Feykir


Feykir - 20.09.1995, Qupperneq 1

Feykir - 20.09.1995, Qupperneq 1
RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Steinullarverksmiðjan 10 ára: Ráðuneytið styður þróunar- verkefni í verksmiðjunni 16,5 milljóna hagnaður fyrstu átta mánuði ársins Hagnaður Steinllarverksmiðj- unnar fyrstu átta mánuði árs- ins er 16,5 milljónir í sam- anburði við 3 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrir- tækisins fyrstu 8 mánuðina nema 376 milljónum, sem er 30% aukning frá liðnu ári. Sl. föstudag var þess minnst í Steinullarverksmiðjunni að 10 ár voru liðin frá því aö ofn verk- smiðjunnar var ræstur í fyrsta sinn. í tilefni afmælisins bauð stjóm verksmiðjunnar Finni Ing- ólfssyni iðnaðarráðherra í heim- sókn til fyrirtækisins, en allir iönaðarráðherrar hafa komió í verksmiðjuna, enda ríkissjóður stærsti eignaraðili fyrirtækisins. Á fundi með starfsmönnum Steinullarverksmiðjunnar í gær- morgun tilkynnti ráðherrann þá ákvörðun iðnaðarráðuneytis að styðja við þróunarverkefni verk- smiðjunnar, er miöar að fram- leiðslu og markaðssetningu ým- iss vamings sem unninn er úr steinull. Ráðherra vék að þrautsegju stjómenda Steinullarverksmiðj- unnar hvemig þeir hefðu mætt þeim erfiðleikum sem rekstur verksmiðjunnar mætti fyrstu árin. Stuðningur iðnaðarráóu- neytisins i þróunarverkefni Steinullarverksmiðjunnar felst í greiðslu hluta launa starfsmanns sem að verkefninu vinnur. Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar segir að þessi stuðningur sé mjög mikilvægur verksmiðjunni. Ein- ar sagði starfsmenn oft hafa nefnt möguleika á ffekari ffam- leiðslu vamings úr steinullinni og menn vissu af því að erleridis væm ffamleiddar ýmsar vömr af þessu tagi, s.s. mottur undir ræktun í gróðurhúsum, einangr- un á pípulagnir og fleira. Lengi vel hefði verksmiöjan ekki haff bolmagn til að sinna þessum þætti. Baráttan hefði ætíð beinst að því að ráða vió alltof mikla skuldsemingu fyrirtækisins og mikill árangur hefði náðst á því sviði síðustu árin. Skíðamenn á Siglufirði: Smala Héðinsfjörð „Það smalaðist mjög vel hjá okkur og veðrið var alveg frá- bært bæði á föstudag og laug- ardag. Síðan kom hvellur á laugardagskvöldið og það var ansi hvasst þegar við rákum yfir í Siglufjörð á sunnudag- inn. Þá var varla stætt á Hest- skarðinu“, sagði Egill Rögn- valdsson á Siglufirði, en skíðamenn í bænum tóku að sér göngur í Héðinsfirði nú eins og síðustu 12-13 árin. Þykir þetta góð fjáröflun fyrir starfsemi Skíðafélagsins. Að sögn Egils þurfti sam- kvæmt gangnaseðli aó útvega 12 menn í fyrri göngur og sex í þær seinni. Engum vandkvæð- um var bundið að fá menn í göngurnar og fór 20 manna flokkur ffá Siglufirði. Farið var með bát til Héðinsfjarðar um hádegi á föstudag og smalað þann dag Músadal og Víkurdal og réttað um kvöldið. Afféttin í Héðinsfirðinum var síðan geng- in á laugardag og safnið svo rekið yfir Hestskarðið til Siglu- Qarðar á sunnudagsmorgun. Gárungamir á Siglufirði tala um að ýmsar hefðir fylgi göng- um í Héðinsfirði. Menn séu alltaf með sömu tegundir matar í nestismalnum og í sömu föt- unum ár eftir ár. Þannig gangi það mann ffam að manni og að- algangnamennimir nú séu famir að ala synina upp í þessu, en það em Egill og Andrés Stef- ánsson sem em gangnaforingjar. „Já það er eitthvað til í þessu. Eg hef t.d. verið með sömu húfuna í göngunum síðan 1981. Sonur minn fór með í fyrsta skipti núna og Andrés er kominn meó tvo syni sína með sér. Síðan er það víst alveg skil- yrði að gangnamenn eigi að leggja steinvölu á svokallaðan Gangnamannastein sem er varða fremst í afréttinni. Geri menn það á smölunin að ganga vel og menn geiöu það alveg svikalaust aö þessu sinni“, sagði Egill. Um 100 fjár eiga sumarhaga í Héðinsfirði, úr Ólafsfirði og Fljótum. Ekki hefur siglfirsk kind gengið í Héðinsfirði til fjölda ára, að sögn Egils. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra ræsir nýja og fullkomna steinullarsög sem tekin var í notkun í Steinullarverksmiðjunni í gær. Finni á vinstri hönd er Guðmundur Örn Guðmundsson framleiðslustjóri, en þá Einar Einarsson framkvæmdastjóri og stjórnarmennirnir Arni Guðmundsson, Sigurður Ágústsson og Guðmundur Guðmundsson. Ovænt innlegg í rafveitumálið: Ráðherra ætlar ekki að kaup á „Ég mun ekki heimila Rarik uppkaup á fleiri rafveitum í landinu en þegar hefúr verið gert“, sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra á fúndi í Kafli Krók á Sauðárkróki í fyrra- kvöld. Þar með virðast tillögur flokksbræðra Finns í bæjar- stjórn Sauðárkróks, um að óska eftir viðræðum við Rarik um kaup á rafveitunni, vera fallnar um sjálfa sig. Svar Finns kom í framhaldi af spumingu Sigurðar Ágústssonar rafveitustjóra Rafveitu Sauðár- króks þar sem Siguiður lýsti eftir skoðun ráðherra á orkudreifingar- málum í landinu, hvort hann sæi fyrir sér að raforkudreifingin mundi þróast áfram á þann rúss- heimila veitum neska máta sem borið hefði á undanfarin misseri, með upp- kaupum Rariks á oikuveitum um landið. Ráðherra svaraði því til að raforkudreifingarmálin væru í endurskoðun. Báðir bæjarfulltrúar fram- sóknarmanna, Bjarni Ragnar Brynjólfsson og Stefán Logi Har- aldsson vom á fundinum í Kaffi Krók, sem og Bjöm Sigurbjöms- son bæjarfúlltrúi Alþýðuflokks. Stefán Guömundsson alþingis- maður sló á létta strengi í lok fundarins og kvað Sigurð Ágústsson rafveitustjóra geta sof- ið vel í nótt eftir þetta svar ráð- herra og líklega mundi hann stika létt yfir Faxatorgið til vinnu í fyrramálið. —ICTeH?ífl — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, íax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta /IKl bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bíloviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.