Feykir - 28.08.1996, Síða 4
4FEYKIR 27/1996
Fjögur súpersláturhús ekki líkleg
til lækkunar milliliðakostnaðar
Ágrip úr erindi Jóns Magnússonar um atvinnumál á þingi SSNV
A undanfömum þremur ámm
hefur Byggðastofnun lagt aukna
áherslu á lán- og styrkveitingar
til ferðaþjónustu þá ekki síst
hérna í kjördæminu. Stefnan
undanfarið hefur verið að lána
síóur til uppbyggingar gistirým-
is, þess í stað að deila styrkjum
og útlánum til þeirra aðila sem
vilja koma á fót afþreyingu fyrir
ferðafólk. Nokkuð hefur verið
lánað til iðnaðar, einna helst til
byggingar iðnaðarhúsnæðis.
Ef litið er til stöðu atvinnu-
veganna hér í kjördæminu, þá
ber fyrst að nefna landbúnað og
þau vandræði sem greinin hefur
átt við að etja á undanfömum
ámm, sérstaklega í sauðfjárrækt-
inni. Ljóst er að þróunin er í þá
átt að smærri búum mun fækka
þrátt fyrir lítilsháttar framleiðslu-
aukningu, því ffamleiðslueining-
amar munu stækka talsvert. Þetta
má einnig segja um mjólkuriðn-
aðinn, þó með þeirri undantekn-
ingu að framleiðsluaukning hef-
ur orðið talsverð hér í Skagafirði
vegna kaupa á mjólkurkvóta til
héraðsins.
Mann fari offari
Það hefur verið horft mikiö til
útflutnings á lambakjöti sem
lausn fyrir sauðfjárbændur í
þessu kjördæmi jafnt sem í land-
inu í heild. Ég tel hinsvegar að
menn fari offari í þessum efnum,
ekki hvað síst vegna þess að fyrir
dymm stendur að ráðast í tug
eða hundraða milljóna fjárfest-
ingu til uppbyggingar fjögurra
útflutningssláturhúsa í landinu.
Stefna stjórnvalda varðandi
stuðning vió fjögur útflutnings-
sláturhús verður að byggjast á
raunverulegum hagkvæmnis-
sjónarmiðum og ígmndaðri rök-
semdafærslu. Með stefnu stjóm-
valda verður að tryggja að sam-
keppnisstaða verði ekki skert á
þann veg að lítil eða meðalstór
sláturhús sem hafa sveigjanleika
varðandi þarfir markaðarins
leggist af eða verði gjaldþrota.
Mjög brýnt er því að skoða stöóu
sláturhúsa í landinu í dag með
tilliti til hagkvæmni í rekstri og
þarfir markaðarins. Einnig ber að
kanna raunvemlegan pólitískan
vilja fyrir uppbyggingu fjögunra
sláturhúsa áður en ráóist er í
slíka fjárfestingu. Það er degin-
um ljósara að sú breyting sem
orðið hefur á sölukcrfi sauðfjár-
afurða meó nýjum búvömsamn-
ingi og markar á vissan hátt
tímamót nú á þessu hausti mun
færa bændur nær hinum al-
menna neytanda. Því hefúr verið
haldið fram að með auknu ffjáls-
ræði með sölu á dilkakjöti muni
skapast hér lögmál fmmskógar-
ins og að bændur fari að niður-
bjóða hvor fyrir öðmm, en ég tcl
að sá ótti eigi ekki við rök aö
styðjast, einfaldlega vegna þess
að það mun enginn kjötheildsali
leggja í þá vinnu sem í því felst.
Þessi breyting gerir miklar kröf-
ur til sauðfjárbænda um hagræð-
ingu á sínum búum og ekki hvað
síst mun stuðla að mikilli sam-
keppni milli sláturhúsa, vegna
þess að slátur- og milliliðakostn-
aður er sá þáttur sem verður að
minnka vemlega. Fjögur súper-
sláturhús tel ég ekki vel til þess
fallin að lækka milliliðakostnað
til bænda, eða að þau hafi mögu-
leika á að laga sig að erlendum
markaði svo aó nokkm nemi.
Sjávarútvegur
Varóandi sjávarútveg, þá em
tvö stærstu sjávarútvegsfyrirtæk-
in á Siglufirði og Sauðárkróki,
og stærsta bolfiskvinnslan er
staðsett á Sauðárkróki. Það sem
hinsvegar hefur breyst á síðustu
ámm er það að rækjuvinnsla er
orðin langstærsta fiskvinnsla á
svæðinu. Segja má að góð dreif-
ing sé á þessari starfsemi, rækju-
vinnsla á nær hverjum þéttbýlis-
stað. Það gleðilega er að á síó-
ustu tveimur ámm hefur rækju-
vinnslan skilað mjög góðri fram-
legð. En vissulega er verðfall á
rækju nú stórt áhyggjuefni.
