Feykir


Feykir - 30.10.1996, Page 6

Feykir - 30.10.1996, Page 6
6 FEYKIR 36/1996 (/a.Ú/f'S’í/c&éa 153. Bergur lýsti högginu til Húnavatnsþings. Menn komu til þings og leituðu sátta. Bergur kvaðst ekki fébætur taka og því aðeins sættast aö Jökull gengi undir þrjú jarðarmen sem þá var siður eftir stór- ar aðgerðir „og sýna svo lítillæti við mig“. Jökull kvað fyrr mundu hann tröll taka en hann lyti honum svo. Þorsteinn kvað þetta vera álitamál „og mun eg ganga undir jarðarmenið". Bergur kvað þá goldið. Hið fyrsta jarðarmen tók í öxl, annað í bróklinda, þriðja í mitt lær. Þá gekk Þorsteinn undir það fyrsta. Bergur mælti þá: „Svínbeygði eg nú þann sem æðstur var af Vatnsdælum". 154. Við þessum orðum brugðust Vatnsdælingar hart og kom til snarpra orðaskipta milli þeirra og 155. Var þetta nú gert að tíðindum um sveitír. Þar bar saman hólmstefnur þessar og að Þorsteinn hafði vinaboö að Hofi því að svo gerði hann hvert hausL Helga hét kona. Hún kom út með Bergi og var frilla hans. Hún var mikil kona og sköruleg, framsýn og forspá og margkunnig um flesta hluti. Hún mæltí til Bergs: „Oviturlega hefir ykkur frændum orðið að þið ætlið að þreyta hamingju við sonu Ingimundar. Þar fer eigi svo því að Þorsteinn er reyndur bæði að vití og gæfu en það er sannmælt til Jökuls, að engi berserkur er slíkur í öllum Norðlendingafjórðungi sem hann og ertu eigi hans jafningi þótt þú sért mikill /áé/n/ C/0/r£,'S>o/r. Bergs og Finnboga á Borg. Skoraði Finnbogi á Þor- stein tíl hólmgöngu, sem og Bergur á Jökul. Jökull svarar þá: „Heyr hvað mannfýlan mælir að þú dirfir þig að því að jafnast við oss eða bjóða mér hólmgöngu því að mér þykir eigi ofætlað þó eg berj- ist við ykkur Finnboga báða. Skal og það vera og vil eg leysa undan Þorstein bróður minn því að það er skaði að honum veiði nokkuð tíl meins en það er þó eigi örvænt ef þeir Finnbogi berjast því að hann er hinn mestí ofuihugi en hér er hvoriga að spara sem vér erum“. Meira sagði Jökull og var það niðrandi um Berg, „ef þú hefir heldur manns hug en meraf‘. Skilja þeir við svo búið og fór hver til síns heimilis. fyrir þér. Og svo mikla sneypu sem þú hefir áður far- ið fyrir honum þá ferð þú nú aðra hálfu meiri ef þið eigist nokkuð við. 156. Svo er sagt að þann sama morgun að fara skyldi til hólmgöngu þessarar var komið á svo mikið kafafjúk með frosti að engu vætta var út komanda. Þann sama morgun snemma var barið á dyr að Hofi. Þorsteinn gekk til dyra og heilsaði Jökli bróður sín- um. Jökull spurði hvort hann væri búinn til hólm- stefnunnar. „Þykir þér einstætt að fara því að þetta er illviðri?‘ sagði Þorsteinn. ,J>að þykir mér víst“, svar- aði Jökull. íslenska „vídeó- kynslóðarinnar" Þessar oróaþýóingar hafa flogió á milli myndsíma að undanfömu. Þau grófustu hafa reyndar verið fjar- lægó af listanum. Aó þykkna upp = Veróa ólétt Afturvirkni = Samkynhneigó karla Almanak = Nektamýlenda Arfakóngur = Garóyrkjumaóur Baktería = Hommabar Búóingur = Verslunarmaóur Forhertur = Maður meó harðlífi Iórun = Niðurgangur og uppköst Kóngsvöm = Forhúó Lóðarí = Lyftingar Meinloka = Plástur Neitandi = Bankastjóri Penisilín = Nærbuxur karla Pottormar = Spaghettí Rióvöm = Skírlífsbelti Sífliss = Óstöóvandi hlátur Skautahlaupari = Fjöllyndur karlmaður Skautbúningur = Nærbuxur kvenna Tylfingur = Sá sem vinnur á tölvu Undandráttur = Ótímabært sáðlát Utsynningur = Ráóherra Varpstöð = Kasthringur Veióivatn = Rakspíri Vindlingur = Veðurfræöingur Vökustaur = Hlandsprengur að morgni Þorstaheftur = Óvirkur alki. Þrír Tindastólsmenn með KR í vetur Með úrvalsdeildarliði KR í vetur leika þrír fyrrum Tindastólsmenn: Ingvar Ormarsson, Hinrik Gunnars- son og Björgvin Reynisson. Þeir Ingvar og Hinrik hafa verið í byrjunarliði KR í haust og mikið mætt á þeim. Þeir skomðu allir í síðasta leik og átti Ingvar stórleik var stiga- hæsti maður liðsins ásamt Her- manni Haukssyni. Baráttusigur Tindastóls í Kópavogi „Úr því sem komið var, var þetta mjög gott og sýnir karakter í liðinu. Ég held við séum á réttri leið“, sagði Halldór Halldórsson formað- ur körfúknattleiksdeildar Tinda- stóls, eftir að liðið hafði náð að knýja fram sigur á Breiðabliki í framlengdum leik í Smáranum í Kópavogi. Tindastóll er þar með kominn með fjögur stig í dcildinni, jafnmörg og Islandsmeistarar Grindavíkur, nýliðar Islirðinga og Borgnesingar. Þrjú lið eru á botn- inum án stiga, Breiðablik, Þór og IA, en hin liðin eru öll jöfh í efsta sætinu með sex stig. Þessi staða sýnir að keppnin verður mjög jöfh og skemmtileg í DHL-deiIdinni í vetur. Tindastólsmenn byrjuðu hörmu- lega í Smáranum. Hittu ekki neitt og Breiðabliksmenn komust í 11:0 og síðan 22:7. Breiðabliksmenn juku enn muninn og höfðu 18 stig yfir í leikhléi 45:27. Áhangendum Tindastóls leist ekkert á blikuna, er hér var komið var sveiflan orðin tæp 60 stig frá leik Tindastóls og Blika í Lengjubikam- um nokkrum dögum áður. En sem betur fer var síðari hálf- leikurinn andhverfa þess fyrri. Tinda- stólsmenn tóku að saxa nióur forskot Blika, mest fyrir forgöngu Ómars Sigmarssonar, sem skoraði hverja 3ja stiga körfuna á fætur annarri. Baráttan var mikil í liðinu og þegar 5 mínútur voru til leiksloka náðu Tindastóls- menn loks að komast yfir 63:62. Blik- amir gáfust ekki upp og endurheimtu forustuna, en Króksarar jöfnuðu og komust yfir þegar skammt var til leiksloka með hjálp Cesare Piccini. Útlendingurinn í liði Blika náði að jafna úr vítaskotum, 74:74 og ffamlengingin blastí við. I henni voru Tindastólsmenn steikari og sigmðu 85:78. Stig Tindastóls: Jeffrey Johnson 26, Ómar Sigmarsson 24, Cesare P. 15, Lárus D. Pálsson 9, Y. Parke 4, Sigur- vin Pálsson 4 og Amar Kárason 3. Næsti leikur Tindastóls í DHL- deildinni verður gegn IR í Síkinu annað kvöld, fimmtudag. Með IR leikur með- al annarra Atli Þorbjömsson, sem skor- aði 15 stig fyrir IR í síðasta leik og var næststigahæstí maður liðsins. Nú verður gaman að fylgjast með hvernig Tindastóli gengur gegn sterkari liðunum í deildinni, og kannski hafa þeir verið heppnir með röðun leikja til þessa? En það er víst að strákunum veitir ekkert af góðum stuðningi áhorfenda. Knapinn Knapinn er jajnan á fljúgandi ferð, flengist um grundir, um kletta og klungur. Varla afmanrtanna mildustu gerð, magmst við hverskonar gildrur og sprungur. Hleypir þeim gœðingum gjarnan á flug, gleypir við hœttum, þótt viðsjálar þyki. Beitir hann hugrekki, djörfung og dug, drengur er hvarvetnafullhugans líki. Otrauður geysist hann göturnar fram, gangsamir fákarnir flugvakrir þjóta. Ahugasamur hann aktar sitt granmi, alls er hann tilbúinn þegar að njóta. Þegar hann loksins er heima í höfn, hestarnir þœgir við stallinn þar standa, draumar hans rœtast, við nefnum ei nöfn, en nóttin er gjöful, og engu má granda. Gunnar í Vallholti.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.