Feykir


Feykir - 02.07.1997, Side 1

Feykir - 02.07.1997, Side 1
Ákvörðun stjórnar Vinnumálastofnunar Svæðisvinniuniðlun verði á Blönduósi Stjórn Vinnumálastofnunar hefur gert það að tillögu sinni að skrifstofa Svæðisvinnu- miðlunar á Norðurlandi vestra verði staðsett á Blöndu- ósi. Gert er ráð fyrir því að Páll Pétursson félagsmála- ráðherra, sem hefur með málefni vinnumiðlunar að gera, staðfesti þessa niður- stöðu stjórnar Vinnumála- stofnunar á næstu dögum. Á síðasta löggjafarþingi voru samþykkt ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir. Mark- mið þeirra laga er að stuðla að jafnvægi milli ffamboðs og eft- irspumar eftir vinnuafli í land- inu. Lögin gera ráð fyrir landinu sem einu vinnusvæði, en svæð- isvinnumiðlanir starfi á ákveðn- um svæðum. Hlutverk þeirra er í stómm dráttum að annast vinnumarkaðsrannsóknir, ráð- gjöf til atvinnulausra og at- vinnuleysisskráningu. „Félagsmálaiáðherra ákveð- ur umdæmi þeirra og staðsetn- ingu að fengnum tillögum stjómar Vinnumálastofnunar. Staðarval skal miðast við að sem flestir íbúar umdæmisins eigi greiðan aðgang að þjónustu svæðisvinnumiðlunar. Svæðis- ráð svæðisvinnumiðlunar ákvarðar nánari fyrirkomulag skráningar atvinnulausra innan svæðisins”, segir orðrétt í lög- unum. Ljóst er að Skagfirðingar em ekki ánægðir með þessa niður- stöðu stjómar Vinnumálastofn- unar. Einn forráðamanna Sauð- árkróksbæjar sem blaðið hafði tal af en vildi ekki tjá sig opin- berlega um málið, taldi að rang- lega væri farið með túlkun laga- bókstafsins varðandi staðarval- ið. Þrjár bílveltur á mánudag Mikil umferð var um Húna- þing um helgina og hratt ekið að sögn lögreglu. Alls voru 47 teknir fyrir of hraðan akstur. Tvö umferðaróhöpp urðu á mánudag, bflveltur í Vestur- hópi og Víðidal. Fólk slapp án meiðsla í þessum óhöpp- um en bflar eru miídð skemmdir. Bílvelta varð skammt ffá Sleitustöðum í Skagafirði síð- degis á mánudag. Fólksbíll snérist á miðjum vegi og haln- aði á hvolfi utan vegar. Tvennt var í bílnum og slasaðist fólkið ekki alvarlega en bíllinn er tal- inn ónýtur. Rólegt var hjá lög- reglunni á Sauðárkróki um helgina. Þó starfinn sé ærinn hjá krökkunum í Vinnuskóla Sauðárkróks, þá getur verið freistandi að setjast og sleikja sólskinið, þegar þannig viðrar. Á einum af örfáum sólskinsdögum rakst ljós- myndari Feykis á þennan hóp við Skagfirðingabrautina. Þarna var Auðunn verkstjóri að segja einhverjar lífsreynslusögur. Vöru- og þjónustusýning á Sauðárkróki um aðra helgi Á fímmta tug fyrirtækja og reiknað með 4-5000 gestum Reiknað er með 4-5000 gest- um á vöru- og þjónustusýn- ingu sem haldin verður á Sauðárkróki um aðra helgi, 11.-13. júlí. Á fimmta tug fyr- irtækja tekur þátt í sýning- unni; fyrirtæki í sjávarút- vegi, matvælaiðnaði og öðr- um framleiðsluiðnaði, auk þjónustufyrirtækja og bfla- og vélaumboða sem verða með bása á sýningunni. Mikið verður að gerast á Króknum um þessa helgi, m.a. ráðst- efna um heilsu og heilbrigða lífshætti, Krókshlaup og í- þróttadagur fjölskyldunnar, Flugleiðamót í golfi, götumót í körfubolta og hringferð Flugfélags íslands um Iandið. Það er atvinnumálanefnd Sauðárkróks sem stendur fyrir sýningunni en hún fer fram í íþróttahúsinu. Sýningarplássið nær inn í nýrri hluta íþróttahúss- ins, en stækkun þess er komin vel á veg og verður tekin í notk- un í haust. Magnús Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinn- ar segir að ljóst sé að mikið verði að gerast á sýningarsvæð- inu og margt að sjá. Þá verða bæði Rás 2 og Bylgjan með beinar útsendingar frá sýning- unni. Sýningin, sem haldin er í til- efni afmælisárs á Sauðárkróki, hefst kl. 17,00 á föstudag og verður opin til 10 um kvöldið. Opnunartími á laugardag er 10- 22 og á sunnudag 10-18. Sýn- ingarbásar verða á rúmlega 200 fermetrum. Enn eru örfáir sýn- ingarbásar eftir til ráðstöfunar, en sýningin er ekki svæðis- bundin þó áhersla hafi verið lögð á þátttöku aðila af Norður- landi vestra, að sögn Magnúsar. —KJcH^íf! eUlÁ— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA yivii Æ IU sími: 453 5141 Sæmundargala lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 bílaverkstæði # Bílaviðgerðir ÍÉ Hjólbarðaviðgerðir fíéttingar ^Sprautun

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.