Feykir


Feykir - 13.09.1995, Síða 3

Feykir - 13.09.1995, Síða 3
31/1994 FEYKIR 3 Af götunni Krókurinn í Þeytingu Sjónvarpió ætlar á næsta vetri að framleiða skemmti- og fræðsluþætti sem teknir verða upp á þéttbýlisstöðum hingað og þangað um landió. Heimamenn munu leita fanga við efnisöflun og myndir verða sýndar í þáttun- um frá viðkomandi stöðum. Sjónvarpið hefur gert samning við Sauðárkróksbæ um gerð slíks þáttar og styrkti bærinn þessa þáttagerð um 250 þúsund krónur. Skemmtiþættimir heita Þeyting og verða í umsjá Bjöms Emilssonar. Þátturinn frá Sauó- árkróki verður væntanlega sýnd- ur í mars. Meðal þeirra sem und- irbúið hafa þáttageróina af hálfu heimamanna, eru bræðurnir Hilmar og Viöar Sverrissynir og Þorvaldur G. Óskarsson á Sleitustöðum, formaður Karla- kórsins Heimis. Stórafmæli á næsta og þar næsta ári Næstu tvö ár veröa mikil af- mælisár á Sauðárkróki og þegar er byrjað að huga að hátíðum til að halda upp á þessi afmæli með viðeigandi hætti. A næsta ári á Krókurinn 125 ára búsetuafmæli og árið 1997 verða 50 ár frá því að Sauðárkrókur fékk kaup- staðarréttindi. Afmælisnefnd hefur verið skipuð og em í henni, Arni Ragnarsson formaður, Brynjar Pálsson, Guðmundur Guðmundsson og Ómar Bragi Stefánsson. Nefhdin hefur þegar komið saman og nokkrar hug- myndir em komnar á blað varð- andi tilhögun afmælishátíðanna. Þegar einn hann bjó Sagan segir af vísitasíu prests eins í Húnaþingi sem nýlega haföi tekið við sínu starfi. Prest- urinn ferðaðist bæ frá bæ og heilsaði upp á sóknarböm sín. Hann kom til einsetumanns eins á Skaganum, sem hafði gengið myndarlega til verks og byggt upp myndarbýli úr því sem áður var eyóikot í nióumíðslu. Presti þótti mikill sómi vera að verki mannsins, en fannst ótrúlegt að hann hefði gert slíkt upp á egin spýtur og segir því: „Það er mik- ió sem þú og guö hafið gert hér“. Bóndi var snöggur til svars og sagói: „Ja þú hefðir þá átt að koma hingað þegar hann bjó hér einn“. ...ljós punktur í tilverunni.... Áningastaðurinn skammt austan nýju brúarinnar yflr Vesturósinn er mjög snyrtilegur og þaðan er útsýni yfir nágrenni Sauðárkróks og út á Skagafjörö. Fólkvangur við Vesturós Héraðsvatna Vegfarendur urðu væntanlega í sumar varir við framkvæmdir skammt frá veg- inum austan nýju brúarinnar yfir Vest- urós Héraðsvatna. Þarna var Vegagerð ríkisins að láta gera svokallaðan áninga- stað. Einnig var unnið að lagfæringum á gömlu brúnni yfír Vesturósinn og gerð göngustígs frá áningastaðnum niður að Héraðsvötnunum og að gömlu Vesturós- brúnni. Vegagerðin kostar framkvæmd- irnar við gerð þessa nýja fólksvangs í nágrenni Sauðárkróks. Að sögn Gísla Felixsonar hjá Vegagerð- inni hefur verið ákveðið að varðveita gömlu Vesturósbrúna og í sumar var henni komið í upprunalegt horf með því að setja m.a. á hana há handrið. Þannig þjónar hún mjög vel því hlutverki sem henni er ætlað, það er að vera tenging á göngu og reiðvegi við Vötnin. Göngustígurinn tengir Óssvæóið við áningarstaðinn sem gerður var skammt frá nýja veginum í sumar. „Það var unga fólkið okkar sem vann að gerð stígsins í sumar og ég held að megi segja að tekist hafi vel til. Þetta var mikið verk og eiginlega allt unnið með handverk- færum. Það var ekki fyrr en komið var niður undir Ósinn aó unnt var að koma við tækj- Göngustígur meðfram Héraðsvötnum tengir áningastaðinn við gömlu brúna yfir Héraðsvötn. I sumar var brúnni komið í upprunalegt horf, m.a. sett á hana há handrið. um“, segir Gísli Felixson. Göngustígurinn frá áningarstaðnum að ósnum er 2-300 metra langur og eflaust verður hann til þess að fleiri vegfarendur stoppa en ella hefði orðið og taka á sig smá krók á slóðir Jóns Ósmanns, en ffést hefúr af því að Helgi Sigurðsson torfhleðslumaóur frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð ætli að hafa forgöngu um að ferjumannsskýlið verði hlaðið upp í upprunalegri mynd. Ný og góö ávöxtun KS-bókin hefur 5,50% vexti, er verðtryggð og hefur tveggja ára binditíma. Nafnvextir almennrar Samvinnubókar eru 5,0%, ársávöxtun 5,06% Innlánsdeild

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.