Feykir


Feykir - 02.07.1997, Side 6

Feykir - 02.07.1997, Side 6
4 FEYKIR 24/1997 „Þetta var mikið ævintýri sem ég var að upplifa og ég vissi aldrei hvað tæki við næsta dag“ Magnús Helgi Alfreðsson var sendur til sveitadvalar í Húnaþingi 7 ára gamall en lenti af sérstökum ástæðum í Rússlandi á Króknum hjá algjörlega vandalausu fólki. Þessir vordagar á Króknum 1963 eru honum sérlega minnisstæðir. yfirleitt í rúminu. í eitt skipti kom þó í heimsókn vinur þeirra sem átti Willisjeppa og bauð þeim í bfltúr. Hann bar gamla manninn þá niður stigana og út í bflinn. Mér leist ákaflega vel á mig á Króknum. Fljótlega kynntist ég þama tveim strákum sem voru á líku reki og ég. Nöfn þeirra eða annars fólks á Krókn- um man ég hins vegar ekki, er gleyminn á nöfn þó ég muni at- burði ágætlega. Það bjó margt fólk í þessu húsi. A neðri hæð- inni var fólk, sem stundum var svolítið hávaðasamt. Maðurinn var drykkfeldur og strákamir tveir færðu mér þær fréttir að karlinn hefði orðið vitlaus og verið settur í steininn. Um Jretta var talsvert rætt. Utanbæjarmaðurinn tckinn í karphúsið Bryggjan var vinsælt leik- svæði, gömul trébryggja þama skammt frá. Ég man að það vantaði marga planka í bryggju- dekkið. Og það var líka leikið sér mikið í fjömnni. Buslaði í ijömborðinu þegar heitt var í veðri, stundum langt fram á kvöld. Þá var l£ka mjög vinsælt að fara f sund og við lékum okk- ur mikið í fótbolta. Eitt kvöldið á vellinum varð ég fyrir aðkasti af því að ég var aðkomumaður. Mér sámaði það svolítið. Þá var mér einhvetju sinni labbað upp á hæðina fyrir ofan bæinn (Naflmar). Lá þar upp á brúninni, tuggði puntstrá í kvöldblíðunni og hofði yfir bæ- inn. Mér leið ákaflega vel þama Á dögunum leit Bettý kona Sigurbjöms rafvirkja á Hofsósi inn á ritstjóm blaðsins. Erindi hennar var það að útvega tiltekið eintak af Feyki sem út kom fyrr á þessu ári, þar sem greint var ífá því að gistíheimili hafði verið opnað í „Rússlandi”, eins og elsta fjölbýlishús bæjarins hefur lengi verið kallað. Bettý var að nálgast þetta blað fyrir systur sína sem ætlaði síðan að færa það tengdasyni sínum á ísafirði. „Hann á mjög skýrar minningar um Rússland og vem sína hérna á Krókn- um, en sagan á bak við það hvemig hann lenti héma á Króknum er hreint ótrúleg. Þú ættir að fá þá reynslu- sögu hjá honum”, sagði Bettý. Hann heitir Magnús Helgi Alfreðsson og er trésmiður á ísafirði. Magnús Helgi er reyndar Reykvíkingur og ólst upp í stórum systkinahópi. Hann er 41 árs í dag og þetta viðburða- ríka vor sem hann lýsir er 1963. „Þetta atvikaðist þannig að móðir mín var að vinna á kaffi- húsi í Reykjavík. Þangað vandi komur sínar maður úr Húna- vatnssýslu og móðir mín mun eitthvað hafa minnst á það í hans áheym að gott væri ef hægt væri að koma einhverju af krökkunum í sveitina yfir sum- arið. Það varð til þess að Hún- vetningurinn bauðst til að koma mér, sem þá var bara sjö ára gamall, í sumardvöl hjá fóstur- foreldrum sínum í Húnavatns- sýslunni. Það var síðan einn daginn sem hann kom á kaffihúsið og sagði að allt væri klappað og klárt, með því skilyrði að hún borgaði 3 mánuði fyrirfram vegna dvalar minnar. Móðir mín treysti manninum, borgaði honum og útbjó mig í sveitina. Síðan lögðum við af stað