Feykir - 20.09.1995, Síða 4
4FEYKIR 32/1995
Nítján ára unglingur reið á
vaðið í rafvæðingu bæjarins
Gamla stíflan í Sauðárvirkjun. Stíflunni hefur verið haldið
við, enda merkt mannvirki í sögu bæjarins.
Málefni Rafveitu Sauðár-
króks hafa verið talsvert tii
umræðu að undanförnu í
kjölfar tillögu bæjafulltrúa
framsóknarmanna í bæjar-
stjórn Sauðárkróks um við-
ræður við Rarik um hugs-
anleg kaup á rafveitunni.
Haft hefur verið á orði að
þessi umræða sé um of á til-
flnningalegum nótum. Hvað
um það. A þessum tíma-
punkti er líklega ekki út í
bláinn að líta um öxl og
skoða þróun raforkumála á
Sauðárkróki. Agæta saman-
tekt um sögu rafvæðingar á
Sauðárkróki er að finna í
því merka uppflettiriti Sögu
Sauðárkróks. Hér á eftir
kemur útdráttur úr þessari
samantekt Kristmundar
Bjarnasonar fræðimanns á
Sjávarborg, ásamt innskot-
um blaðamanns Feykis.
A ýmsum mannamótum,
sem fram fóru á Sauðárkróki á
ámnum 1905-1913, „kom oft til
tals, hvort ekki væri framkvæm-
anlegt aó setja upp aflstöð til
þess að framleiða rafafl til ljósa
á Sauðárkróki, en ekkert var gert
til þess að undirbúa málið eða
koma því á rekspöl þar til 1913.
Þá fékk hreppsnefnd Sauðár-
krókshrepps Jón Isleifsson verk-
fræðing til að athuga skilyrði
fyrir vatnsaflsstöó. í ágúst fynr-
greint ár mældi hann Sauðá og
Gönguskarðsá, en hana taldi
hann líklega til orkuvinnslu. At-
hugun fór fram á: vatnsmagni
árinnar, stíflustæði og legu
leiðslu, stöðvarhúsi og affennsli,
og vegalengd til þorpsins. Pétur
Sighvatsson símstjóri var honum
til aðstoðar.
Hreppsnefnd hafði hug á að
taka rafveitumálið til rækilegrar
íhugunar veturinn eftir, en þá
bregður svo við að fram-
kvæmdaáætlun og uppdráttur af
virkjunni berst ekki frá Jóni eins
og hann hafði lofað, og komu
þau plögg aldrei. Á sömu lund
fór með Guðmund Hlíðar verk-
fræðing sem fenginn var til að
athuga virkjunarskilyrðin.
Vatnsmælingum var þó haldið
áfram af Pétri Sighvats um ára-
bil og hreppsnefndin kannaði
oikuþörfma í hreppnum með því
t.d. að kanna steinolíueyðsluna.
Reyndist hún vera um 112 föt
árlega.
Árið 1917 var fimm manna
nefnd kosin til undirbúnings
framkvæmda í málinu. Kosn-
ingu hlutu Magnús Guðmunds-
son sýslumaður, sr. Hálfdán
Guðjónsson, Pétur Sighvatsson
og Pálmi Pétursson. Á vegum
nefhdarinnar fóru ffarn mæling-
ar og athuganir á Sauðá, Göngu-
skarðsá, Fagranesá, Hólakotsá
og Hraksíöuá. Sýnt þótti að ekk-
ert gæti orðið úr virkjun meðan
styrjöldin geysaði, en ákveðið að
nota tímann vel til undirbúnings
málinu. Nefhdin fékk til liðs við
sig Halldór Guðmundsson raf-
ffæðing. Hann kannaði aðstæður
við fyrrgreindar ár árið 1919 og
gerði áætlun um virkjun Göngu-
skarðsár með 16 metra hárri
stíflu við elsta brúarstæði árinn-
ar, um 2800 metra ffá sjó. Þetta
hefði orðið 800-1000 hestafla
stöð, en slík framkvæmd var
hreppsfélaginu ofviða. Mælti þá
Halldór helst með virkjun Hóla-
kotsár á Reykjaströnd, ef síðar
kæmi vióbótarvirkjun í Fagra-
nesánni.
Ekki þótt fært að hefja virkj-
unarframkvæmdir sökum erfiðs
fjárhags. Mælingum var þó
haldið áfram af Pétri Sighvats.
