Feykir


Feykir - 11.07.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 11.07.1995, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 27/1995 Hugmyndir ingsskóla á Hugmyndir um stofnun skóla á háskólastigi á Sauðárkróki, með útflutningsstarfsemi og söiumennsku sem viðfangs- efni, hefur verið kynnt fyrir Toyota Carina E GL.I. 2000 L.B. ABS, árg. '93, ekinn 47 þús.Verð 1.650.000. Lada 1500 station, árg. '92, ekinn 69 þús. Verð 350 þús.. Upplagður vinnubíll. Nissan Sunny Coupe SGX 1500, árg. '88, ekinn 128 þús. km. Verð 450.000. MMC Galant 2000 turbo, árg. '86, ekinn 125 þús.km. Verð 550.000. Einn með öllu. Subam Justi J 10 4x4, árgerð '87, ekinn 120 þús km. Verð 290.000. Snyrtilegurbíll. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. Borgartúni 8, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. um útflutn- Sauðárkróki Bimi Bjarnasyni menntamála- ráðherra. Stefht er að því að skóianum verði komið á fót haustið 1996 og hann verði rekinn í tengslum við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Það mun vera Þórólfur Gísla- son kaupfélagsstjóri sem vakti máls á þessari hugmynd og er ekki að efa að hún gæti komið til með aó efla ffamleiðsluatvinnu- greinar í héraðinu og nágrenni, en leiðbeinendur koma úr atvinnu- lífmu og væntanlega munu nem- endur vinna að verkefnum í tengslum við framleiðslu- og útflutningslyrirtæki á svæðinu. Fyriihugað er að sníða skólann að skóla með sama viðfangsefni í Heming í Danmörku. Reiknað er með að námið taki tvo vetur, sex mánuði í senn og að nemendur verði til að byija með á bilinu 10- 15 . Talió er að húsnæói sé nægj- anlegt á Sauðáikióki fýrir skólann, og þar horft bæði til bóknáms- hússins og efstu hæðar í Artorgi 1, en þar em ónýttar kennslustofúr. Aurskriður í Gönguskörðum Talsvert hefur verið um það að aurskriður hafi fallið í leys- ingunum Norðanlands að und- anförnu. Aðfaranótt sl. mið- vikudags féll stór skriða í Gönguskörðum skammt vest- an Sauðárkróks, nánar tiltekið við bæinn Heiði. Skriðan er yfir 200 metrar að lengd og vel 80 metrar þar sem hún er breiðust. Mikill framburður fylgdi skriðuhlaupinu sem féll á tún og bithaga. Minni skriða féll þarna skammt frá í hlýj- indunum á dögunum, og skriður hafa fallið á þessu svæði áður, en það er sunnan bæjarhúsa á Heiði og hafa þau aldrei verið í hættu Búi Agnarsson bóndi á Heiði. Að baki hans er stærsti hluti aurskriðunnar. Fólkið á Heiði varö þess ekki vart þegar skrióan féll. Búi Agn- arsson bóndi á Heiði sagði í samtali við blaðamann Feykis aö skriðuföllin nú hefðu ollið miklu tjóni. Um tveir hektarar túns fóru undir aur auk beitar- lands. Lambfé er þama á beit en ekki er ljóst hvort kindur lentu undir skriðunni, en Búi segir féð oft leita skjóls í hvömmunum á neðsta hluta svæðins sem skrið- an féll. Ljóst er að mikið vatn hefúr safnast fyrir uppi í fjallinu, vestan í Tindastóli. Jörö fór ó- frosin undir snjó á síðasta hausti og fannkyngió var mikið í vetur. Enn eru skaflar í hlíðum. Mikið rigndi kvöldið áður og fram á nóttina og hefur það líklega ver- ió dropinn sem fyllti mælinn. Keppnin í 4. deild hálfnuð Tindastólsmenn lcntu í kröpp- um dansi þegar SM kom í heim- sókn á föstudagskvöldið. Hvat- armenn voru mun betri aðilinn í leiknum gegn Magna á Blöndu- ósi en það dugði ekki til sigurs. Neisti vann öruggan sigur á Þrym á Hofsósi. Þetta er það FISKIÐ)AN • SKAGFIRÐINGUR Aðalfundur Skagfirðings h.f. verður haldinn föstudaginn 14. júlí 1995 kl. 16.00 í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans. Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar 2. Arsreikningar lagðir fram til samþykktar 3. Ráðstöfun hagnaðar/taps 4. Tillögur um lagabreytingar a) Breyting á nafni. Tillagan er Fiskiðjan Skagfirðingur b) Breyting á samþykktum vegna nýrra hlutafjárlaga. 5. Kosning stjómar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Akvörðun stjómarlauna. 