norður. Hann hafði útvegað leigubfl og mér leið svolíúð ein- kennilega á leiðinni norður í fylgd þessa ókunna manns, en „ókunni” Húnvetningurinn var mér vingjamlegur. Mér er svo minnisstætt að við stoppuðum, sennilega í Hrútafirðinum, þar sem ferðafélagi okkar hafði ver- ið í sveit á yngri ámm. Hann fór einn inn í bæinn og heilsaði upp á fólkið. Hafði hann orð á því þegar hann kom til baka að gamla konan á bænum væri orðin blind. Drakk út borgunina fyrir drenginn Þegar við síðan komum í Húnaþing til fórsturforeldra mannsins, komu þau af fjöllum. Það hafði aldrei verið minnst á að taka drenginn í sumardvöl og upp komu deilur á heimilinu. átti heima tveimur eða þremur húslengdum frá mér í Reykja- vík. Ég gaf mig á tal við hann. Þegar þessi fylgdamaður minn sér að ég þekki manninn, kemur hann og spinnur upp mikinn lygavef. Hann segist ætla að skreppa suður og vera þar í nokkra daga, en muni síðan ná í mig og koma mér úl míns heima fyrir sunnan. Hann þekki yndælis fólk hér í Varmahlíð sem ég geti fengið að vera hjá og líka á Sauðárkróki. Spum- ingin sé bara á hvomm staðnum ég vilji frekar vera. Jú, eftir nokkra umhugsun komst ég að Mér var ljóst að fylgdarmað- ur minn var drykkjumaður og lfldega mundi hann drekka út peningana sem móðir mín lét hann fá og hér yrði ég bara í nokkra daga. En hvað tæki þá við? Þama á heimilinu var líka ung stúlka með ungabam. Fylgdarmaður minn var faðir þess, eins og reyndar fleiri bama. Ég frétti það seinna að hann hefði átt böm út um allt. Stúlkan var ekki sátt þegar hann sagðist ætla í burtu og yrði lík- lega að heiman í vikutíma. Við lögðum aftur af stað, nú með mjólkurbflnum og ferðinni var heitið áfram norður. Við komum í Varmahlíð og stopp- uðum við hótelið. Þar hitti ég mann sem ég kannaðist við og Húsið Rússland á Sauðárkróki, sem nú heitir gistiheimilið Mikligarður. Magnús Helgi Alfreðsson við heimili sitt á Isafirði. þeirri niðurstöðu að til ffambúð- ar væri líklega Krókurinn væn- legri staður. Þar væri fleira fólk og meira að gerast fyrir borgar- bamið. Hjá fátæku fólki Þessi niðurstaða varð til þess að nágranni minn úr Reykjavík, sem reyndar var bara þama á ferðalagi, tók það að sér að koma mér til fólksins á Krókn- um. Fylgdarmaður minn, Hún- vetningurinn, hafði gefið greina- góða lýsingu á húsinu á Krókn- um og fólkinu sem ég átti að fara úl. I bamshuganum var þetta mikið ævintýri sem ég var að upplifa, enda vissi ég aldrei hvað tæki við næsta dag. Þegar við komum á Krókinn renndum við upp að allstóm húsi í miðj- um bænum. Við gengum upp tvo súga í húsinu og bönkuðum á dyr íbúðar á þriðju hæðinni. Lágvaxin, fínleg, eldri kona kom úl dyranna. Hún varð undr- andi á þessum gestum en féllst á það að leyfa mér að vera í nokkra daga. í minningunni virðist mér sem þetta fólk hafi verið um sextugt. Maðurinn var lamaður og lá uppi í rúmi. Það er greipt í huga mér hvemig umhorfs var inni í þessari íbúð. I eldhúsinu var lítill emeleraður vaskur og gamall koparkrani. Allt var ffek- ar fátæklegt þama inni og mat- urinn fábreyttur þennan tíma sem ég var þama, en vannærður var ég samt ekki. Þau vom greinilega mjög fátæk þessi gömlu hjón. Gamli maðurinn lá

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.