Feykir


Feykir - 02.07.1997, Page 3

Feykir - 02.07.1997, Page 3
24/1997 FEYKIR 5 og leist vel á mig þar sem ég horfði yfir bæinn. Tímaskynið er ekki ná- kvæmt hjá sjö ára dreng og ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað ég var búinn að vera lengi á Króknum þegar „kerfið” fór í gang, en móðir mín segir að það hafi verið um þijár vikur og alls hafi ég verið í burtu í um mánaðar- tíma. Gömlu hjónunum var eitthvað farið að lengja bið- in eftir komu Húnvetnings- ins drykkfelda. Þá fannst mönnum í bamavemdar- nefnd staðarins sérkenni- legt með þennan unga dreng, hvað hann hann gat ráðið sér sjálfur og verið á rangli langt fram á kvöld. Aftur á Krókinn Þegar bamavemdar- nefhdin hafði samband við móður mína, varð henni felmt við, enda vissi hún ekki betur en drengurinn væri í góðu yfirlæti. Hún hafði hringt norður þegar vika var liðin frá því ég fór að heiman og þá verið sagt að allt væri í stakasta lagi. Síðustu nóttina á Krókn- um gisti ég heima hjá for- manni bamavemdamefnd- ar, sem mig minnir að væri yfirkennari. Þar með var þessari eftirminnilegu dvöl minni á Króknum lokið. Ég kom ekki aftur til Sauðár- króks fyrr en árið 1984, eða 21 ári seinna. Þá var búið að negla fyrir alla glugga á húsinu sem ný hýsir gisti- heimili. En ég á ábyggi- lega eftir að líta við í Rúss- landi þegar ég kem á Krók- inn og skoða gistiheimilið sem þar er. Við hjónin rek- um nefnilega gistihús hér fyrir vestan”, sagði Magnús Helgi Alffeðsson í lok spjalls síns við Feyki. Eftir því sem næst verð- ur komist vom gömlu hjúin sem þama komu við sögu Ólafía Pálsdóttir ffá Eyrar- landi í Deildardal og Sigur- bjöm Gunnlaugsson. Vom þau kennd við Bústaði fremra og bjuggu þar um tíma. Sigurbjöm mun þó ekki hafa verið lamaður eins og Magnús hélt, held- ur bilaður til fótanna. Willisjeppaeigandinn hefur sennilega verið Skaiphéð- inn frá Gili, bróðir Olafíu, og Friðrik Margeirsson hef- ur sennilega verið formað- ur bamavemdamefndar á þessum tíma. Bærinn sem um ræðir í Húnavatnssýslu em Reykir í Svínavatns- hreppi. □ Hagnaður á Invest Aðalfundur Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra var haldinn á Hvammstanga fyrir skömmu. Hagnaður af rekstri félagsins var að upphæð 1,3 milljónir króna, sem rennur úl Iðnþróunarsjóðs Norðurlands vestra. Invest tengdist ýmsum málum varðandi atvinnulífið á sl. ári, t.d. jók það hlut sinn í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Styrk- ir vom veittir m.a. til Síldarminjasaffisins á Siglufirði, Versl- unarminjasafhsins á Hvammstanga og veittur var styrkur til Farskóla Norðurlands vestra vegna námskeiðs í svæðisbund- inni leiðsögn sem haldið var á liðnum vetri. Nýr starfsmaður var ráðinn til félagsins, Valgeir Baldurs- son stjómmálafræðingur. Sinnir hann ráðgjöf í ferða- og markaðsmálum, auk almennrar ráðgjafar. Nýlega var gerður samningur til 3ja ára við Byggðastofhun um atvinnuráðgjöf í kjördæminu og er gert ráð fyrir að ráðinn verði einn starfs- maður til viðbótar sem sinni markaðs- og alþjóðamálum. Gerðir hafa verið samskonar samningar við önnur atvinnu- þróunarfélög í hveiju kjördæmi. A árinu var gefið út ritið ,,Handbók um öflun fjármagns”, sem er ágætt leiðarljós í ffumskógi lána- og íjármagnsstofn- ana. Ferða- og markaðsráðgjafi sá um útgáfu svokallaðs „kveikjubæklings” sem var verkefni Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra. Bæklingurinn kom út nú í maí og stend- ur dreifing hans yfir. Hið svokallaða RITTS verkefni hefur nú staðið í ár og er staða verkefnisins sú í dag að lokið er svokölluðum „núll fasa” sem fólst í skilgreiningu verkefnisins, skipulags stjóm- unar þess, gerð verk- og tímaáætlana og val á erlendum ráð- gjöfum. Gerðir hafa verið samningar við tvö ráðgjafafyrir- tæki Merit í Hollandi og Circa á írlandi. Þá er áætlað að gerð- ur verði samningur við þriðja ráðgjafafyrirtækið þegar líður á verkefnistímann. Þá tók starfsmaður Invest þátt í stofnun atvinnumála- nefndar Norðurlands vestra sem Páll Pétursson félagsmála- ráðherra skipaði að ósk sveitarstjómarmanna í kjördæminu. Guðmundur Skarphéðinsson á Siglufirði er formaður In- vest. Aðrir í stjóm em Pétur Amar Pétursson Blönduósi, Bjami R. Brynjólfsson Sauðárkróki, Erlendur Eysteinsson Torfalækjarhreppi, Ólafur B. Óskarsson Þorkelshólshreppi, Guðmundur Guðmundsson Hvammstanga og Valgeir Þor- valdsson Hofshreppi. Framkvædastjóri er Baldur Valgeirs- son. Undir Borginni „Ekkert er ódýrt sem er óþarfi“ Það er flestum kunnara en frá þurfi að segja, að margt hefur breyst í landinu okkar á síðustu áratugum. Gamla