8. Onnur mál. a) Staðfesting á sameiningu Djúphafs við Skagfirðing hf. Ársreikningar 1994 og tillögur til lagabreytinga liggja frammi á skrifstofu félagsins. Allir hluthafar em hvattir til að mæta. Sjóli HF-1 kemur til Sauðárkróks í fyrsta skipti að morgni þriðjudags 11. júní og verður til sýnis og skoðunar fyrir Skagfirðinga frá kl. 17-22 þann dag. Eftir aðalfundinn verður Málmey SK-1 formlega skírð og er áætlað að sú athöfn hefjist við brottför kl. 18,00. Stjórnin. hclsta sem gcrðist í síðustu um- ferð fyrri hluta keppni í Norður- landsriðli fjórðu deildar. Þegar mótið er hálfiiað hefúr KS fullt hús, 18 stig, TindastóII kcmur næstur með 13, þá Magni með 11, Hvöt með 7, SM og Neisti með 6 stig hvort felag og Þrym- ur er enn án stiga. Það vantaði ekki að Tindastóls- menn fengju nóg af fæmnum til að skora í fyrri hálfleiknum gegn SM og heimamenn á Króknum voru þá mun betri aðilinn. En eins og oft áður gekk erfiðlega að koma boltanum inn fyrir línuna og var staðan í leikhléi 0:0. En það vom síóan gestimir í SM sem tóku öll völd í byrjun seinni hálfleiks og hefðu þá hæg- lega getaó gert út um leikinn. Þeg- ar um 10 mínútur vom liðnar af hálfleiknum sló þögn á áhorfendur þegar SM náði forustunni og útlit- ið var ekki bjart Stungubolti kom inn fyrir vömina og Amar Krist- insson afgreiddi boltann í markið. Um miðjan hálfleikinn náðu síðan Tindastólsmenn að rétta úr kútn- um, einkum Guðbrandur Guð- brandsson. Það var einkaframtak hans sem skóp jöfnunarmarkið. Gubbi lék þá á tvo vamarmenn SM og sendi boltann af ömggi í markió. Þetta gerðist á 23 mínútu hálfleiksins. Síðasti hluti leiksins var algjörlega eign Tindastóls og ekki bætti úr skák fyrir gestina að einum varnarmanna þeirra var vikið af leikvelli. Þegar um 10 mínútur vom til leiksloka átti sér stað misskilningur milli vamar- manna SM. Guðbrandur nýtti sér það, hirti boltann og skoraði. Leik- urinn fjaraði síðan út án þess að nokkuð markvert gerðist og Tindastóll vann því 2:1. Á sama tíma mætti Hvöt Magna á Blönduósi. Að sögn Pálma Sighvatssonar sem dæmi leikinn, var hann mjög opinn og skemmtilegur og eftir fæmnum að dæma hefðu sanngjöm úrslit getað orðið 11:7 fyrir Hvöt. Hvatarmenn vom mun betri aðilinn og óheppn- ir að ná aðeins einu stigi. Það var ótrúlegt hvemig færin fóm forgörðum hjá Hvatarmönn- um strax í upphafi leiksins og þvert gegn gangi leiksins náði Magni fomstunni á 13. mínútu. En það fór þó ekki svo að Hvöt næði ekki að jafna fyrir leikhléið. Það gerði Hörður Guðbjömsson beint úr homspymu. Þar með em mörk- in í leiknum upptalin. Færin fóm öll forgörðum í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 1:1. Neistamenn unnu sinn annan sigur í röð þegar þeir lögðu Þrym á Hofsósi á laugardaginn. Þrymar- ar fengu dauðafæri strax í upphafi leiks, en þá em líka upptalin færi þeirra í leiknum. Neistamenn réðu lögum og lofum á vellinum en Þrymarar vöröust vel. Það var þó ekki langt liðið af leiknum þegar Neisti skoraði sitt fyrsta mark og annað kom um miðjan hálfleikinn. Snemma í seinni hálfleiknum bættu Neistamenn við þriðja markinu og mark númer fjögur og fimm komu síðan með 15 mínútna millibili. Lokatölur urðu 5:0 og skoraði Jón Þór Oskarsson tvö markanna, það fyrsta og þriðja. Reyndar fékk Jón góða aðstoð Þiymara við seinna markiö. Bræð- umir Magnús og Sigmundur Jó- hannessynir frá Brekkukoti sprettu úr spori að vanda og skoruðu sitt- hvort markið og Haukur Þórðar- son hélt áfram uppteknum hætti að nýta vítaspymur sem Nesti fær. Reyndar fiskaði Haukur sjálfur vítið að þessu sinni. Næstu leikir í riðlinum em, SM og Hvöt á Melum nk. fimmtudags- kvöld og á föstudagskvöld mætast Tindastóll og Þrymur á Króknum og líklega Neisti og KS á Hofsósi. En líkur em á aö leiknum verói flýtt. Óháö fréttablaö á Norðuriandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðiid að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.