Rækjuverksmiðjumar hafa stað-
ið þétt saman að nýsköpun í
greininni. Þá má nefna samstarf
þeirra og nokkurra sveitarfélaga
að koma á fót rækjumjölsverk-
smiðju á Hvammstanga. Þessi
vinnsla sýnir sig í að vera mjög
arðbær. Hráefni til mjölvinnsl-
unnar er verðlaust rækjuhrat,
sem tekist hefur að vinna úr
gæðamjöl sem auðvelt er að
selja fyrir gott verð. Framleiðsl-
an stuðlar aö því að gera verð-
mæti úr verðlausu hráefhi og um
leið að stuðla að umhverfis-
vernd, með því að hætta að
henda rækjuúrgangi í náttúmna.
Ég ætlaði reyndar að hlífa Sigl-
firðingum við þessari síðustu at-
hugasemd. ( Hér hlógu fundar-
menn).
Inaður
Varðandi iðnað er ljóst að sú
atvinnugrein er ekki fyrirferðar-
mikil í kjördæminu samanborið
við t.d. höfuðborgarsvæðið. At-
hyglisvert er einnig að þegar
skoðuð er atvinnuskipting í kjör-
dæminu nokkur ár aftur í tímann,
þá er staðreynd að störfum í iðn-
aði hefur fækkað nokkuð að
undanfömu. Orsakimar má að
nokkm leyti rekja til fækkunar
starfa í sláturiðnaði, einnig til
hagræðingar og vélvæðingar
sem orðið hefur í greininni. Ljóst
er að til einhverra aðgeróa verð-
ur að grípa til að forráðamenn
meðalstórra fyrirtækja líti á það
sem vænlegan kost að hefja
starfsemi á svæðinu.
Ferðaþjónusta
Sú atvinnugrein sem vaxið
hefur hvað mest í kjördæminu
síóustu árin er ferðaþjónusta.
Það er á vissan hátt gæfa svæðis-
ins hvað sveitarstjómarmenn hér
hafa verið opnir fyrir þeim
möguleikum sem ferðaþjónusta
hefur upp á að bjóða í atvinnu-
legu tilliti. I sumra augum hefur
ferðaþjónustan ekki hlotið verð-
ugan sess og má það að ein-
hverju leyti rekja til þess að störf
og tekjur í ferðaþjónustu em oft
Jón Magnússon starfsmaður
útibús Byggðastofnunar á
SauðárkrókL
á tíðum ekki eins sýnileg og í
öðmm atvinnugreinum.
I sambandi við atvinnu- og
byggðaáætlun í V.-Húnavatns-
sýslu var gerð nokkuð nákvæm
úttekt á störfum og tekjum af
ferðaþjónustu í sýslunni. Kom
þar fram að hún skilaði heldur
meiri tekjum en nettóafkoma
sauófjárræktar í sýslunni. Það
sem hinsvegar hefur skort á er
samvinna milli aðila, þá er ekki
átt við samvinnu ferðamálafé-
laga, heldur samvinnu einstakra
hagsmunaaðila er veita þjónustu
til ferðamanna. Þetta má rekja til
þess misskilnings að menn virð-
ast halda að þeir séu að slást um
síðustu krónur ferðamannsins.
Nú er svo komið að í kjördæm-
inu eru afþreyingarmöguleikar
orðnir svo miklir að ferðamenn
gætu dvalist hér í margar vikur
án þess aó verða uppiskroppa
með viðfangsefni. Tel ég að
þjónusta við ferðamenn eigi eftir
aö eflast hér enn frekar og tekjur
aukast af greininni.
HJindiaæ IBw^nma
Sjáðu nú til karlinn
Eftir forsetakosningarnar
heimsótti ég vin minn Ólaf Vís-
mann, sem nýkominn var heim af
sjúkrahúsi, þar sem hann hafði
dvalið um tíma sér til heilsubótar.
Þaö var samt ekki að sjá á honum
að hann hefði átt við lasleika að
stríða, því það bókstaflega
sindraði af honum þegar forseta-
kjöriö kom til umræðu. Hann
bauð mér strax fram í eldhús og
settist þar ábúðarmikill á
messustólinn. Ég sá að hann iðaði
allur af áhuga, enda tók hann þeg-
ar til máls af fullum krafti og
þurfú ég ekki aö gera mér neinar
vonir um að komast að í bráðina.
