Feykir


Feykir - 30.10.1996, Page 2

Feykir - 30.10.1996, Page 2
2FEYKIR 36/1996 Snúum vörn í sókn er. Bæjarstjórn Blönduóss: Rætt um stöðu og fram tíðarhorfur bæjarins Atvinnumál hafa verið í brennidepli hér undanfarið og ekki að ástæðulausu. Ekki er bjart framundan í fiskvinnslunni og því veitir okkur ekki af nýjum úrræð- um. Við verðum öll að leggjast á eitt í þeirri baráttu sem framundan Toyota LandCruiser LX bensín, stuttur, árg. '88, ekinn 152 þús. km. Verð 1.050.000. Góður bfll. MMC Pajero, bensín, stuttur, árg. '88, ekinn 164 þús. km. Veró 690.000. MMC Galant GLXI2000 sedan, 4x4 árg. 91, ekinn 95 þús. km. Venö 1.050.000. Fallegurbíll. MMC Lancer GLX 1500 sedan, sjálfsk. árg. '89, ekinn 89 þús. km. Verð 600.000. Topp bfll. Toyota Corolla 1300 XL L/B, árg. '88, ekinn 116 þús. km. Veið 490.000. Fallegurbfll. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. Stjórn Verkalýðsfélagsins Fram hefur ákveðið að hafa for- göngu um átak í atvinnumálum kvenna. Svipað átak var gert á Vestfjörðum og kallaðist það Snerpa. Það stóð í tvö ár og var skipuð stjóm sem hafði yfirum- sjón með verkefninu. Sú stjóm réði atvinnuráðgjafa sem sá um framkvæmd mála. Framkvæmdin fólst í ráðgjöf til þeirra kvenna sem höfðu hugmyndir að atvinnu- sköpun. Ef hugmynd var talin góð var hugað aó fjármögnun, sölu- möguleikum og markaðssetningu. Til aö gera langa sögu stutta þá bárust um 80 fyrirspumir og nokkur fyrirtæki voru stofnuð í kjölfarið, svo sem haröfiskverk- un, svepparækt og nokkur hand- verkshús. Hér í Skagafirði eru ótal tæki- færi fyrir duglegt fólk með hug- myndir, hvort sem um er aö ræða smáiðnað, ferðaþjónustu eða handverk svo fátt eitt sé nefnt. Nú er lag að virkja það fólk sem hef- ur hugmyndir en veit ekki hvemig á að koma þeim í framkvæmd eða hvort þær em yfirleitt ffamkvæm- anlegar. Ataksverkefni af þessu tagi er framlag til frumkvæðis í atvinnu- sköpun og hvetur konur til að virkja sínar hugmyndir samfélag- inu til góðs. Því boðar Verkalýðs- félagið Fram til fundar um málið sem verður haldinn að Sæmund- argötu 7a (Ströndinni) Iaugardag- inn 2. nóvember kl. 16,00. Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa á málinu að mæta og taka þar með þátt í að gera þetta átak að veruleika. Asdís Guðmundsdóttir, starfs- maður Verkal.felagsins Fram. Á fúndi bæjarstjórnar Blöndu- óss á dögunum var rætt um stöðu og ffamíðarhorfúr bæjar- ins. Verulegar umræður urðu um málið og tóku allir bæjar- fulltrúar þátt í þeim. Fram kom áhugi að kanna viðhorf bæjar- búa til þessara mála og hugsan- lega líka mcð hvaða hætti brott- fluttir Blönduósingar sjái nú bæinn og hvað þyrfti að gera til þess að að þeir gætu hugsað sér að flytja heim aftur. Á fundinum voru lögð fram gögn um fólksfjölgunarþróun, aldursskiptingu, ársverk og at- vinnuskiptingu í bænum. Pétur Arnar Pétursson forseti bæjar- stjómar lét þá skoðun sína í ljós að fjögur atriði réðu öðm fremur um hvar fólk kysi að búæ efnahagslegt öryggi, góð samfélagsleg þjónusta, tómstundaiókanir og átthagatengsl. í máli Péturs Amars kom fram að fjöldi ársverka hefði tapast á síðustu 10-15 árum í Húnaþingi. Harðast hefði þetta bitnað á dreif- býlinu þar sem um 300 ársstörf hefðu tapast á 10 árum vegna samdráttar í hefðbundnum land- búnaði. Þetta hefði síðan haft sín áhrif í þjónustu- og úrvinnslu- greinum á Blönduósi, auk þess að gjaldþrot Pólarprjóns á sínum tíma, þar sem um 50 störf glötuó- ust, heföi verið slíkt reiðarslag íyr- ir atvinnulíf bæjarins, að enn hefði ekki náðst að vinna þaó upp. Þá hefðu framkvæmdir við Blöndu á sínum tíma ollió fráhvarfsein- kennum í atvinnulífinu eftir á og stjómvöld hefðu þar ekki staðið viö sitt. Þá ylli það ráðamönnum á landsbyggðinni áhyggjum, þær stöðugu fréttir sem berast af á- formum um stórkostlega atvinnu- uppbygginu á suóvesturhominu. I>ar sem ljóst væri að það vinnuafl sem talað er um, um 2000 störf strax á næsta ári, sé ekki til þar, þýddi þetta ekkert annaó en byggðarröskun. Draumasveitarfélagið Nú má spyrja hvaða eiginleikum sveitarfélag þarf að vera gætt til að rekstur þess teljist til fyrirmyndar. Fyrir íbúana þarf skattheimtan að vera sem lægst. Fjárfestingar þurfa að vera nægjanlegar. Þjónusta þarf að vera hagkvæm. Skuldir þurfa að vera sem