Jónas Kristjánsson læknir kom
einnig mjög við sögu, en hann
hafði mikinn áhuga á að koma
upp ljósalækningastofu. Jónas
átti sæti í rafveitunefhd.
Björgvin kemur
Síósumars 1922 gerðist það
aó maður að nafni Björgvin
Bjarnason frá ísafirði, síðar
þjóðkunnur athafnamaður í út-
vegsmálum, kemur til bæjarins
og býðst til að koma upp vél-
arrafstöð, en hann hafði unnið
mikið við rafvirkjun. Hinn 20.
ágúst var boðað til borgarafund-
ar: „Tilefni fundarins er að raf-
magnsfræðingur frá Isafirði hr.
Björgvin Bjamason hafði látið í
ljósi við hreppsnefnd hér að
svara mundi kostnaði að koma
hér upp rafmagnsstöð rekinni af
steinolíumótorvél.
Svo varð endir þessa máls að
samningar tókust með Björgvin
og Sauðkrækingum (Rafmagns-
notendafélagi Sauðárkróks) hinn
2. september. Átti hann að koma
upp rafstöð ásamt dreifikerfi og
starfrækja síðan fyrirtækið á eig-
in ábyrgð, en það átti að vera
komið svo vel á veg fyrir haustið
1923 aö allir bæjarbúar er þess
óskuðu gætu fengið rafmagn til
Ijósa.
Björgvin hóf þegar fram-
kvæmdir, tók á leigu húsnæði í
eigu Sölva Jónssonar jámsmiðs
fyrir rafstöð, og áöur en langt
um leið hafði hann keypt rafstöð
úr Isafoldarprentsmiðju í
Reykjavík, sem ætla má að hafi
verið fyrsta rafstöðin á íslandi.
Um stærð hennar fer tvennum
sögum. Kristinn P. Briem, sem
var eigandi hennar um skeið, tel-
ur hana hafa verið 7-8 hestöfl,
aðrirnefha 10-12.
Haustið 1922 hafði Björgvin
Bjamason lagt nokkrar útileiðsl-
ur og fyrir jól var komið raf-
magn í fáein hús, en rafmagns-
mæliar engir og greiðsla því
áætluð kr. 0.75 á kilowattstund.
Stöðvarstjóri var ráðinn Sölvi
Jónsson jámsmiður.
Hjá ísleifi kaupmanni
ísleifur Gíslason kaupmaður
var í hópi þeirra sern fyrst fengu
rafmagn til ljósa. Sveitamenn og
aðrir, er engin kynni höföu áður
haft af rafmagni komu í búðina
til Isleifs og varð tíðrætt um
þetta tækniundur og vildu kynna
sér eðli þess, til að mynda sjá
ljós kvikna á loftperunni og
slokkna. ísleifur kvað kvikna á
perunni þegar hann bæði um
þaö og talaði skýrt og greinilega.
Því til sönnunar hallaði hann sér
upp að veggnum þar sem
slökkvarinn var og kallaði:
Verði ljós“ - og það varð.
Stuttu eftir að Björgvin gerði
raforkusamninginn, lét hann að
því hníga að hann hefði hug á að
gera fyrirtækið að hlutafélagi.
Kristinn P. Briem studdi fyrir-
tækið með hlutafé og þegar ljóst
var snemma árs 1923 að Björgin
skorti fé til að reka það áffarn,
keypti Briem rafveituna. Björgv-
in hvarf alfarið úr bænum. Ekki
er undarlegt þótt félítill 19 ára
unglingur yrði að gefa upp á bát-
inn að verða Sauðkrækingum yl-
og birtugjafi; þeim reyndist það
harðsótt sem við tóku af honum.
Briem útvegaói rafmagns-
mæla, en straumurinn var 110
volta jafnstraumur. Hann sá um
gerð raflagna utan húss og innan
og keypti nú tæki til stöðvarinn-
ar. Mikill halli varð á rekstri raf-
veitunnar. í febrúar 1925 til-
kynnti Briem að hann mundi
hætta starfrækslu hennar meö
vorinu. Bauð hann hreppnum til
kaups Rafmagnsstöð Sauðár-
króks, eins og rafveitan hét þá.