fólkið man þá tíma þegar fyllsta aðhalds þurfti að gæta svo nægði til nauðþurfta. Það sparaði og byggði allt í lífi sínu á ráðdeild og fyrirhyggju. Ennfrem- ur hafði það traust á Guði sínum og fól honum sína vegi. Með þeirri stefriu tryggði kynslóðin sem nú er á fömm, afkomendum sínum miklu betri aðstæður í efnalegum skilningi en áður var völ á. En þrátt fyrir það er eins og unga fólkið í dag eigi miklu erfið- ara með að finna sér stefnu og til- gang í lífinu. Það þarf ekki að berj- ast fyrir nauðþurftum og situr í skjóli foreldra og venslamanna fram undir þrítugt. Það er svona að spá í hlutina eins og sagt er og tím- inn líður. Ákaflega margt af því sem þetta unga fólk tekur sér fyrir hendur á þessum biðtíma, flokkast undir það sem gamla fólkið kallaði hégóma og óþarfa. Hinn harði skóli lífsbaráttunnar kennir þeim lítið sem kynnast honum ekki. Það virðist að ýmsu leyti sannast á unga fólkinu í dag. En ekki verður til lengdar hægt að lifa á því sem fyrri kynslóðir hafa gert, hver kyn- slóð verður að leggja sitt í sjóð þess framtaks sem opnar á góða framtíðarmöguleika fyrir upp- byggilegt mannfíf í þessu landi. Unga fólkið er hæfileikaríkt og á að hafa alla burði til að bæta meiru við það sem unnist hefur. En í stað þess að tengja sig inn á þjóð- legar aflrásir og sýna verkum genginna kynslóða þá virðingu sem þeim ber, stillir það gangverk lífs síns í æ meiri mæli saman við utanaðkomandi strauma, sem oft em andstæðir þjóðlegum gildum. Allir vilja mennta sig sem mest, verða eitthvað stórt og mikið. Hálf ævin fer í það að finna sér sama- stað í tilverunni, menntunarlega séð. Allir vita raunar hvað það skrúfar menn upp að sjálfsáliti, að hafa verið við nám erlendis. Það minnir á það sem eitt sinn var sagt, að þeir menn þættu öðmm meiri sem væm sigldir. En er það í raun- inni svo? Er sá maður meiri að gildi sem þvælst hefur um mörg þjóðlönd, oft að nytjalausu, en hinn sem gengur strax í það verk að rækta sinn heimavöll? Ég held ekki og gagnsemi hverrar mannsævi opinberast við leiðarlok. Því eitt er víst að sá sem fer til náms erlendis, má aldrei gleyma því að hann er afkvæmi íslenskrar þjóðar og hún á skilið af honum eðlileg fósturlaun. En það er líka augljóst mál að ekki geta allir orð- ið prófessorar í hagfræði, enda hætt við því að fáir lifðu við slík störf til frambúðar ef ekki væm einhveijir sem störfuðu í „slorinu” eins og það er kallað af unga fólk- inu í dag. En það er einmitt fiskur- inn og það sem sjórinn gefur sem er undirstaða velmegunar á íslandi. Það er eins og sú staðreynd sé aldrei nógu oft ítrekuð í ræðu og riti. Og það er synd og skömm að það sem er undirstaða atvinnulífs- ins sé fyrirlitið af upprennandi kynslóð og í svo miklum mæli að það þurfi að fá erlent verkafólk til að vinna þau störf hérlendis sem öll farsæld okkar byggist á. Það em nefnilega hinir verkfúsu og iðnu sem munu erfa landið. Þeir sem em sístarfandi og sjá þá möguleika sem landið gefur. Þar í hóp má nefna innflytjendur frá Asíu og fólk frá stríðshijáðum löndum. Móðurafi minn var sterkur fúll- trúi sinnar kynslóðar. Hann lést fyrir fjómm ámm, hátt á níræðis- aJdri. Aldrei fór hann á sjúkrahús fyrr en hann var orðinn 85 ára og þegar taka þurfti úr honum tönn, sá hann um það sjálfur með naglbít. Hann var með öðmm orðum einn af þessum stálkörlum sem brotna aðeins í bylnum stóra seinast. I vasabók sem hann skildi eftir sig, hafði hann krotað með sinni gömfu og þreyttu hönd: „ekkert er ódýrt sem er óþarft”. Sennilega hefur honum fundist keyra úr hófi með gerviþarfir fólks og niðurstað- an sýna það að allur óþarfinn væri dým verði keyptur. Það sjónarmið er skiljanlegt hjá fólki af hans kyn- slóð, fólki sem gekk í gegnum harðan skóla lífsbaráttunnar og göfgaðist í þeirri baráttu og jók stórlega við sæmd lands og þjóðar, lagði fram mikið og gott verk í þjóðlegum anda. Sannarlega þarf unga fólkið okkar í dag ekki að leita annað til að finna þá fyrir- mynd sem öllum væri hollt að breyta eftir. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní Rúnar Kristjánsson. Skipuleg beit - LANDVERND Hagkvæmasta lausnin er JÖ^rafgirðing! Rafgir&ing er raunabót reynist vel en kostar lítib. Fénaöi varnar vegsins rót vænkast hagur minnkar stritið Ártorgi 1 • 550 Sauöárkrókur • S: 455 4610 • F: 455 4611 rafgirðingavörur • Vandaö efni • Fjölbreytt úrval • Hagstœtt verö • Gerum efnis- áætlanir og tilboö • Leiöbeinum um uppsetningu Umboðsmenn um allt land ! Leitib upplýsinga og fáib sendan bækling og vörulista

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.