Feykir


Feykir - 11.07.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 11.07.1995, Blaðsíða 8
11. júlí 1995, 27. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 453 5353 mi Lsla,ndí , „ ■■ ÆmJtk Banki ailra landsmanna Arnar HU-1 seldur frá Skagaströnd Skagstrendingur ætlar að kaupa annað skip í stað Arnars. Skagstrendingur hf. hefur selt frystiskipið glæsilega Arnar HU-1 til Grænlands. Félagið mun áfram eiga Arnar gamla HU-101 og Örvar HU-21 og fyrirhuguð eru kaup á eldra og minna frystiskipi í stað Arnars. Er ákveðið skip í sigt- inu í því sambandi, og standa vonir til að það skip verði komið til Skagastrandar í haust þegar Arnar fer úr landi, að sögn Óskars Þórðar- sonar framkvæmdastjóra Skagstrendings. I tilkynningu frá stjórn fyrirtækisins segir að söluverð Arnars sé mjög ásættanlegt eða nálægt bók- færðu verði skipsins. Með söl- unni hyggst Skagstrendingur lækka skuldir verulega án þess að minnka umsvif felagsins. Með þessum breytingum á skipastóli er gert ráð fyrir að skuldir Skagstrendings lækki um a.m.k. 500 milljónir án þess að kvótastaðan versni. Reiknað er með óbreyttri framlegð þriggja skipa, en afskriftir og vaxta- kosmaður muni lækka um ná- lægt 80 milljónir á ári. Mun þetta gjörbreyta rekstrar- og greiðslu- stöðu félagsins til batnaðar og verður það svigrúm sem fæst nýtt til að lækka skuldir og treysta enn frekar rekstrargrundvöllinn. Amar HU-1 er einn stærsti og fiillkomnasti frystitogari flotans og kom nýr til landsins í desem- ber 1992. Skipið hefur náð mjög góóum árangri á veiðum miðað við þá möguleika sem eru á Is- landsmiðum í dag og má nefna að það var með mesta aflaverð- mæti íslenskra frystiskipa kvóta- árið 1993-94 og fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Hin mikla fjár- festing sem í skipinu felst hefur hinsvegar verið Skagstrendingi mjög íþyngjandi sl. tvö og hálft ár. Frá því ákvörðun var tekin um smíði Amars hefur félagið oröið fyrir skerðingu á þorsk- kvóta sem nemur yfir þrjú þús- und tonnum auk skerðingar í öðrum tegundum. Hefur þetta ásamt lækkandi verðum á sjó- frystum afurðum kippt grund- velli undan rekstri skipsins hjá Skagstrendingi. Það var mat stjórnar félagsins að rekstrar- grundvöllur skipsins yrði ekki tryggður hjá Skagstrendingi í fyrirsjáanlegri ffamtíð. Það er grænlensk/danska stór- fyrirtækið Royal Greenland sem keypti Amar. Fyrirtækið er þaó langstærsta í útgerðar- og fisk- vinnslu á Grænlandi og að mestu í eigu landsstjómarinnar. Það hefur yfir um 10 frystiskip- um að ráða. □ Sjóli, sem verður Málmey SK-1, kemur í fyrsta skipti til Sauðárkróks í dag. Skipið verður til sýnis frá kl. 17 til 22 í kvöld. %Ak\

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.