Feykir


Feykir - 11.07.1995, Síða 4

Feykir - 11.07.1995, Síða 4
4FEYKIR 27/1995 Orð í (hagræðingar) belg Gleöilegt er þegar samferða- menn okkar eru áræönir, skiln- ingsrikir og yfirvegaöir og bera hag sinnar sveitar hjarta nær, en best er þó ef þessir postular rétt- lætisins láta svona góöa eigin- leika verða leiðarljós ákvaröana sinna. Lakara er þegar ýmsir háþró- aðir og illskiljanlegir oröaleppar skjóta upp kollinum í ræöu og riti hjá þeim sem eiga að vísa okkur veginn til betri framtíöar, málblóm eins og skilvirkni, hag- ræðingaráform, markaösrann- sóknir, eöa þá markmiðssetning arðsemiskrafna!!! Mér verður oftast þannig vió þegar svona snillirði verða á vegi mínum að ég fæ mjög ónotaleg- an grun í hjartarætumar um að hér sé á ferðinni eitthvað ógeð- fellt og jafnvel ekki heilsusam- legt, eins konar fíflaeítur sem virkar á þann hátt að plöntumar vaxa og vaxa með feikna hraða í smttan tíma, en hafa þá tæmt all- an náttúmlegan kraft úr kerfinu svo sölnun og dauði er óhjá- kvæmilegur. Því set ég þessar hugleiðingar hér að ekki alls fyrir löngu var fullnaður viðskiptasamningur í Borgamesi sem vægast sagt ork- aði tvímælis í mínum huga, en var studdur með skrautlegum hagfræði hugtökum, raunar svo gáfulegum og yfirgripsmiklum að Snorri Sturluson hefði ekki skilið nema brot af þeim, þó hann væri góður íslenskumaður. Nærri aldarfjórðungur er lið- inn síðan ég flutti frá Borgamesi svo ég er ekki fær um að setjast í dómarasæti í þessu máli. Hitt fæ ég ekki skilið að sulturinn sé svo sár í byggðum Borgarfjarðar að leiðtogamir láti véla sig til að selja frumburðarréttinn fyrir baunadisk. Það sem gerðist var að möguleiki til fullvinnslu af- urða héraðsins var keyptur til Reykjavíkur og mun þar verða um alla framtíð. Sárgrætilegast var að enginn virtist vita þetta. „Það bjargast ekki neitt, það ferst, þaðferst. Það fellur um sjálft sig og er ei lengur. Svo fánýtt er vort líf og lítill fengur, að loks er eins og ekkert hafi gerst,----“ Svo kvað Steinn Steinarr, - og gætu þeir sem forvitnir em um frekari spádóma, skoðað nið- urlag kvæðisins. I umræðunni sem fylgdi sölu M.S.B. kom ffarn að fyrirtæki í Reykjavík vildu hugsanlega semja við Kaupfélag Skagfirð- inga um aukna vinnu í Mjólkur- samlaginu á Sauðárkróki. Undir- tektimar vom daufar og eins hitt, aó þessi möguleiki var ekki ræddur upphátt, en þessi fyrir- spum meðhöndluð á líkan máta og í Borgamesi. Sem sagt - ekki áhugi eða möguleikar á að skoöa þetta, þrátt fyrir tæki og þekkingu í slíkri vinnslu, sem þó er til staðar á Sauóárkróki. Þetta vekur mér ugg í brjósti, vegalengdin frá Reykjavík til Borgarness er þrátt fyrir allt meiri en frá Akureyri til Sauðár- Nær „hagræðingin“ í mjólkuriðnaðinum til Mjólkursam- lags Skagfirðinga innan skamms. SW88 í»V Sumarferð samvinnulífeyrisþega Fylgst var með síldarsöltun á Siglufirði. Guttormur Óskarsson, Baldvin Jónsson og Hrólfur Jó- hannesson skoða sig um í gamla Pakkhúsinu á Hofsósi. króks, raunar