Feykir


Feykir - 28.08.1996, Síða 3

Feykir - 28.08.1996, Síða 3
27/1996 FEYKIR 3 Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina við minnisvarðann í Bólu, m.a. forsetahjónin Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson. Minnst 200 ára fæðingar- afmælis skáldsins frá Bólu Fjárfrekar viðgerðir á veginum í Langadal Tekur til sín fé sem ætlað var við viðhalds öðrum vegum í kjördæminu Ekkert verður úr fyrirhug- uðum lagfæringum á vcginum í Stíflu í Fljótum og í Hrúta- firðinum í sumar eins og ráð var fyrir gert. Að sögn Arnar Þórarinssonar oddvita Fljóta- hrepps fékk hann þá skýringu á frestun framkvæmdarinnar, að taka hefði þurft viðhaldsfé sem ætlað var í þá framkvæmd og fleiri viðhaldsframkvæmdir í kjördæminu, í mjög kostnaðar- samar lagfæringar á þjóðvegi 1 í Langadal, sem varð fyrir miklum skemmdum sl. vetur. Talsvert snarpar umræður urðu um samgöngumál á þingi Sam- bands sveitarfélaga í Norðurlandi vestra um helgina og voru sveitarstjómarmenn óhressir meö að viðhald á sveitavegum og vegum utan þjóóvegar eitt hafi verió vanrækt á síðustu árum. Við lá að til orðahnippinga kæmi milli sveitarstjórnarmanna og þing- manna er staddir voru á þinginu. Guðmundur Vilhelmsson á Sævarlandi fulltrúi Skefilsstaða- hrepps og formaður samgöngu- nefndar héraðsnefndar Skagfirð- inga sagói að það færi árversnandi aó skipta sífellt lægri upphæð til lengri og verri kafla í vegunum sem þyrftu lagfæringar við. Fjóröa ársþing SSNV mót- mælti því harðlega að viðhald á safn- og tengivegum hafi verió vanrækt á undanförnum árum. Þingið skorar á samgönguráð- herra og samgöngu- og fjárlaga- nefndir Alþingis að sjá til þess aó ríkissjóður veiti það fé til safn- vega sem um var samið við setn- ingu laga um verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga er tóku gildi 1. janúar 1990. Köld svæði verði aðstoðuð við jarðhitaleit Mikið fjölmenni var saman- komið í minningarreitnum um Hjálmar Jónsson skáld við Bólu í Blönduhlíð laugardaginn 10. ágúst á afmælishátíð í tilefni 200 ára fæðingarafmælis skáldsins. Jafnframt var haldið niðjamót af- komenda Bólu-Hjálmars og Guðnýjar konu hans. Meðal við- staddra athöfnina við Bólu vom forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir. Athöfnin hófst með því að sr. Hjálmar Jónsson flutti frum- samið hátíðarljóð helgað minn- ingu forfeóra sinna. Þá tók til máls forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson. Vék hann að vitnisburði þjóókunnra Islend- inga og fræðimanna um skáldið frá Bólu og sagði m.a.: ,J>að er skemmtileg vísbending um þann sess sem Hjálmar Jónsson frá Bólu hefur átt með íslenskri þjóð í röska öld að fyrsti ráðherra Is- lands Hannes Hafstein og þriðji forseti lýðveldisins Kristján Eld- jám skuli báðir leggja okkur til svo djúpvitrar og meitlaðar lýs- ingar á ævi og verkum Hjálmars, en hróður hins fátæka alþýðu- skálds og hagleiksmanns á orð og tré hefur borist víðar en um íslenskar sveitir og sjávarbyggð- ir. Sá merki fræðijöfttr Sigurður Norddal greindi frá því í erindi sem hann flutti á fræðslufundi í verkamannafélaginu Dagsbrún 1942, að vorið 1918 þegar hild- arleikur heimstyrjaldarinnar fyrri hafði leikið Evrópu grátt, hefði hann átt samræður í London við prófessor Ker, sem var líklega mesti bókmenntafræðingur Breta á sinni tíð. Dr. Ker naut mikillar frægðar vegna eindæma þekk- ingar sinnar á bókmenntum álf- unnar bæði fomum og nýjum. í samræðum við Sigurð Norddal greindi hann frá því að haustið 1914, þegar nemendur hans vinir og frændur voru að fara til Frakklands og snéru fæstir aftur frá vígvellinum hefði honum verið daprast í huga á ævinni. Þá sagði dr. Ker „Mér var ekki eins mikil fró af neinu og að hafa yfir þessa vísu Bólu-Hjálmars: Mínir vinir farafjöld feigðin þessa heimtar köld ég kem eftir, kannski í kvöld með klofinn hjálm og rifinn skjöld brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Þá tók til máls sá fræðimaður íslenskur sem mest hefur sinnt rannsóknum á verkum