Feykir - 20.09.1995, Side 6
6FEYKIR 32/1995
Heilir og sælir lesendur góðir.
í síðasta þætti birtust nokkrar vísur er
tengdust Þverárrétt í Borgarfirði. Fleiri
vísur sem tengjast henni hefur rekið á
mína fjöm. Kemur hér ein sem ég veit nú
reyndar ekki eftir hvem er.
Eðlis pinna yndið þrá
ástar meður glettum.
Mörg er fógur meyjar þá
mynd í Þverárréttum.
Einhveiju sinni hagaði svo til að ung-
ur og myndarlegur ógiftur læknir kom í
héraðió. Brá hann sér í réttina og segir
sagan að nokkuð hafi verið áberandi hve
kvenkyns réttargestir sóttust eftir að ná
fúndi hans. Maður nokkur sem vildi ná
fundi læknisins hélt uppi fyrirspumum
um hann síðla dags og fékk þá eftirfarandi
svar ffá nærstöddum réttargesti.
Lœknirinn á lífsins plóg
ieggur hönd án trega.
Áðan fór hann út í skóg
með eina brúkaniega.
Þegar minnst er á lækna og réttir rifj-
ast upp þrjár vísur sem munu vera eftir
Magnús Finnsson ffá Stapaseli. Sagt er að
hann hafi sent Magnúsi Agússyni lækni
svofellt erindi til úrlausnar. Hefúr það trú-
lega verið á svonefndum bannámm.
Líður að réttum lœknir minn,
leitt er að vera þyrstur.
Guð lét vaxa vínberin,
var hann til þess fyrstur.
Svo ég ekki auki mas
og aiia virðing sýni
láttu vinur lögg á glas
aflœknabrennivíni.
Efþú þessu offrar mér
og eyðir þanka pressu,
mun ég síðar syngja þér
sáiubótar messu.
Löngum hefúr það tengst göngum og
réttum að hafa félagsskap við þarfasta
þjóninn og gæti eftirfarandi vísa vel hafa
orðið til af slíku tilefni.
Ætli viðförum ekki á bak
upp á gamla móðinn.
Eftir svona andartak
œttu að korna ijóðin.
Sagt er aó slíkum hátíðahöldum til-
heyri hjá einstaka manni aó dreypa á
vasaglasi, þrátt fyrir að möguleiki geti
verið á örlítið mismunandi gæðum fram-
leiðslunnar, eins og eftirfamdi vísa stað-
festir.
Veit ég landinn göfgar geð
og gleður andann rekka,
en þetta hland sem þú er með
það máfjandinn drekka.
Það er Helgi Kristjánsson ffá Ferju-
bakka í Borgarfirði sem lýsir svo þessari
ljúfu tilfinningu margra um gangnaleytið.
Mín er löngun loga ströng
líkistöngvum kvillum,
að heyra í göngum gleðisöng
gijúfra þrönga í millum.
Guðmundur Stefánsson á Akureyri
hefur oft farið í göngur á húnvetnskum
heiðum. Hann yrkir svo í upphafi ferðar.
Afram liggur leiðin enn
tii Ijúfra endurfunda.
Heiðin heiliar alia í senn
hesta, menn og hunda.
Ekki er víst um höíúnd að næstu vísu
en heyrt hef ég að álitið sé af kunnugum
að hún muni vera eftir Eyjólf Jónasson í
Sólheimum.
Úti er iífsins ergi og þras,
andinn fyllist glettum.
Er ég þukla góðlegt gias
í Gyllastaðaréttum.
Það mun hafa verið Guðmundur
Böðvarsson sem orti þessa fallegu vísu í
Þverárrétt.
Dó á fjöllum geisla glit,
glóir mjöll á dröngum.
Skógarhöll með haustsins lit
hló þar öll afsöngvum.
Önnur vísa kemur hér sem einnig mun
vera eftir Guðmund.
Fjölmarga göngu umjjöllin stundum í snjó
fór ég þrjátíu haust.
Einhver mun verða hin allra síðasta þó
efalaust.
Eyþór Gíslason frá Breiðargerði í
Skagafirði, nú búsettur syðra, er með hug-
ann á fomum slóðum um réttaleytið.
Hann minnist glaðra stunda héðan úr
Svartárdalnum og yrkir svo.
Drengir við Stajhsrétt í dölum frammi,
draumsýn í huganum hló.
Skyldu þeir syngja suður í hvammi
um sólskin og heiðar ró.
Því miður fer það oft svo að gleðina
þfytur fyrr en skyldi og em þá sumir á
undan öórum að ljúka við nestisforðann.
Lokavísan að þessu sinni mun vera ort í
Stafnsrétt og vom tildrög þau að svolaleg-
ur aðkomumaður í kolsvartri peysu sótt-
ist stíft eftir að fá í staupinu hjá höfundi
vísunnar sem þá átti enn eftir af sínu nesti.