svipað með Húsa- vík, en vilji og vafalaust geta hjá KEA að taka að sér alla mjólkur- vinnslu á þessu svæði í nafni hagræðingar og bræðralags. Vandséð er að önnur rök, eins og verslun og vinna í heimabyggð séu sterkari hér en sunnan Holta- vörðuheiðar. Vandséð er líka að á þessu svæði muni verða litið öðrum augum á „eignarréttinn“ sem ýmsir meina að liggi ótvírætt í höndum kaupfélagstjómanna, þar á ég við réttinn til þeirrar vinnu sem skapast við full- vinnslu landbúnaðarafurða. Þá er aðeins eftir að fá mig til að skilja hver staða mín sem fé- laga í Kaupfélagi Skagfirðinga er, hvort ég hafi einhvem rétt, þegar kemur á hin æðri svið við- skipta. Auðvitað veit ég að Kaupfélag Skagfirðinga er fyrir- tæki sem þarf að ganga, en hitt man ég líka að það er samvinnu- félag, sem í mínum huga er sæmdarheiti. Sómi, orðstýr og drengskapur verða aldrei metin til fjár enda spunnir úr öðmm þáttum en hag- ræðingu, miðstýringu og sam- ræmingu. Að uppruna er ég hreinræktaður Þingeyingur og að uppeldi spmngulaus samvinnu- maður, oft hef ég sagt að þetta sé mér vel gefið, enda ósjálfrátt. Hitt finnst mér lakara að það sem mér er sjálfrátt eins og það að læra mjólkurfræði skuli vera löstur á ráði mínu. Helminginn af starfsævi minni vann ég við mitt fag, á Húsavík, í Borgarnesi og á Sauðárkróki. Þann tíma þóttist ég vinna nytjastörf. Nú virðast þær hugmyndir vera á uppboói á hagræðingartorginu. Þetta er ógaman og gjaman mættu starfs- félagar mínir á þessum stöðum láta í sér heyra. Spumingunni - hverjir eiga kaupfélögin, er ósvarað. Hverjir ráða kaupfélögnum er augljóst, en er það rétt?? Þögnin er hættuleg, en getur verið valdhöfum vænleg, ágætur Skagfirðingur sem reis upp gegn nýjum sið fékk að kenna á þeim sannleika, látum ekki koma okk- ur í þá úlfakreppu að einhver „skrifari“ afgreiði málið á þann máta sem þá var gert. „Öxin og jörðin geyma þá best“. Þó þetta virðist staðreynd með Borgfirðinga þurfa Skag- firðingar og Þingeyingar ekki að sætta sig við þau örlög - ennþá -. Hilmir Jóhannesson. Kaupfélag Skagfirðinga bauð lífeyrisþegum Sam- vinnulífeyrissjóðsins í Skagafirði til sumarferðar laugardaginn 1. júlí. Farið var til SigluQarðar og komið við í Síldarminjasafninu og horft á síldarsöltun ásamt því sem safnið var skoðað. Síðan ekið um bæinn og hann skoðaður, m.a. Siglu- fjarðarkirkja og minjafyrir- tækið Glaðnir. Eftir máltíð á Hótel Læk var haldið inn í Fljót og ekið fram að Skeiðsfossi og niður í Haganesvík, þaóan inn að Lónkoti í Sléttuhlíð, þar sem verið var að afhjúpa minnis- varóa um Sölva Helgason ásamt því að opnaður var veit- ingaskáli sem ber nafn Sölva og er nefndur Sölvabar. Að lokum var haldið til Hofsóss Ágætis þátttaka var í sumarferðinni, sem að þessu sinni var um Skagafjörð og Siglufjörð. og þegnar kaffiveitingar í Sól- vík og Drangeyjarsafnið og Pakkhúsið skoðað. Þátttakend- ur í ferðinni, alls 37, voru mjög ánægöir i ferðalok.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.