Já sjáðu nú til karlinn minn,
byrjaði hann. Ég vissi alveg frá
byrjun að nafni yrði kjörinn. Þetta
er svo skolli klár maður og ekki
spillir konan fyrir honum og þá
ekki dætumar, þessar gullfallegu
hnátur. Þaö var svo sem auðvitað
aó nafni viðhefði tvöfalda inn-
spýtingu þegar hann hófst handa
við að Ijölga mannkyninu. Það er
svo sem kraftur í öllu sem hann
gerir. Það sést eins og svart á
hvítu.
Nafni minn er ekta heimsmað-
ur og hann þekkir íslensku þjóð-
arsálina út í gegn. Bara þaö að
lýsa yfir framboði í huggulegheit-
um heima í stofu, bræddi fólk út
um allar Uissur. Kvenfélagskerl-
ingar og allra handa þjóðleg batt-
erí máttu ekki vatni halda af hrifn-
ingu og lofsungu nafna hástöfum.
Sumir gerðu þaö þó ekkert hefði
verið fjær þeim nokkrum vikum
áöur. Þetta var sálrænt gegn-
umbrot hjá nafna mínum, þaul-
hugsuð leikflétta. Fólk féll fyrir
þessu út um allt land, ó hann er
svo heimilislegur, svo íslenskur í
sér. Ég kýs hann og engan annan!
Forusta Sjálfstæðisflokksins
var náttúrulega ekki hrifin af
nafna, enda hefúr hann oft reynst
minn
þeim herrum sem þar ráða erfiður
viðfangs, svo ekki sé meira sagL
En nú er nafni ekki lengur að
hugsa um þetta pólitíska hana- og
hænuat. Hann er kominn meó
hugann á miklu hærra plan. Og þú
mátt bera mig fyrir því að þeir eru
fáir pólitíkusamir sem hefja sig
upp á efstu skör þjóólegs ágætis
eins og nafni minn. Hann fór létt
meó þetta, eldklár og landsföður-
Iegur á allan máta.
Þessir forstjórar hjálpuðu hon-
um svo á lokasprettínum, þó önn-
ur væri ætlunin. Pétur átti nefni-
lega aldrei neina möguleika, þó
hann sé sjálfsagt vænsti maður.
Guðrún hélt aó hún ættí einhverja
möguleika, einkum eftír að nafna
hennar sá hag sinn í því að hætta,
en blússandi lensið hannar skilaði
sér hreint ekki. Svo er fólk vitan-
lega orðið þreytt á þessu eilífa
jafnréttisröfli. Þessar háskóla-
menntuðu skeljahrífur sem em í
Þótt langt sé um liðið ber
forsetakosningar á góma í
pistli Rúnars Kristjánssonar.
fomstu í þessu jafnréttisbatteríi
þarna fyrir sunnan eru bara að
hugsa um að koma sér á framfæri.
Þessi jafnréttíshugsjón er svo sem
ekki verra tæki tíl þess en annað.
Þær fá kannski þingsætí út á þetta
og verða ósköp miklar í munnin-
um, en þær koma aldrei tíl meó að
gera nokkum skapaóan hluL Það
er löngu orðið ljósL
En við vomm að tala um for-
setakosningarnar. Já þær setja
merkilega síðu inn í íslandssög-
una. Fyrir svo sem 20 ámm máttí
formaður Alþýðubandalagsins
ekki einu sinni fá stjómarumboð,
það var nánast landráðasök í aug-
um sumra. Nú kýs þjóðin sér for-
seta sem er nýhættur sem formaó-
ur þessa flokks og kærir sig koll-
ótta um kaldastríðstal og komm-
únisma. Og nafni vinnur í öllum
kjördæmunum. Það sýnir að þjóó-
in er jafngáfuð um allt land. Ég
Olafur Vísmann er því hreykinn
af því að vera Islendingur og
nafni minn á eftir að gera okkur
öll hálfu hreyknari af því sem við
emm í dag. Það er mín skoðun að
hún er rétt því Ólafur Vísmann fer
ekki með fleipur.
Þannig lauk vinur minn tali
sínu eða öllu heldur ræðu, því
hann sagðist þurfa að haska sér tíl
læknis, því hann væri undir eftír-
liti hvítsloppa á æóstu stöðum,
sem vektu yfir heilsufari hans. Ég
kvaddi því minn flugmælska vin,
enda hafði ég um nóg að hugsa
eftir þessa kraftræðu hans sem
söng í eyrunum á mér lengi á eft-
ir.
15. júlí 1996.
Rúnar Kristjánsson.