Feykir


Feykir - 11.07.1995, Qupperneq 3

Feykir - 11.07.1995, Qupperneq 3
27/1994 FEYKIR 3 Feykir í sumarfrí Feykir kemur út degi fyrr en vanalega aö þessu sinni, af sérstökum ástæöum sem lesendur geta eflaust getiö sér til um. Frá og meö þessu tölublaði verður einnig gert smáhlé á útgáfunni, eins og tíðkast hefur hjá Feyki og öðrum héraðsfréttablöð yfir hásumarið. Sökum fámennis á ritstjórn blaðsins er ekki unnt að koma við afleysinga- íyrirkomulagi og því verður svona að vera. Næsta blað Feykis kemur út miðvikudag- inn 23. ágúst næstkomandi. Hvammstangi: Fjölmenni kom á afmælishátíðina staðar er 13. desember, en þann dag 1895 gaf Kristján IX kon- ungur út lög um löggildingu verslunarstaðarins. Heldur var eyðilegt um að litast á Tangan- um þegar þetta gerðist, engin byggð hvorki íbúðarhús né verslunariiús, en fljótlega upp úr þessu hefst útgerð frá staðnum. Fyrstu fimm árin ffá löggildingu Hvammstanga sem verslunar- staðar er þar engin starfsemi. Fyrst til þess að hefja verslun er Guðrún nokkur Ólafsdóttir ekkja sem tók sig til og tjaldaði yfir tóft sem þama var sunnan viö ána og seldi mönnum kaffi og brennivín í kringum skipakomur. Fyrstu íbúðarhúsin á Hvammstanga voru ekki reist fyrr en um aldamótin og upp úr því fer fólk að flykkjast að. Strax á fyrstu árum aldarinnar eru komnar þar tvær verslanir, útibú frá Riis kaupmanni á Borðeyri og Möllersversluninni á Blöndu- ósi. Einnig hafði pöntunarfélag frá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi skotið rótum á Tang- anum. Þama vom því strax þrír aðilar famir að skipta við bænd- ur. Ibúatala Hvammstanga hefur tekið nokkur stökk ffá því fyrsta íbúðarhúsið var reist. Um 1940 vom íbúar orðnir vel yfir 300. Fram á 8. áratuginn unnu íbúar Hvammstanga einkum við þjón- Gestir mættu á ýmsum far- kostum til hátíðarinnar. ustu, í Kaupfélaginu, mjólkur- stöð og sláturfélagi, en fyrst og fremst vom menn þama í alls kyns snöpum, vegavinnu og slíku. Einnig var þar stundaður heilmikill sjálfsþurftarbúskapur. Atvinna var mjög takmörkuð, al- gjört aflaleysi um 1950 við inn- anverðan Húnaflóa olli því að sú lítla útgerð sem stunduð var féll nær alveg niður. Það var ekki fyrr en á 8. áratugnum að fjör- kippur kom í aðflutninga þegar íbúar fóm að gera út á rækju og rækjuvinnsla var sett á stofn í landi. Þá urðu íbúar 600. íbúatal- an hefúr verið stöóug síðustu 10 árin og í dag em íbúar Hvamms- tanga tæplega 700. Hólmfríður Bjarnadóttir fylgir hátíðargestum um söguslóð verslunar á Hvammstanga. íbúar á Hvammstanga, gestir þeirra og brottfluttir Hvamms- tangabúar héldu upp á 100 ára afmæli staðarins í blíðviðri sl. laugardag. Fjölmenni var á Hvammstanga á hátíðardaginn og þátttaka mjög almenn í hátíð- arhöldunum ffá upphafi til enda. Fjöldi fólks tók þátt í gönguferð um söguslóðir verslunar á Tang- anum, sem Hólmffíður Bjama- dóttir leiddi fólk í allan sannleik um. Félagsheimilið var troðfullt um miðjan daginn þegar leik- flokkurinn bauð upp á blandaða dagskrá, Vió búðarboróið hét hún og innihélt eins og nafnið gefúr til kynna ýmislegt úr versl- unarsögu Hvammstanga. Fólk skemmti sér síðan konunglega á svokölluðum eöaldansleik um kvöldið. Þetta var harmonikku- dansleikur með gamla laginu, bekkir meðfram veggjunum og engin borð. Strax og fyrstu ómar nikkunnar bárust yfir salinn fyllt- ist dansgólfið og þannig var það allt ballið. Hinn eiginlegi afmælisdagur Hvammstanga sem verslunar- Unglingalandsmótið á Blönduósi: Búist við fjöri og miklu fjölmenni Það verður mikið að gerast í Húnaþingi um næstu helgi kringum Unglingalandsmót sem þar verður haldið. Fer keppni fram víða í héraðinu og er reiknað með um 4000 manns á svæðið, þar af 1700 kepp- endum. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið sleitulaust síðasta árið og tvö ár eru frá því Valdimar Guðmannsson formaður undirbúningsnefnd- ar lagði inn pöntun um gott veður landsmótshelgina. Auk fjölbreyttrar íþróttakeppni verður ýmislegt tU skemmtun- ar og ástæða er til að hvetja alla unnendur heilbrigðis og útivistar að fjölmenna í Húna- þing um næstu helgi. Vorboðavöllurinn á Bakka- kotsmelum verður helsti vett- vangur mótsins. Þar fer fram mótssetning á föstudagskvöld, sem endar með varðeldi og söng í fjömnni. Frjálsíþróttakeppnin fer þarna fram, einnig fjöl- skylduskemmtun á laugardags- kvöld. Þar verður grillað ofan í mannskapinn og slegið upp balli með hljómsveitinni Upplyftingu sem heldur uppi fjörinu. Mótinu verður slitið á Vorboðavellinum síðdegis á sunnudag. Keppni í körfuknattleik og knattspymu fer fram á Blöndu- ósi, skák og glímu á Skaga- strönd, golfkeppnin veróur á báðum þessum stöðum. Hesta- íþróttimar veröa í Húnaveri og sundkeppnin á Hvammstanga. Að sögn Valdimars Guð- mannssonar hefur í undirbúningi fyrir þetta mót verið miðað nokkuó vió fyrsta unglinga- landsmótið sem haldiö var á Dalvík fyrir þremur ámm. Það mót heppnaðist ákaflega vel. Þá voru keppendur 1000 og um 3000 manns á svæðinu. Valdi- mar reiknar með 1700 keppend- um nú og í samræmi við þá tölu megi búast við 4000 manns á svæðið, en veðrið hefur vita- skuld þar töluvert að segja. S amvinnubókin Hagkvæm ávöxtun í heimabyggð! Nafnvextir 4,85%, ársávöxtun 4,91% Innlúnsdeild

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.