Feykir


Feykir - 08.03.1995, Qupperneq 2

Feykir - 08.03.1995, Qupperneq 2
2FEYKIR 10/1995 Það vorar nú senn Alþingiskosningar eru á næsta leyti opna kosningaskrifstofur Hver tilkynningin berst nú af annarri um að framboðin hafí opnað kosningaskrif- stofur sínar. Þannig hafa á síðustu dögum borist tilkynn- ingar frá Kvennalista, Fram- sóknarflokki og Alþýðubanda- lagi um opnun skrifstofa á Sauðárkróki. I tilkynningu frá Kvenna- listanum segir að húsfyllir hafi verið þegar framboðið opnaði kosningaskrifstofú á Sauðáikróki þann 4. mars sl. „Mikill hugur er nú í konum um að nú verði að kjósa konu á þing fyrir kjör- dæmið. Stefhuskráin var kynnt og rætt um helstu baráttumál komandi kosninga sem hljóta að vera launa- og kjaramál meó til- liti til þess gríðarlega launamunar sem er á milli kynjanna. Einnig verða atvinnumálin í brennidepli þar sem mikið atvinnuleysi er viðvarandi hér, sérstaklega hjá konum, en í janúar sl. mældist það um 13%“, segir í tilkynn- ingunni. Kosningaskrifstofa Kvennalistans verður opin viika daga kl. 14-18 og um helgar kl. 14-17. Kosningastýra er Ingileif Oddsdóttir. Framsóknarmenn höfðu sam- band við blaðið og kváðust hafa opnað skrifstofú að Suðurgötu 3 (Framsóknarhúsinu). Þar verður opið ffá klukkan tvö á daginn og firam eftir kvöldi. ,Það er alltaf heitt á könnunni og við hvetjum stuðningsfólk til að líta inn“, sagði Herdís Sæmundardóttir kosningastjóri Framsóknar- flokksins. í gær barst tilkynning frá G- listanum um að framboðió hygðist opna kosningaskrifstofú sína í Villunni nk. laugardag kl. 15,00. Skrifstofan verður opin ffá kl. 13-22 alla daga. M veiður nú á fimmtudagskvöldið al- mennur fundur stuðningsfólks G-listans í Villa Nova þar sem fundarefnið veróur skipulag kosningastarfsins. Meleyri á Hvammstanga: Rækjubátarnir koma með góðan afla Bæði Jöfur og Sigurborgin komu með góðan afla til Hvammstanga eftir helgina tii vinnslu hjá Meleyri. Jöfúr var með 32 tonn sem skipið hafði veitt í Norðurkantinum á sex sólarhringum og Sigurborgin kom með 17 tonn sem veiðst hafði á 4 dögum á Skaga- Qarðargrunninu. ,J>etta er svo sem mjög gott sérstaklega með tilliti til þess að það hafur alltaf verið kolbijálað verður“, segir Guðmundur Sig- urðsson framkvæmdastjóri Mel- eyrar. Þrátt fyrir að hráefnis- öflun hafi gengi misjafnlega að undanfömu hefúr tekist að halda uppi fúllri vinnslu. „Við höfum fyllt upp í annað slagið með ffosinni rækjum sem vió höfum keypt af frystiskipunum", segir Muggur í Meleyri. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er að ljúka störfúm eftir fjöguira ára stjómarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Það er ffóðlegt á slíkum tíma- mótum að skyggnast um og glöggva sig á því hvort núver- andi stjómarflokkar hafi gengið götuna til góðs, við hverju þeir tóku og hverju þeir skila af sér. Hér á best við að nota þeirra eigin orð. Davíð Oddsson sagði þegar hann flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi eftir að Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur tóku höndum saman um stjóm lands- ins. „Við Islendingar búum við betri kjör enflestar aðrar þjóðir. Við höfum brotist frá fátœkt til bjargálna og stöndumst nú sam- anburð við þœr þjóðir sem fremstar standa. Hér hefur verið um sigurgöngu að rœða fyrir ís- lenska þjóð. “ Alþýðuflokkurinn hafði einnig ákveöna skoðun á ástandi þjóðmála á þessum tíma og sagði á forsíðu Alþýðublaðsins m.a: „Arið 1991 er hagstœðara en flesta hefur grunað. “ Þjóðhagsstofnun skoðaði að sjálfsögðu stöðu þessara mála og sagði: „Arið 1991 er á margan hátt hagstœtt ár, og mikil umskipti hafa orðið til hins betra í ajkomu atvinnuveganna, einkum í sjáv- arútvegi og iðnaði, en í þessum greinum er afkoman með því besta sem verið hefur í áratugi. “ Þetta er sá dómur sem þessir aðilar höfðu um viðskilnað