En ekki veit ég fyrir víst hver hann var.
Þegar vín á þroturn er,
þá er enginn gjöfull.
Súptu á hjá sjáljum þér
svarti peysu djöfull.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Góð þátttaka á afmælismóti
Golfklúbbs Sauðárkrók
Halldór Halldórsson sigurvegari í karlaflokki án forgjafar.
Honum á vinstri hönd er Örvar Jónsson sem varð í öðru sæti
og ÓIi Barðdal Reynisson varð þriðji.
Myndir Stefán Pedersen.
Um þessar mundir eru 10 ár
liðin frá stofnun Golfklúbbs
Sauðárkróks. I tilefni tíma-
mótanna stóð klúbburinn fyr-
ir miklu afinælismóti sl. laug-
ardag og var það stærsta mót
sumarsins. Keppendur voru
70 talsins, þar á meðal einn
besti kylfíngur Reykvíkinga
Þorkell Snorri Sigurðsson,
sem varð að láta sér lynda 6.
sætið á Hlíðarendavellinum.
Auk heimamanna, var þátt-
taka góð úr nágrannabyggð-
um, frá Blönduósi, Skaga-
strönd, Sigluflrði, Ólafsfirði,
Dalvík og Húsvík. Fjölmenn-
asti flokkur gesta kom frá Dal-
vík, 18 manns. Aðalstyrkarað-
ilar mótsins voru Fiskiðj-
an/Skagfirðingur og útibú
Búnarðarbankans á Sauðár-
króki, en einnig styrktu mörg
önnur fyrirtæki á Sauðár-
króki golfklúbbinn vegna
mótsins.
Skemmileg og jöfn keppni
var á mótinu, þrátt fyrir að erfið-
ar aðstæður settu nokkuð svip
sinn á, en allhvasst var á laugar-
daginn. Keppendur létu það
samt ekkert á sig fá. Þar á meðal
var heiðursfélagi Golfklúbbs
Reynir Barðdal stjórnar-
maður í Golfklúbbi Sauðár-
króks tekur við blómvendi úr
hendi Stefáns Loga Ilaralds-
sonar fulltrúa bæjarstjórnar
Sauðárkróks.
Sauðárkróks og aldursforseti
Friðrik Jens Friöriksson læknir.
Friðrik, sem er 72 ára, átti fæst
pútt í keppninni ásamt Magnúsi
Hreiðarssyni frá Húsavík, 29
pútt. Og Friórik sýndi þá frá-
bæru gestrisni og íþrótta-
mennsku að draga Magnúsi
verðlaunin sem í boði vom fyrir
fæstu púttin.
Það vom þó ungu mennimir
sem gerðu sig gildandi á mótinu.
Halldór Halldórsson og Örvar
Jónsson börðust um sigur, pg
sigraði Halldór í bráðabana. Ur-
slit í mótinu urðu annars þessi:
Karlaflokkur án forgjafar.
1. Halldór Halldórsson GSS 82
2. Örvar Jónsson GSS 82
3. Óli B. Reynisson GSS 84
4. Ámi Jónsson GSS 86
5. Guðm. Ragnarsson GSS 86
6. Þorkell Snorri Sig. GR 86
Karlaflokkur með forgjöf.
1. Guðm. Guðmundss. GSS 71
2. Sverrir Valgarðsson GSS 75
3. Guöm. Ragnarsson GSS 75
4. Jón Sigurðsson GOS 76
5. Friðrik J. Friörikss. GSS 77
6. Óli B. Reynisson GSS 77
Unglingar án forgjafar.
1. Sigurður G. Jónsson GSS 88
2. Gunnlaugur Erlendss. GSS 91
3. Ámi Már Harðarson GSS 94
4. Guðm. Ingvi Einarss. GSS 95
5. Jóhann Ö. Bjarkas. GSS 108
6. Kjartan Ómarsson GSS 108
Unglingar með forgjöf.
1. Ami Már Harðarson GSS 70
2. Sigurður G. Jónsson GSS 73
3. Gunnlaugur Erlendss. GSS 82
4. Guðm. Ingvi Einarss. GSS 83
5. Jóhann Ö. Bjarkas. GSS 84
6. Þorsteinn Gestsson GSS 86
Konur án forgjafar.
1. Dóra Kristinsdóttir GHD 99
2. Svanborg Guðjónsd. GSS 101
3. Halla B. Erlendsd. GSS 101
4. Oddffíður Reynisd. HG 109
5. Sólrún Steindórsd. GSS 109
6. Þóra Sigmundsdóttir GH 109
Konur með forgjöf.
1. Svanborg Guðjónsd. GSS 73
2. Oddffíður Reynisdóttir GH 80
3. Dóra Kristinsdóttir GHD 81
4. Sólrún Steindórsd. GSS 81
5. Þóra Sigmundsd. GH 81
6. Halla Björk Erlendsd. GSS 82