Reglugerð gefin út
Hreppsnefnd og húsráóend-
um á Sauðárkróki var mikill
vandi á höndum. Ur ráði varð að
fela séra Hálfdani Guðjónssyni
að skrifa Steingrími Jónssyni
verkffæðingi og leita álits hans.
Þegar hér var komið sögu var
18-22 hesta rafmótor í notkun á
Króknum. Eftir var að leggja
rafmagn í um 20 hús, og voru
flest lítil. Götuljós voru tíu að
tölu og annar götuljósapóllinn
tekinn úr húsi Haraldar Júlíus-
sonar kaupmanns, en þaðan
greindist kerfið um rofa til
beggja átta.
Steingrímur Jónsson raf-
magnsveitustjóri réð Sauðkræk-
ingum til að kaupa rafstöð Kr.
Briems, þar eð kostnaður við
vatnsvirkjun væri meiri en svo
að hreppurinn gæti staðið undir
honum að svo stöddu. Var horf-
ið að þessu ráði og varð Stein-
grímur síðan um langt árabil
helsti ráðunautur Sauðkrækinga
í raforkumálum.
Hinn 5. júní 1925 keypti
hreppsfélagið rafstöóina og
dreifikerfið af Briem. Sumarið
1927, hinn 7. júlí, var reglugeró
um meðferð og notkun raf-
magns á Sauðárkróki staðfest af
stjómarráði svo og gjaldskrá raf-
veitunnar. I 2. grein segir að
veitan selji rafmagn innan jjess-
ara takmarka: „að sunnan frá
Grænuklauf og norður á móts
við nyrðra hom á Gránuklauf‘. I
reglugerðinni er einnig kveðið
svo á, að rafmagnið sé fyrst og
fremst ætlað til lýsingar og
rekstrartími stöóvarinnar sé ffá
15. ágúst til 1. maí ár hvert. Raf-
veitan hafði og einkasölu á öll-
um raftækjum á rafveitusvæð-
inu.
Dýrara að sjóða en lýsa
íbúum Sauðárkróks fjölgaði
um 300 á árabilinu 1923-1933.
Raforkuþörf fór vaxandi. Árið
1932 var orkuþörfinni ekki leng-
ur fullnægt. Hreppsnefnd ákvað
þá að koma á stofn vatnsafls-
virkjun. Eiríkur Ormsson raf-
virkjameistari var hreppsnefnd
til ráðuneytis og á almennum
borgarafundi 6. mars 1933 var
eindregið mælt með virkjun
Sauðár. Var Stefán Runólfsson
rafvirki fenginn til að sjá um
framkvæmdir. Erlingur Elling-
sen verkffæðingur hafói yfimm-
sjón með verkinu, en verkstjóri
úti við var Albert, sonur Sölva
jámsmiðs Jónssonar.
Stöðvarhúsi Sauðárvirkjunar
var valinn staður neðst í mynni
Grjótklaufar og stendur það enn,
hefur undanfarin ár verið notaó
sem áhaldageymsla bæjarins
vegna skólagarða. Vegalengdin
frá stíflu að stöðvaibúsi er 1200
metrar. Fyrsti rafali stöóvarinnar
var 440 V rakstraumsrafali.
I styrjaldarbyrjun þótti auð-
sætt að vatnsaflstöðin yrði brátt
of lítil vaxandi kauptúni. Árið
1943 urðu neytendur að draga
verulega úr rafmagnsnotkun. Þá
var og gripið til þess ráðs að
hækka raforkuverð til suðu og
átti það að tryggja næga raforku
til ljósa. Rafveitunefnd lét og
skipta um perur í götuljósum, 40
W perur settar í stað 100 W
pera.
Haustið 1945 var keypt 90
kw díselvélasamstæða til að létta
á Sauðárvirkjun, og einnig var
skipt um rafala fyrir vatnsvél
Sauðárstöðvar. Þá fyrst komst
riðstraumskerfi í notkun. Dísel-
vélasamstæðunni var komið fyr-
ir í ffystihúsinu. Notkun hennar
fór sívaxandi, þótt íbúum fjölg-
aði dræmt á þessum ámm. Þótti
því sýnt, að enn þyrfti úrbóta
við, og því var farið að vinna að
undirbúningi Gönguskarðsár-
virkjunar. Hinn 8. desember
1949 var straumnum þaóan
hleypt á bæjarkerfið, og var þá
fengin stórbætt aöstaða til iðnað-
ar á Sauðárkróki.