ríkis- stjómar Framsóknarflokksins. Það er því ekki rétt að viðskiln- aður ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar hafi verið svo slæmur að þar liggi rót þess slæma ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Því miöur er það svo að nú- verandi stjómarflokkum mistókst að varðveita þann góða ávinning sem áunnist hafði og á margan hátt hefúr ríkisstjómin staðið fyr- ir skemmdarverkum á því vel- ferðarþjóðfélagi sem hér hafði verið byggt upp. Af þcssari stefnu hefur hlotist margvíslegur vandi, svo sem ógnvekjandi fjárhagserfiðleikar einstaklinga og heimila, þar sem skuldir heimilanna vaxa nú um einn milljarö á hverjum þeim mánuði sem þessi ríkisstjóm sit- ur við völd. Atvinnuvegimir hafa ekki far- ið varhluta af þessari stefnu, þar sem heilu starfsgreinamar í ís- lenskum iðnaði heyra nú nánast sögunni til og um 1500-2000 störf í iðnaði hafa tapast á valda- tíma núverandi ríkisstjómar. Islenskur landbúnaður hefur trúlega aldrei staðið frammi fyrir jafnmiklum erfiðleikum og nú. Því miður skorti stjómvöld skiln- ing á að styðja þær stoðgreinar sem komió var á fót til styrktar í sveitum landsins. Ríkisstjómin hefúr bmgðist í því aó treysta gmndvöll sjávarút- vegsins og móta framsækna stefnu í veiðum og vinnslu sjáv- arfangs, þar sem milljarðar em í ónýttum möguleikum. Þegar skrifað hafði verið und- ir kjarasamninga sagði talsmaður vinnuveitenda: „Þetta eru samningar um at- vinnu. “ Staðreyndin er hinsvegar sú að atvinnuleysi á íslandi hefur aldrei mælst meira en í tíð núver- andi ríkisstjómar. Atvinnuleysi á íslandi er mikil uppgjöf og í raun vantrú á möguleikum lands og þjóðar. Atvinnuleysi er ekki að- eins að missa atvinnuna, það er nú notað sem vopn gegn kjara- baráttu launafólks. Launþegum er nú ógnað með því að ná rétti sínum til mannsæmandi launa með uppsögnum og atvinnuleysi og til viðbótar þurfa þeir að fóma kjarabótum sér til handa til aó verja velferðarkerfið. Launamis- réttið er orðið óskaplegt og óá- sættanlegt. Auðhyggjan hefúr ráðið ferð- inni nú um sinn. Þótt fjármagnið sé mikilvægt má réttur þess til arðs aldrei verða meiri en fólksins, það er grundvallarmál. Svona er þá Island í dag eftir fjögurra ára stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks. I komandi alþingiskosningum mun verða tekist á um það hvort það verður Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sem leiða næstu ríkisstjóm. Þar getur þitt atkvæði ráðið úrslitum. Þeir sem nú em ánægðir með stjóm landsins kjósa að sjálf- sögðu Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem vilja breytta stefhu: Traustan grundvöll atvinnu- vegarma. Mannsœmandi laun. Atvinnu í stað atvinnuleysis. Aðgerðir í greiðsluerfiðleik- um heimilanna. Þeir sem þetta vilja eiga sam- leið með Framsóknarflokknum í komandi kosningum. Stefan Guðmundsson. Enn drepast hross LJÓSRITUNARVÉLAR | ^ ) WSM Við önnumst viðgerðir og þjónustu á ljósritunarvélum. 4 » Raftækni Tölvutækni Eigum fyrirliggjandi allar helstu RKS rekstrarvörur fyrir ljósritunarvélar. Borgarflöt 27 • 550 Sauöárkrókur i'Tel: 354-5-36054 • Fax: 354-5-36049 Ný tilfelli hafa komið upp, þar sem grunur leikur á að hross hafi drepist vegna eitrunar frá skemmdu rúllubaggaheyi. Fella þurfti þrjú hross á Hof- stöðum í Viðvíkursveit í síðustu viku og tvo önnur hross í hjörðinni höfðu veikst. Hrossunum á Hofstöðum hafði verið gefið fóóur frá sama framleiðanda og hrossunum 11 sem drápust á Sigríðarstöðum í Fljótum og 5 hrossum sem dráp- ust í hesthúsi á Sauðárkróki. Alitið er að komist hafi verið fyrir eitmnina á Sigríðarstöðum og á Króknum. Alls hafa nú drepist 10 hross í hjörð sem er á fóðrum uppi í Gönguskörðum, fjögur hross drápust fyrir helgina. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, / / Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.