Feykir


Feykir - 08.03.1995, Side 6

Feykir - 08.03.1995, Side 6
6FEYKIR 10/1995 Heilir og sælir lesendur góðir. Þrátt íyrir ýmsa erfiðleika sem tengjast því auma tíðarfari sem ríkt hefur í vetur, renn- ur tíminn sitt skeið og áfram þokast dag- amir einn af öðrum. Þegar þetta er ritað er tími þorrablóta að mestu liðinn. Fyrsta vísan að þessu sinni er gerð við lok einn- ar slíkrar samkomu. Höfundur er Jón Gissurarson bóndi í Víðimýrarseli. Allri burtu víkjum vá, víns ei dreggjar þrjóti. Brátt við hittumst aftur á öðru þorrablóti. Onnur falleg vísa kemur hér eftir Jón. Finnur lundin Ijúfan straum, lífs er blundar garri. Óðs við bundinn er ég taum, ama stundinfjarri. Þá langar mig til að biðja lesendur að gefa mér upplýsingar um höfund eftirfar- andi vísu ef þeir kannast við hana. Oft mig kól á kinnarnar, kuldagjólu sleginn, og í skóla œvinnar aldrei sólarmegin. Eins og margir hafa eflaust heyrt hef- ur verið talsveró umræða nú í vetur um snjóalög á þeim nýja vegarkafla sem tek- inn var í notkun á sl. hausti og liggur um Botnastaðabrekkur hér í mynni Svartár- dals. Tvær næstu vísur segja raunar allt sem segja þarf um stöðu mála í dag á þeim vettvangi. Höfundur er Sigurður Guðmundsson bóndi á Fossum í Svartár- dal. Glöpin snjallir gjörðu stór glitrar á mjallar strenginn. Minnstur halli og mestur snjór má hér kalla fenginn. höndum. Þó vissulega séu í nútímanum til ýmis ráð og betri möguleikar til að bjarga sér út úr slíkum hörmungum heldur en hafa verið þegar eftirfarandi vísa var ort og lýsir hún vel þeim köldu kjömm sem margir fátækir bændur bjuggu við á fyrri hluta þessarar aldar. Höfundur er Bjami Jónsson, áður bóndi á Bollastöðum í Blöndudal. Enn er dapurt út að sjá, allt er hulið hjarni. Hryggum augum horfir á heyjaforðann Bjami. Bráðum yljar okkur mar engum dyljast vorin. Grimmir byljir góunnar gömlu hylja sporin. Það mun hafa verið Rósberg G. Snæ- dal sem orti svo eftir að hafa heyrt kunn- ingja sinn kvarta sáran undan skattheimt- unni. Bág er œvi eljumanns og ekki launin beysin. Obbinnfer til oddvitans eða í ríkismeisinn. Önnur vísa kemur hér sem mun einnig vera eftir Rósberg. Oft við bama agg og suð ergjast manmui og pabbi og heyrnardaujur gerist guð gagnvart okkar kvabbi. Þá er góður kostur að enda þáttinn með vísu eftir Jónas Tryggvason ffá Finnstungu sem mun vera gerð 8. febrúar 1950. Þótt mig ekki þjaki ár þarfei vitna að leita. Eg er orðin iljasár œvigöngu að þreyta. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 27154. Lítill hríðar leiðingur leggur á ferðir hófið. Snjóakistu sneiðingur sníkir mjallar kófið. Þá kemur hér næst vísa sem ég veit að er mörgum kunn. Langar mig til að biðja lesendur og þá kannski helst Skagfirðinga að gefa mér upplýsingar um höfund hennar. Oft hef ég velt fyrir mér hver höf- undur hennar væri og nú fengið þær upp- lýsingar að það muni vera Gísli Bjöms- son áður bóndi á Vöglum í Blönduhlíð. Hér er drengja hópur stór, hér má lengja vöku. Inn ég geng í kvœða kór, kann þó engva stöku. Þegar svo blæs eins og nú hefur gert síðustu mánuði, verður mörgum bóndan- um hugsað til fóðurbirgða fyrir þann bú- pening sem hver og einn hefur undir Bjartari dagur hefúr verið framundan hjá Bjama þegar þessi vísa varð til. Fátœktin ei finnst mér þung, flesta þó hún beygi. Eg á konu og jóðin ung, ég er á gróða vegi. Ein vísa kemur hér enn sem mig minnir að ég hafi heyrt að væri eftir Bjama. Uppfylling efundan bar óska og vona minna, var þá gott að vita hvar vini mátti finna. Veturinn 1952 mun hafa verið erfiður sökum illviðra og snjóa, sérstaklega mun hafa verið mikil ótíð á góunni. Um það leyti mun Gissur Jónsson í Valadal hafa ort þessa laglegu hringhendu. Tindastóll hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina Betri árangur liðsins í vetur en menn dreymdi um í upphafi vertíðar Alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna Samverustund verður á Kaffi Krók miðvikudaginn 8. mars kl. 20,30. Dagskrá: 1. Avarp meó sögulegu ívafi, Anna Dóra Antonsdóttir Kvennalista. 