Feykir


Feykir - 11.07.1995, Side 5

Feykir - 11.07.1995, Side 5
27/1995 FEYKIR5 „Umhverfið vel fallið til að eyða stressi hjá fólki" Segir Valgeir Þorvaldsson á Hofsósi Það lætur ekki mikið yfir sér húsið að Suðurbraut 8 á Hofs- ósi þar sem Smíðastofan var áður til húsa og þar áður Verslun Einars Einarssonar. Þetta hús hefur nú verið inn- réttað sem gistihús í háum gæðaflokki. Herbergin eru búin þægindum sem bestu hót- elherbergi og gestir sem þarna hafa komið tala um að her- bergin séu á „Söguklassa“. Blaðamaður Feykis getur tekið undir það. Þjónustan er trú- lega einnig í samræmi við íburðinn í húsnæðinu, en þau hjón á Vatni, Valgeir Þor- valdsson og Guðrún I>orvalds- dóttir, eru þekkt fyrir mikla gestrisni og þjónustulund og hafa lag á því að láta sínum gestum líða vel. Undrun sætir sú uppbygging sem orðið hefur í ferðaþjón- ustunni hjá þeim Valgeiri og Guðrúnu á skömmum tíma. Sumarhúsunum á Vatni fjölgaði á hverju ári á tímabili og eru orðin fjögur. Valgeir tók þátt í uppbyggingu veitingastofunnar Sólvíkur og gamla Pakkhússins á Hofsósi og hefur á seinni ámm keypt nokkur gömul hús á staðnum sem hann hefur gert upp og leigir út í ár heldur hann síðan enn áfram og tekur í notkun glæsilegt gistihús þar sem fólki er boðió upp á allt það besta varðandi gistingu. Her- bergin í nýja gistihúsinu, sem enn hefur ekki fengió nafn, em fjögur: þrjú tveggja manna og eitt einstaklingsherbergi. Sturta og snyrting fylgir hverju her- bergi. Byggingareíhi em öll hin bestu og smíðin vönduó. Aukin breidd „Þessi aðstaða eykur breidd- ina í gistingu hjá okkur. Eg hef orðið var við að fólk sem hingað kemur finnst þessi þjónusta mjög vel staðsett og Hofsós góður áningarstaður fyrir þá sem eiga hér leið um á lengri ferðalögum. Sölumenn hafa t.d. látið vel af þessu. Annars er þetta fyrsti áfanginn af stærra dæmi. Ætl- unin er að koma hér upp ferða- þjónustu með aðstöðu til heilsu- ræktar. Hugmyndin er að hér vestan við gistihúsið komi önnur bygging þar sem til húsa verði nuddaðstaða, sauna og heitir pottar; sem sagt að hingað geti leitað fólk sem þarf á afslöppun að halda og vill láta sér líða vel. Hér munum við taka inn fagfólk á þessu sviði og ég held að Eins og sjá má eru herbergin glæsileg í nýja gistihúsinu á Hofsósi. umhverfið sé einkar vel fallið til þess að vinda ofan af fólki og losa það undan þessu stressi sem gjaman þjakar fólk í dag. Við höfúm verið aö skapa hér rólegt og þægilegt umhverfi á síðustu árum, gamli rólegi kjaminn í kvosinni ætti að falla vel að þessum hugmyndum“, segir Val- geir. í spor gestanna í spjalli við blaðamann sagó- ist Valgeir alltaf fara eftir nokkram grandvallarkenningum í ferðaþjónustunni: „Við höfum notað þá megin vinnuaðferð þegar verið er að byggja nýja aðstöðu, að þá setjum við okkur gjaman í spor gestanna þannig að þjónustan og aðbúnaðurinn miðist við þarfir þeirra. Þessa reglu höldum við í heiðri og eins hitt að hugsa vel um viðskipta- vininn og reyna að standa það vel að verki fólk fari alltaf ánægt frá okkur. Önnur regla er til sem segir, að til að vega upp áhrifin frá einum neikvæðum viðskipta- vini þurfi 20 jákvæða. A því má sjá að það þarf að vanda sig virkilega ef árangur á að nást í jafn viðkæmum rekstri og ferðaþjónustan er“, segir Valgeir. Hjónin Guðrún og Valgeir í anddyri nýja gistihússins. Það var líf og fjör á fjölskyldumóti Þroskahjálpar sem fram for við Steinsstaðaskola sl. laugardag. Mótið var vel sótt og fór fram í hinu besta veðri við bestu aðstæður. Þátttakendum gafst meðal annars kostur á að skreppa á hestbak og nýttu þeir það vel. Um kvöldið var grillað, haldin var kvöldvaka og sungið við varðeld.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.