minnstar. Veltufjárhlutfall þarf að vera kringum 1. Fjölgun íbúa þarf að vera hófleg, því fækkun þýð- ir verri nýtingu á þjónustu og mikil fjölgun kallar á viðbætur. Ef settur er upp mælikvarði sem byggir á eftirfarandi forsendum: Draumasveitafélagið fær einkunina 10. Skatttekjur pr. íbúa eru kvarðað- ar 1-10 samkvæmt spönn skatttekna hverju sinni. Heppilegt hlutfall mála- flokka af tekjum er talið 75% en 1% frávik í hvora átt sem er veldur 1 í lækkun. Hlutfall fjárfestingar af tekj- um er 25%, 1% frávik þýðir 2 í lækkun. Skuldir pr. íbúa ættu að vera 0. Hver 10.000 kr. skuld þýðir 0,5 í lækkun. Ef frávik veltufjárhlutfalls fer yfir 10% frá 1,0 þá vegur 0,1 þar umfram 0,1 í lækkun á einkunn. Ef fjölgun/fækkun er umfram 2% þá lækkar einkunn sem nemur 1 fyrir hvert prósentustig breytingar um- fram 2%. Ekki er gefin lægri einkun en 0. Breytingar eru síðan vegnar jafnt saman og reiknuð einkunn fyrir hvert sveitarfélag. Þessi aðferð byggir á mati, sem er ekki óraun- hæft, en verður aldrei stóridómur. En aðferðin getur gefið gagnlegar vís- bendingar og til þess er leikurinn gerður. (Vísbending 25. okt. 1996) í fréttum um helgina, svæðisútvarps- ins og síðan í aðalfréttatíma ríkisút- varpsins, gat að heyra að Sauðárkrókur hefði fengiö lægstu einkunn og reyndar falleinkun í úttekt sem tímarit um við- skipta- og efnahagsmál, Vísbending, hefði gert um rekstur sveitarfélaga í landinu á síðasta ári. I fréttinni sagði að þrjú norðlensk sveitarfélög væru meðal þeirra fimm sem Vísbending gæfi lægstu einkunn í úttekt sem blaðið gerði á rekstri 30 sveitarfélaga. Varðandi úttekt á hvað væri svokallað „draumasveitarfé- lag" í landinu fékk Sauðárkrókur hroða- lega einkunn. Þetta hljómaði undarlega í eyrum fyrir þá sem vissu að Sauðárkrók- ur er eitt fárra sveitarfélaga í landinu þar sem fjölgun íbúa hefur verið yfir lands- meðaltal til fjölda ára. Draumasveitarfélag, hvað þýðir það?, hafa væntanlega þeir velt fyrir sér sem heyrðu fréttina. Og trúlega hafa margir slegið því föstu, að það hlyti að vera það sveitarfélag sem fólk langaði til að flytja til flytti það búferlum. Fyrir þá sem gáfu sér það sem vissu að þessi frétt væri óyggjandi tíðindi, hlýtur því Sauðár- krókur að vera hræðilegur staður. -En ansi er það þá skrýtið að fólk skuli hafa verið svona vitlaust að flytja á þennan stað mörg undanfarin ár! Eru Islendingar þá svona vitlausir eftir allt saman? Eflaust hafa Sauðkrækingar hrokkið við að heyra þessa frétt, en í útreikning- um Vísbendingarmanna á hvað sé draumasveitarfélagið í landinu, fær Sauðárkrókur ekki nema 3,3 í einkunn, eða næstlægstu einkunn. Aðeins Sand- gerði er með verri útkomu. Hagur Sauð- árkróks hefur versnað í þessari könnun Vísbendingar um 2,3 stig á einu ári. Ná- grannar okkar á Blönduósi og Siglufirði hafa hinsvegar báðir bætt sig frá fyrra ári. Blönduós fær nú 5,8 í stað 4,8 í fyrra og Siglfirðingar fá nú 6,4 í stað 6,1 í fyrra. Akureyringar hinsvegar tróna á toppnum, eða svo gott sem, með 8 í ein- kunn eins og í fyrra. Kannski hefur það líka snúið hnífnum í sárinu hjá Króksur- um, því eins og kunnugt er hefur alla tíð verið talsverður rígur á milli þessara staða. En til hamingju Akureyringar, og gott hjá ykkur Blönduósingar og Sigl- firðingar að sýna þessar framfarir milli ára. En þó að í frétt útvarpsins hafi komió fram, að í úttektinni hafi verið farið ná- kvæmlega í stöðu þessara sveitarfélaga, litið á skuldastöðuna, fjárfestingar og fleira, þá hlýtur það að vera mikið álita- mál, hversu réttur sá stuðull sé sem þeir Vísbendingarmenn setja varðandi út- reikninga á draumasveitarfélaginu. Þennan stuðul gefur að líta í ramma hér til hliðar, og eins og sjá má þar segir orðrétt um þessa útreikninga: „Þessi að- ferð byggir á mati sem ekki er óraun- hæft, en verður aldrei stóridómur". Þar hafið þið það, aðferðin er ekki óraunhæf, en spumingin er hversu raunhæf er hún? Dæmi hver fyrir sig. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 453 6703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandssgn, Sæmundur Hermannsson, Sig- urður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarverð 160 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 180 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.