Feykir


Feykir - 15.02.1995, Síða 3

Feykir - 15.02.1995, Síða 3
6/1995 FEYKIR 3 Allaballar birta framboðslistann Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi vestra samþykkti á fundi sínum sl. sunnudag framboðslista AI- þýðubandalagsins og óháðra, eins og framboð flokksins heit- ir á landsvísu, í kjördæminu við alþingiskosningarnar 8. aprO nk. Ragnar Arnalds skip- ar sem fyrr efsta sæti listans, Sigurður Hlöðversson tækni- fræðingur á Siglufirði er í öðru sæti og Anna Kristín Gunn- arsdóttir bæjarfulltrúi og skipulagsstjóri á Sauðárkróki er í þriðja sætinu. Sem kunnugt er var haldið forval hjá Alþýðubandalaginu í síðasta mánuði. Fyrir forvalið hafði félögum í Alþýðubanda- lagsfélagi Siglufjarðar fjölgað mjög og varð það til þess að Sig- urður Hlöðversson komast upp í annað sætið. Anna hefur engu aö síður ákveðið að taka þriðja sæt- ið og gerði ekki veóur út af hlut- unum á fundi kjördæmisráðsins umhelgina. í fjórða sæti framboóslistans verður Valgerður Jakopsdóttir kennari á Hvammstanga, þá Guðmundur Ingi Leifsson ffæðslustjóri á Blönduósi, Ríkey Anna Kristín Gunnars- dóttir ætlar að taka þriðja sæti listans. Sigurbjörnsdóttir húsmóðir Siglufirói er í 6. sætinu, Hall- grímur Björgvinsson ffamhalds- skólanemi ffá Skagaströnd er í 7. sæti, þá Jón Bjamason skóla- stjóri á Hólum í Hjaltadal, Ingi- björg Hafstað kennari og bóndi Vík Skagafirði og Þorsteinn H. Gunnarsson bóndi á Reykjum A.-Hún. er í heiðurssæti listans, því U'unda. □ Eric Cantona helsta fyrirmyndin Hjá Steindóri Birgissyni frá Siglifirði Fullt nafn: Steindór Birgisson. Fæddur: lO.júlí 1975. Foreldrar: Birgir Steindórsson og Asta Gunnars- dóttir. Systkini: Jónas, Halldór og Þórður. Deild í FNV: Eðlisfrœðibraut. Bifreið: Engin. Þrjú lýsingarorð sem lýsa þér best: Oþolinmóður, ákveðinn og samviskusamur. Hvar finnst þér best að vera: Heima, efmamma er ekki heima. Hvernig líka þér að vera hérna í skóla: Mjög vel. Uppáhaldsnámsgrein: Stœrðfrœði. Hvað finnst þér best við skólann: Stutt frá heimavistinni í skólann. Hvað finnst þér verst við Sauðárkrók: Rokið og miklar vegalengdir. Helstu áhugamál: íþróttir. Uppáhaldsmatur: Plokkfiskur. Besta kvikmynd sem þú hefur séð: Nýtt líf. Hvaða þekktri persónu vildurðu helst kynnast: Pele. Hvað er það versta sem gæti komið fyrir þig: Að ég mundi slasast svo illa að ég gœti ekki stundað íþróttir. Hvað gleður þig mest: Þegar Björn vinur minn Þórðarson fer að tala um skíði. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KS. fásarinn... Hvaða íþróttamann tekurðu þér helst til fyrir- myndar: Eric Cantona. Em félagsvera: Já, en fer eftir því í hvaða félags- skap ég er. Skrítnasti félaginn: Renzo Passaro. Uppáhalds tónlist: Alœta á tónlist. Uppáhalds teiknimyndapersóna: Högni hrekk- vísi. Uppáhalds stjómmálamaðun Eyþór Einarssonfrá Syðra-Skörðugili. Draumatakmark: Fara með KS upp í 3. deild. Lífsregla: Hlusta aldrei á Björn Þórðarson. Hvað mundurðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti: Leggja hana inn í banka og geyma til mögru áranna. Snéri sjálfum Frisinett við í spilagöldrum, 7 ára Ási galdró, er Ásmundur