2. Kvennaréttindi/mannréttindi, Herdís Sæmundardóttir Framsóknarflokki. 3. Nýútkomin skýrsla um launamyndun og kynjabundinn launamun, Anna Kristín Gunnarsdóttir Alþýóubandalagi. 4. Lokaorð, Steinunn Hjartardóttir Sjálfstæöisflokki. Anna Sigríður Helgadóttir syngur. Allar konur eru hvattar til aö mæta. Nefndin. Leiðrétting „Ég get varla verið annað en ánægður með þennan leik. Ungu strákarnir stóðu sig al- veg frábærlega og eru að taka við þessu“, sagði Páll Kolbeins- son þjálfari Tindastóls eftir að liðið hafði lagt ÍR-inga að velli sl. fimmtudagskvöld í hörku- leik, einum þeim fjörugasta og skemmtilegasta sem fram hef- ur farið á Króknum. Já, Tinda- stólsmenn geta svo sannarlega verið ángæðir með þennan endi í deildinni, þótt litlu mun- aði að liðið kæmist í úrslita- keppnina. Arangur liðsins heftir verið frábær í vetur og í raun hefði liðið verðskuldað sæti í úrslitakeppninni. Tindastóll og Haukar urðu jöfn í 8.-9. sæti með 22 stig, en Haukar teljast ofar á betri út- komu í innbyrðis viðureignum liðanna. Það fer ekki á milli mála að Tindastóll lék í mun erfiðari riðli en Haukamir. Haukamir fengu t.d. 8 af 22 stigum sínum gegn neðsta liði deildarinnar, Snæfelli, en Tindastóll fékk einungis tvívegis tækifæri til að mæta Stykkishólmsbúum og hlaut því einungis 4 stig þar. Tindastólsliðið lék frábærlega vel í síðasta leik sínum gegn ÍR, en var þó án sinna tveggja styrk- ustu stoða Páls Kolbeinssonar og Hinriks Gunnarssonar sem eiga við meisli að stríða. Leikurinn fór fjörlega af stað, og það voru heimamenn sem vom strax í upphafi ákveðnari og baráttan skein úr andliti Tinda- stólsmanna. Leikurinn var ákaf- lega jafn og skemmtilegur alveg ffá upphafi og góóur körfubolti sem boðið var upp á. Mestu munaði 6-7 stigum á liðunum í fyrri hálfleiknum í sitt hvora átt- ina og í leikhléi var Tindastóll tveim stigum yfir. Heimamenn byrjuðu einnig betur í seinni hálfleiknum en það sama var upp á teningnum og í þeim fyrri, hnífjafn leikur. IR- ingar komust í vandræði þegar John Rhodes fékk dæmdar á sig þrjá tvær villur snemma í seinni hálfleik til viðbótar tveimur sem hann fékk í fyrri hálfleiknum og þessi snjalli leikmaður fékk sína fimmtu villu þegar 12 mínútur voru eftir að leiknum. En barátt- an hélt áfram og ljóst að úrsliún mundi ekki ráðast fyrir en á síð- ustu stundu. Það voru Tinda- stólsmenn sem kláruðu leikinn betur og höfðu öruggan sigur í lokin. Torrey John átti enn einn stórleikinn fyrir Tindastól, en liðsheildin var mjög góð. Sigur- vin lék sinn besta leik í vetur, Amar var sterkur og Lárus hafði góðar gætur á Herbert, þrátt fyrir að sá síðamefndi kæmi út sem besti maður gestanna. Stig Tindastóls: Torrey 37, Sigurvin 16, Lárus 11, Amar 9, Óli Bardal 6 og Baldur Einars- son 2. Langstigahæstur hjá ÍR var Herbert með 32 stig. Þriggja stiga skot: Tindastóll: Tonrey 7, Sigurvin 3, Óli 2. ÍR: Herbert 5, Jón Öm 2. Gangur leiksins: 7:0, 9:9, 15:20, 26:26, 32:26, (37:35), 42:35, 46:45, 53:50, 61:65 , 71:71,76:72 (83:77) J~/Wun/ð efti~J I smáfugl- j I unum! I I I Eitthvað fór samanburðarlest- ur úr skolum á grein Rúnars Kristjánssonar í Undir borginni í síðasta blaði. Þar urðu villur í tveim semingum. I fyrsta lagi á setning í lok annarrar máls- greinar að hljóða svo: Þar sem „buddunnar lífæð í brjóstinu slæf' er ekki að vænta þjóðlegrar hugsunar né skilnings á íslensk- umveruleika. I síðustu línu miðdálks og efstu línum þess afstasta á að standa: Þeir vildu ekki búa við ófrelsi og kúgun og sú afstaða þeirra leiddi til landnámsins eins og það er þekkt úr sögunni. Rúnar og lesendur blaðsins em beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.