Feykir


Feykir - 07.06.1995, Qupperneq 1

Feykir - 07.06.1995, Qupperneq 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Blönduós: Nýir eigendur taka við hótelinu umferðarfræðsla fyrir 5-6 ára börn á Sauðárkróki var mjög vel sótt og eins og sjá má ieynir áhuginn sér ekki. Það er lögreglan, Sauðárkróksbær og Umferðarráð sem standa að fræðslunni, sem fram fór í bamaskólanum fyrir helgina. Fiskvinnslan að stöðvast í lok síðustu viku var gengið frá eigendaskiptum á Hótel Blönduósi og hafa nýir eigend- ur taka við rekstri hótelsins. Hjónin Oskar Húnfjörð og Brynja Ingibersdóttir hafa keypt eignarhlut Asrúnar Ó- lafsdóttur, sem er um 60% hlutafjár. Nafnverð þess eign- arhlutar er rúmar 8 milljónir, en Asrún keypti hann fyrir nokkrum misserum af Sölufé- lagi Austur - Húnvetninga, sem þá dró sig út úr rekstri hótelsins. Óskar Húnfjörð sagði í sam- tali við Feyki að vissulega væri að vænta einhverra breytinga í rekstri hótelsins, sem trúlega færu að sjást með haustinu. „Við munum kappkosta að auka gisti- rými hótelsins, þannig að unnt verði að taka á móti stærri hóp- um til gistingar. Gystirými í dag er fyrir tæplega 40 manns, sem er of lítió. Ferðahópar em allt að 60 manns og fyrir ráðstefnugesti er þetta líka of lítið. Með kaup- um á hótelinu sjáum við einnig fram á möguleika að geta nýtt betur eignir fjölskyldunnar þama í nágrenninu", sagði Óskar Hún- fjörð. Óskar segðist munu beita sér fyrir því að samræmdri stefnu- mörkun í uppbyggingu ferða- þjónstu í héraðinu yrði hraðað. „Ég beitti mér fyrir þessum mál- um þegar ég sat í bæjarstjóm Blönduóss og mun halda því á- fram. Blönduós og sýslan eiga þama mikla möguleika, en það verður að stilla saman kraftana og skipuleggja hlutina. T.d. er mikilsvert að afþreying fyrir ferðamenn verði aukin og þar tel ég að Blönduósbær hafi bmgðst með því að hafa ekki gert gang- skör að byggingu nýrrar sund- laugar. Það er að mínu mati al- gjört forgangsatriði að boðleg sundlaug sé í bænum. Gamla sundlaugin stenst ekki þær kröf- ur", sagói Óskar. Rekstur Hótel Blönduóss hef- ur undanfarin ár verið í jámum, en engu að síður hefur átt sér stað uppbygging í rekstrinum, þar sem úrbætur hafa verið gerð- ar á gistiaðstöðu. Ásrún Ólafs- dóttir íyrrverandi eigandi hótels- ins og hótelstjóri hefur fallist á að starfa með þeim Óskari og Brynju næstu vikur og mánuði, meðan nýir eigendur eru að kynnast þessum rekstri. Það verður rólegt yfir hlutun- um í fiskvinnsluhúsunum á næstunni vegna verkfalls sjó- manna, sem ekki er útlit fyrir að leysist fyrir sjómannadag. Hráefni kláraðist í rækju- vinnslu Hólaness á Skaga- strönd fyrir helgi. Síðasti vinnsludagur í frystihúsum Fiskiðjunnar á Sauðárkróki og Hofsósi í bili var í gær. Rækljuvinnslan Særún á Blönduósi virðist standa best hvað hráefni varðar. Særúnar- menn eiga frosna rækju sem væntanlega endist út næstu viku. Þýski togarinn Europa land- aði 150 tonnum á Sauðárkróki í síðustu viku og það varð m.a. til þess að tókst að halda uppi vinnslu fram á gærdaginn. Vinna í saltfiski og skreió veróur út þessa viku. Rækjan kláraðist hjá Meleyri á Hvammstanga um miðja síð- ustu viku og þar er nú stór hluú vinnuaflsins kominn á atvinnu- leysisskrá. Þessa dagana og trú- lega út næstu viku verður unnió að verkun grálúðu í Meleyri. Fyrirtækið hefur keypt grálúðu af frystitogumm og einnig legg- ur upp hjá Meleyri ein trilla sem hefur verið að fá ágætan afla. 15- 18 manns vinna í fiskvinnslunni hjá Meleyri. Fyrirtækið byrjaói að vinna fisk meó rækjunni sl. vor, og segir Guðmundur Sig- urðsson framkvæmdastjóri að það hafi komið ágætlega út. Nýt- ing á vinnuafli, húsakosti og tækjum hafi batnað. Rækjuvinnslan Dögun á Sauðárkróki er að verða uppi- skroppa með hráefni. Ágúst Guómundsson framkvæmda- stjóri sagðist búast við aó það entist fram í miöja vikuna. Hundar enn óhreinsaðir í Lýtingsstaðahreppi Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps sendi nýlega frá sér kvörtun til yfirdýralæknis. Er kvörtunin fram sett sökum þess að enn hefúr ekki verið lokið við að hreinsa hunda í hreppnum, cn slíkt átti að gcrast sl. haust. Einnig hefur dýralæknir viðkomandi svæðis ekki sinnt því að bólusctja fé á nokkrum bæjum við garnaveiki, en dýra- læknirinn hafði tekið það verk að sér. Bóndi einn í Lýtingsstaðahreppi sagði í samtali við Feyki mikla óánægju í hreppn- um varðandi þetta mál. Elín Sigurðardóttir oddviti sagöi að fram að síðasta hausti hefói aðili úr hreppnum séð um hreinsun hunda, en þar sem vart hafði oróið bráðs smits í hundum í landinu var talið rétt að fela dýralækni hreinsun hundanna. Elín vildi að öðru leyú ekki tjá sig um málið, enda væri hreppsnefndina að vinna aó lausn þess. Brynjólfúr Sandholt yfirdýralæknir sagðist vera búinn að svara bréfi hreppsnefndar og hann mundi ræða við viðkomandi dýralækni. Aðspurður sagði Brynjólfur að það væri afar slæmt ef hundar væru ekki hreinsaðir á sama tíma og æskilegt væri að sú hreinsun færi fram að hausúnu, t.d. í lok sláturúðar. Enn mun vera óhreinsaður tíundi hver hundur í Lýúngsstaðahreppi, og eins og áður segir á þriöja hundrað fjár óbólusett vió garnaveiki. Ekki náðst í Einar Otta Guð- mundsson dýralækni í gær. —KTen^itl lijDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 35519, bílas. 985-31419, fax 36019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta Æl bílaverkstæði sími: 95-35141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 36140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.