Feykir


Feykir - 11.07.1995, Síða 6

Feykir - 11.07.1995, Síða 6
6FEYKIR 27/1995 *7ei6*t: ^<z£*ftc 07extc: “PónJí. s4<u*tu*tcC&&. 49. Ingimundur á frekari orðastað vió Finnuna: (>Eg hef einhugsað að koma aldrei á þann stað og eigi verð eg góður kaupmaður ef eg sel áttjarðir mínar margar og góðar en fari í eyðibyggðir þær.“ Finnan svaran (>Þetta mun fram koma sem eg segi og það til marks að hlutur er horftnn úr pússi þínum, sá er Haraldur konungur gaf þér í HafursFirói, og er hann nú kominn í holt það er þú munt byggja og er á hlutunum markaður Freyr af silfri. Og þá er þú reisir bæ þinn mun saga mín sannast. Gríms eru forlög þangað og svo bróður hans Hróðmundar og munu þeir báðir verða gildir bændur.“ 51. Ingimundur sagði að þar mundi skilja með þeim. Grímur sigldi út um sumarið og báðir þeir bræður, komu í Borgarfjörð og lögðu inn að Hvanneyri. Grímur tók sér landnám svo mikið að þar eru nú bæir margir í hans landareign. Hróðmundur kvaðst mundu leita upp til fjalla og kvaðst þar mundu yndi nema í fjallaendum. Grímur kvað þaó vel efnað að þeir hefðu bæði jarðkost fjallanna og þó neyti af sjónum. Hrómundur nam Þverárhlíó og þótti vera merkismaður og kynsæll. Frá honum er kominn Illugi svarti. Grímur varð og kynsæll og kom margt göfugmenni frá honum þótt hér séu eigi nefndir. 52. Þaö sumar er þeir bræður fóru til íslands fór 50. Um morguninn eftir leitaði Ingimundur hlutarins og fann eigi. Það þótti honum eigi góðs viti. Ingjaldur bað hann vera glaðan og láta þetta eigi á sig bíta eða fyrir gleói standa og kvað marga ágæta menn láta sér nú sóma að fara til Islands. Síðan fer Ingimundur heim til föður síns og var þar um veturinn. Er voraði spurði hann fóstbræður sína um ferðimar hvað þeim sýndist. Grímur kvað þá bræður ætla til Islands. Þar gengi fé sjálfala á vetrum en fiskur í hverju vatni, skógar miklir en frjálsir af ágangi konunga og illræðismanna. Ingimundur til föður síns og var með honum. Þorsteinn faðir hans tók að eldast. Eitt sinn mælti hann til Ingimundan „Gott er nú að deyja og vita son sinn slíkan hamingjumann. Uni eg því best við ævi mína að eg hefi verið engi ágangsmaður við menn. Er og líkast að meó þeim enda slitni ævi mín því að eg kenni nú sóttar. Nú vil eg þér ffændi í kunnleika gera fjárfar mitt hvert er en eigi þykir mér kynlegt þótt þér svífi af þessum ættjörðum og læt eg mér eigi að því þykja.“ Ingimundur kvaðst mundu breyta eftir hans fyrirsögn. Þorsteinn segir honum þá marga hluti fyrir og brátt eftir það andaðist hann. Ókeypssmaar Á vit ævintýranna Til sölu! Til sölu Yamaha píanó. Upp- lýsingar í síma 453 5891. Hlutir óskast! Góöur einnar hásingar tjaldvagn óskast. Upplýsingar í síma 452 4473. Oska eftir aö kaupa Kuhn hey- þyrlu, árgerö 1980 eöa eldri. Þarf ekki aö vera í lagi. Upplýsingar í síma 453 8866. Atvinna óskast! Rúmlega fertugur maóur óskar eftir atvinnu. Allt kemur til gteina. Er með meirapróf. Upplýsingar í síma 453 6337. í haust halda þrjú ungmenni úr Skagaftröi út í hinn stóra heim á vit ævintýranna á vegum skiptinemasamtaka AFS. „Viö víkkum sjón- deildarhringinn. Lifum í öömvísi menningu, eignumst nýja vini og læmm framandi tungumál. Með því að fara sem skiptinemi nálgast maóur menningu landsins á annan hátt, ekki sem ferðamaður heldur sem innfæddur. Viö ætlum bara aö hafa gaman af þessu“, segir Alma Bjömsdóttir einn þriggja Skagfiröinganna sem fara. Ódýr veiðileyfi til sölu! ✓ Odýr veióileyfi fást í Blöndulón, Galtará og Haugakvísl á Eyvindarstaóaheiði. Næg gistiaóstaóa á staðnum. Upplýsingar hjá skálavöröum á Eyvindarstaóaheiöi í síma 853 0269 eða í síma 452 7112. Söngveisla í Miðgarði Mánudaginn 5. júní sl. var haldin mikil söngveisla í Mið- garði. Þar komu fram einsöngv- arar úr Skagafirði og víðar aö ásamt undirleikumm. Margrét á Löngumýri formaður Tónlistar- félags Skagafjarðarsýslu bauö gesti velkomna og greindi frá aðdraganda tónleikanna. Gat hún þess að tónleikamir væru haldnir í því skyni að afla fjár til kaupa á nýja flyglinum, sem húsið eignaðist nú í vetur og er hið glæsilegasta hljóðfæri. Kynnti hún síðan dagskrána. Fyrstir á sviðið voru þeir Álftagerðisbræður: Sigfús, Pét- ur, Oskar