kom á Skagaströnd. Hreppurinn hefur yfir að ráða snjótroðara sem strax og snjór- inn mikli kom um miðjan janúar var notaður til að jafna út skafl- ana á götunum og troða niður snjóinn. „Menn hleypa úr breiðu dekkjunum á jeppunum þegar svona mikinn snjór gerir og þeir byrja að keyra slóðina eftir troðarann. Eítir að jeppamir em búnir að fara yfir myndast þessi fína slóó lyrir aðra umferð. Við höfum íbúana með okkur í þessu og aó sjálfsögðu munum við fara í að moka bæinn þegar hlánar og slóðin heldur ekki lengur“, segir Magnús. Mikill snjór er nú á Skaga- strönd og snjóþykktin á götun- um að meðaltali 1-2 metra, fer upp í tvo og hálfan og jafnvel þrjá metra sumsstaðar. „Menn keyra bara ofan á hryggjunum og þetta er eins og að vera í rússibana sumstaðar þar sem hæðarmunurinn er hvað mest- uri‘, segir Magnús sveitarstjóri. —ICTcw^ill hp— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta j/JífTbílaverkstæði Æ Sm\ m "ími:wm-------- Sœm undargöiu 16 Sauöárkróki íax: 36140 Bíloviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.