Bólu- Hjálmars, dr. Eysteinn Sigurös- son og skýrði hann gestum og nyðjum Bólu-Hjálmars frá ævi skáldsins. Því næst fluttu tveir þekktir skagfirskir hagyrðingar og skáld ljóðmæli í tilefni dags- ins, Jóhann Guömundsson frá Stapa og Sigurður Hansen, en Sigurður er ættingi Eiríks bónda í Djúpadal er elti grátt silfur vió Bólu-Hjálmar á sínum tíma. Má segja að ljóó Sigurðar hafi falið í sér sáttargjörð er nær bæði til þá- tíðar og nútíðar, Sigurður taldi í formála sínu að ljóðinu, að með ádeildukveðskap sínum hefði Bólu-Hjálmar kannski öðru fremur veriö að deila á samtím- ann. Þá las Kristján Runólfsson á Sauðárkróki ljóð sem hann fann nýlega á gömlu handriti og talið er fullvíst að sé eftir Bólu- Hjálmar. Ljóðið fjallar um hetj- una Gretti Asmundarson. Stjómandi samkomunnar við Bólu var einn afkomenda skálds- ins, hinn kunni útvarpsmaður Ævar Kjartansson. Niðjamót var haldið í reitnum seinna um dag- inn, kaffi drukkið í Varmahlíð og borðað þar. Þá var kvöldvaka í Miðgarói um kvöldið. Fjórða ársþing SSNV að Löngumýri ítrekar áskorun á Alþingi og ríkisstjórn að efla Orkusjóð og gera honum kleifl að styrkja sveitarfelög á „köld- um svæðum“ til jarðhitaleitar. í greinargerö segir að sveitar- félög sem ekki eigi aðgang að jarðhita hafi farið halloka og verið lakari kostur til búsetu og rekstrar fyrirtækja. í Ijós hafi komið á síð- ustu árum að virkjun jarðhita hef- ur verið möguleg á svæðum sem áður hafa verið skilgreind sem ,Jcöld“. Kostnaður við jarðhitaleit er hins vegar gífurlegur og oft lagður í töluverðri óvissu um ár- angur. Sigurjón frá Víðimel slær í gegn á Ítalíu Tenórinn Sigurjón Jóhannes- son, sem gjarnan er kenndur við Víðmel í Skagaflrði, og mikið hefúr sungið með skag- firsku söngvurunum Helgu Rós Indriðadóttur frá Hvít- eyrum, Margréti Stefánsdótt- ur frá Víðidal og Asgeiri Ei- ríkssyni frá Sauðárkróki, er að gera það gott í söngnámi á Ítalíu, samkvæmt umfjöllun sem Feyki barst nýlega úr ítalska blaðinu Liberta. „Þar segir að hinir ungu og efnilegu Islendingar, Sigurjón Jóhannesson tenór og Aðalheið- ur Pétursdóttir mezzosópran, tóku þátt í tónleikum sem haldnir voru í lok „Mater Class“, námskeiðs í söng og söngtúlkun að frumkvæði Eu- geniu Ratti, hinnar frægu sópransöngkonu við Scala leik- húsið í Mílanó. Tónleikarnir voru haldnir í tónleikasal Heilags Jóhannesar í Mario Mangia tónlistarskólanum í Fierenzuola d’Arda (Piacenza), undir yfirskriftinni „Fjarrænir hljómar'". Hinum stórgóðu ís- lensku söngvurum var klappað mikið lof í lófa og hröfuharðir söngunnendur meðal áheyrenda kunnu vel að meta fágaðar radd- ir og vandaða túlkun söngvar- anna. Söngvaramir tóku síðan að boði próf. Massimo Cottica kennara í kammartónlistarfræð- um þátt í formlegum kvöldtón- leikum þar sem á efnisskránni var „Libeslieder Walzer op. 52“ eftir Jóhannes Brams. Tónleik- arnir voru haldnir í hinum glæsilega tónleikasal G. Nicol- ini tónlistarskólans í Flórens, en hin þekkta sópransöngkona Eu- genia Ratti hefur kcnnt vió skól- ann um árabil. Skólastjóri skólans, tónsmið- urinn og tónlistarkennarinn Fabrizio Garilli, lauk miklu lofsyrði á hina frábæm íslensku söngvara eftir glæsta frammi- Sigurjón Jóhannesson. stöðu þeirra í hinu krefjandi verki Brahms og kvaðst vonast til að mega hlýða á þau að nýju þegar þau kærnu aftur til Italíu á komandi hausti. Vió ítalskir áheyrendur von- umst til að fá aö heyra þau syngja á ný hið bráðasta og gjaman heyra þau spreyta sig á öðrum verkum af efnisskrá óp- erutónlistarinnar, eins og til dæmis Sigurjón sem Riccardo í Grímudansleiknum e. Verdi, eða Aðalheiði í Samson og Dalila eftir Saint Saens“, segir ítalska blaðakonan Janna Basilio í umfjöllun sinni. Leiðsögutæki til sölu! Til sölu Koden KGP 911 GPS leiðsögutæki. Innbyggður plotter og margt fleira. Stór og góður skjár. Hefúr verið notaður í fjallabíl en hentar ekki síður í bát. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 453 5421 eftir kl. 20.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.