og Gísli. Sungu þeir nokkur lög af sinni alkunnu snilld og sönggleði, m.a. „O, Sole Álftagerðis“ (O, Sole Mio), sem vakti mikinn fögnuð áheyr- enda. Undirleikari þeirra var Stefán R. Gíslason. Þá sté á svið Helga Rós Ind- riðadóttir. Hún söng fjögur lög. Helga hefur mikla rödd, sem naut sín vel í öllum lögunum, ekki síst í laginu Síðasti dansinn. Næstur á dagskrá var Ásgeir Eiríksson. Ásgeir söng fjögur lög. Hin mikla og djúpa baritonsrödd hans naut sín eink- ar vel í lögunum: O, Isis und Os- iris og On the road to Mandaley. Því næst söng Margrét Stef- ánsdóttir. Margrét hefúr afar fín- lega rödd, sem hún beitir af mik- illi smekkvísi. Hún söng einnig fjögur lög, innlend og erlend. Þær Helga og Mrgrét sungu einnig dúett í einu lagi. Undir- leikari þeirra Helgu, Ásgeirs og Margrétar var Gróa Hreinsdóttir sem fyrir nokkmm ámm starfaði sem tónlistarkennari í Varma- hlíð. Skilaði hún hlutverki sínu með mikilli prýði. Þá var röðin komin að Oskari Péturssyni tenór frá Álftagerði. Oskar söng fjögur lög við undir- leik Guðrúnar Kristinsdóttur, hins þekkta píanóleikara. Óskar er mikill og bjartur tenór og tókst sannarlega að slá á við- kvæma strengi í brjóstum áheyr- enda, ekki síst þegar hann söng lagið í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. Að loknum söng Óskars sté á svió Björg Þórhallsdóttir söng- kona frá Akureyri. Björg hefur feiknamikla rödd, sem hún fer vel með og beitir af mikilli list. Undirritaður hefur ekki fyrr átt þess kost að heyra Björgu syngja, en það duldist engum, sem á hlýddi, að þar fer mikil söngkona. Undirleikari Bjargar var Guórún Kristinsdóttir. Þau Björg og Óskar sungu síðan dúett í laginu „Ég sé þig aðeins eina“, við mikinn fögnuð áheyr- enda. Síðastur á söngskránni var tenórinn Guðmundur Sigurðs- son, Njarðvík, aóalsöngvari með Skagfirsku söngsveitinni. Guð- mundur söng þrjú lög með und- irleik konu sinnar Gróu Hreins- dóttur. Var söngur hans skemmtilegur lokapunktur á annars ágætri tónlistardagskrá. Áheyrendur fögnuóu söngfólki með dynjandi lófaklappi, sem seint ætlaði að linna, og urðu þau öll að syngja aukalög. Var þeim öllum færóur blómvöndur frá Tónlistarfélaginu að lokum. Þaö var eftirminnileg stund að hlýða á söng þessa ágæta tón- listarfólks í Miðgarði og sýnir svo ekki verður um villst, að Norólendingar eiga nú sem íyrr margt ungra og upprennandi söngvara sem vænta má mikils af í framtíðinni. Hafi þau öll heila þökk fyrir ógleymanlega söngskemmtun. Því miður vom áheyrendur í Miðgarði of fáir þennan 2. hvítasunnudag, eða aðeins um 80. Þeir sem heima sátu misstu af góðri skemmtun og tækifæri til að styója gott málefhi, eða eins og Margrét á Löngumýri oróaði það: „Þegar ég horfi á auðu sætin héma íyrir framan þá get ég sam- hryggst þeim sem heima sitja“. Ólafúr Þ. Ilallgrímsson. Alma ætlar að fara til Ekvador í Suður - Ameríku. Það er reyndar komin hefð á að skiptinemar séu í fjölskyldu Ölmu, en báðar systur hennar hafa verið skiptinemar. Reynhildur Karlsdóttir, sem er frá Sauðárkróki eins og Alma, fer til Venezuela í Suður - Ameríku. Guð- mundur Einarsson frá Veðramóti ætlar til Bandaríkjanna. Sú vinna sem fram fer í samtökunum er að mestum hluta sjálf- boðastarf. Eitt af vandamálum AFS er að fá fólk til þess að opna hjarta sitt og heimili fyrir skiptinemum. Sem dæmi má nefna að deildin á Sauðárkróki hefur sent 18 nema en hefur einungis fengió 5 nema hingað á svæðið. Nú er ætlunin að gera bragarbót þar á og steína að því að fá fjölskyldur íyrir 2 nema. Annar nemanna er stelpa ffá Svíþjóð og er ekki enn búið að finna fjölskyldu lyrir hana. Hún hefúr mikinn áhuga á hestum og á sjálf tvo íslenska. Ef þið lesendur góóir hafið áhuga á að opna heimili ykkar og víkka sjóndeildarhring- inn, hafið þá samband vió Ásdísi í síma 453 5045, eða Debbie í sím- um453 6097 og 453 6281. AFS skiptinemasamtökin voru upphaflega samtök sjúkraflutn- ingabílstjóra í seinni heimstyrjöldinni. Eftir harmasögu heimstyrjald- arinnar ákváðu þeir að leggja sitt af mörkum til friðar í heiminum með því að hefja skiptinemastarf sem hefur staðió með blóma síóan.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.