Pálsson frá Siglufirði kallaður í Vest- mannaeyjum Hérna í eina tíð bárust fregnir af mönnum sem brutu af sér hlekki, leystu sig úr handjárnum lög- reglu og gerðu margar aðrar kúnstir sem gjarnan var líkt við galdra. Á sjöunda áratugnum fréttist af ungum Siglfirðingi, af skagfiskum ættum, sem væri að gera það sér til gamans að brjóta af sér handjárn hjá lögreglunni í Reykjavík. Þessi strákur hét Ásmundur Pálsson, sonur Páls hótelstjóra á Hótel Höfn. Ás- mundur þessi, sem um árabil var í sveit hjá föðurbróður sínum, Runólfi á Brúarlandi í Deildardal, er nú meindýraeyðir í Vestmannaeyjum. Nýlega var viðtal við hann í blaðinu Frétt- um í Eyjum þar sem segir meðal annars: Þeir sem hafa séð til Ásmundar sýna leikni sína í töifabrögðum em á því að þar fari sannkallaður galdramaður sem gefi hinum þekktari ekkert eftir. Ásmunudur vill sjálfúr ekki gera mikið úr af- rekum sínum á þessum vettvangi en segist hafa verið töluvert í þessu áður fyrr og varó reyndar lands- þekktur fyrir töfrabrögð sín. „Ég sýndi t.d. í Háskólabíói 1960 fyrir kjaftfullu húsi í tilefni söfhunar vegna sjóslyss og svo aft- ur í Austurbæjarbíói 1964 ásamt 50 íslenskum skemmtikröftum. Ég man eftir því að það skapaðist um- ferðaröngþveiti í miðbænum þeg- ar ég stoppaói þar og ræddi við mann að vestan sem ég kannaðist við. Eftir sýninguna í Austurbæj- arbíói varð ég nokkuð þekktur enda vakti þetta athygli og mikió skrifað um þaó í blöóunum. En ég kom í fyrsta skipti ffarn á Siglu- firði 16 ára. Þá hef ég sýnt í Ólafs- vík, Norðfirði, Aratungu, Kefla- vík, Biskupstungum, Stokkseyri, Eyrarbakka og fleiri stöðum. Ég gerði nú út á þetta á tímabili“, seg- ir Ásmundur sem var fjögurra ára þegar hann lærði fyrsta spilagald- urinn. „Föðurbróðir minn og karlinn hann pabbi voru töluvert í töfra- brögðum og ég hef líklega smitast af þeim. Þegar ég var sjö ára snéri ég hinum heimsffæga Érisinett al- gjörlega við í spilagöldrum. Hann kom og var aó sýna á Siglufirði og pabbi var með hótelið á staðnum. Ég hitti Frisinett og kenndi honum nokkra spilagaldra og hann kenndi mér önnur brögð á móti. Hann var mjög hrifinn af þessu karlinn og hafði gaman af‘. Ásmundur segist einnig hafa fengist við dáleiðslu eins og Frisinett. Hann dáleiddi töluvert á Austfjörðum þegar hann var þar á síldinni. Þetta var helst gert til skemmtunar. Ásmundur segir dá- leiðslu byggjast á því að komast að undirmeðvitundinni og þannig sé hægt að fá ótrúlegustu hlud upp úr fólki, jafnvel það sem fólk veit ekkert um. Hann dáleiddi töluvert eftir aó hann kom fyrst út dl Eyja fyrir rúmum 30 árum en hefur ekkert fengist við það r seinni tíð. Hvaóa augum varstu litinn af fólkiþegar þú varst á kafi í þessu? „Ég man þaö nú ekki. Það hef- ur eflaust verið misjafnt eins og gengur. Einhverjir vom nú smeyk- ir við mig á tímabili. Annars er jretta spuming um æfinguna. Þaö er hún sem skapar meistarann. Þetta er spumingin um að blekkja augaó“, segir Ásmundur Pálsson meindýraeyðir í Eyjum. Öskudagurinn nálgast Vorum að taka upp öskudagsföt og grímur Skagfíróingabúð

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.