Feykir


Feykir - 02.07.1997, Blaðsíða 2

Feykir - 02.07.1997, Blaðsíða 2
2FEYKIR 24/1997 Ásta Páls sýnir í Safnahúsinu Þessa dagana er verið að koma upp myndlistarsýn- ingu í Safnahúsinu á Sauðár- króki. Það er burtfluttur Króksari, Asta Pálsdóttir, sem ætlar að opna sýningu á laugardnginn kemur 5. júU. Sýningin mun standa til loka afmælisársins og verða opin alla daga kl. 14-22, nema opnunardaginn kl. 16-22. Þetta er önnur einkasýning Ástu á Sauðárkróki, en sú fyrri var fyrsta einkasýning hennar, árið 1982 eða fyrir 15 árum, og síðan hefur hún haldið fimm einkasýningar auk fjölda sam- sýninga. Að þessu sinni sýnir Ásta 70 myndir, flestar rammskag- firskar. Meðal annars syrpu er geymir 20 myndir, sem hún nefnir „Leiftur frá liðnum tíma”. Þar gefur að líta mörg þekkt hús og fólk af Króknum. Og myndir Ástu eru góðar og nákvæmar, litameðferð og upp- bygging myndar ffábær. „Beðið eftir síldinni”, heitir ein mynd- in og Skagfirðingur einn sem sá Ásta Pálsdóttir. hana átti ekki erfitt með að þekkja konumar, þótt mótívið sé ffemur smátt. Margar myndanna em ný- legar. Meðal annars mynd af Bjama Haraldssyni kaupmanni í sínu rétta umhverfi og lands- lagsmyndir margar mjög glæsi- legar. Ekki er nokkur vafi á því að þessi sýning Ástu Pálsdóttur á effir að hljóta verðskuldaða at- hygli. Þar er margt sem gleður augað. „Ríðum heim til Hóla“ ný sýning á Hólum Nýlega var opnuð á Hólum í Hjaltadal sýning sem hlotið hefur nafnið „Ríðum heim til Hóla”. Á sýningunni eru reiðver af ýmsu tagi og sagt frá notkun hestsins í tímans rás. Byggðasafn Skagfírð- inga setur upp sýninguna í anddyri skólahússins að Hól- um. Á sýningunni verða reiðver af ýmsu tagi og stiklað á langri sögu hvað varðar notkun hests- ins í hinu daglega amstri fyrr á tímum. Sýningin er samansett með munum frá safninu, text- um og myndum. Má þar nefha hnakk með undirrekki, söðul ffá 19. öld, beisli, þófa, reiðing, klifbera, reipi, torfkróka, hrip og margt fleira. Með breyttum atvinnuháttum um miðja þessa öld glötuðu flestir þessir hlutir hlutverki sínu og nú er svo komið að fáir þekkja þessi nöfh né vita til hvers hlutir eins og klifberi og þófi voru notaðir. Á sýningunni er því lögð áhersla á aðgengilegar skýringar þannig að áhorfendur geti auð- veldlega áttað sig á því hvemig þessir munir voru notaðir fyrr á tímum, segir í tilkynningu vegna sýnignarinnar. Þá verður einnig í sumar vatnalífssýningin „Líf í fersku vatni” á Hólum. Hlaut hún al- mennt lof ferðamanna á síðasta sumri, en þá sóttu um 6000 manns sýninguna, þar sem að gefur að líta fjölbreytt dýralíf úr íslenskum vötnum. Gístíheímilíð Mikligarður Kírkjutorgi 3, Sauðárkróki, Sími 453 6880 Útibú Búnaðarbankans á Sauðárkróki fékk nýjan svip á dögunum þegar nýbyggingin birtist nýmáluð og er hún nú að mestu frágengin að utan. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði tekið í notkun með haustinu. Á þriðja hundrað manns á alþýðusönghátíð á Sauðárkróki Þrátt fyrir mikla veðurblíðu sl. laugardag mættu 250 manns á „Alþýðusönghátíð” sem afmælisnefnd Sauðár- króks stóð fyrir í Bóknáms- húsinu. Áhuginn á söng er greinilega mikill en þarna sungu Álftagerðisbræður, Karlakór Dalvíkur, Svana Bcrglind Karlsdóttir, Karla- kórinn Heimir, Kirkjukór Sauðárkróks, Þuríður Þor- bergsdóttir og Jóhann Már Jóhannsson. Hátíðin hófst með því að lagður var blómsveigur að leiði Stefáns Islandi í Sauðárkróks- María Gréta Ólafsdóttir, Halldóra Helgadóttir, Elsa Jóns- dóttir og Guðný Axelsdóttir taka lagið. kirkjugarði. Um kvöldið var síðan dagskrá í Bifröst sem nefndist „Listaskáld bæjarins”. Kenndi þar ýmsra grasa, bæði gamalla og nýrra. Það var Jón Ormar Ormsson sem hafði umsjón með dagskránni og naut þar aðstoðar margra lista- manna bæjarins. Þuríður Þorbergsdóttir syngur við undirleik Rögn- valdar Valbergssonar. Blönduóskírkja annaðkvöld Jóna Fanney með einsöngstónleika Nú í vor lauk einn af okkar ungu söngvur- um, Jóna Fanney Svavarsdóttir frá Litladal í A,- Hún. 8. stigi í söng, en síðustu tvö ár hefur hún verið við nám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Elísabetu F. Eiríksdóttur söngkennara og Láru S. Rafnsdóttur píanóleikara. Jóna Fanney, sem er af miklu söngfólki komin, ætlar nú að halda sína fyrstu einsöngstónleika í heimabyggð. Verða þeir í Blönduóskirkju fimmtudagskvöld- ið 3. júlí kl. 20,30. Miðaverð er kr. 1000 fyrir fullorðna og frítt fyrir böm og eru allir vel- komnir. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Slaifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Súnar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hvert tölublað ineð vsk. Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hl'. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og liéraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.