Feykir


Feykir - 02.07.1997, Page 8

Feykir - 02.07.1997, Page 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 2. júlí 1997, 24. tölublað, 17. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Tvö félög fljúga á íslandsflug hóf áætlunarflug til og frá Sauðárkróki í gær. Mikil samkeppni er nú kom- in í flugfargjöld í innanlands- flugi og hafa þau Iækkað tals- vert frá því áður var. I sumar er boðið upp á 20 ferðir á viku í gegnum Sauðárkrók, íslandsflug verður með 11 ferðir og Flugfélag íslands með 9. íslandsflug efndi til kynning- ar á starfsemi sinni á Alexand- ersflugvelli sl. sunnudag. Mikill íjöldi fólks mætti og aðeins h'tið brot af gestunum komst í útsýn- isflugið yfir ljörðinn, en boðið var upp á tvær ferðir. Þá var sýnt fallhlífarstökk. Að sögn Krist- jáns Blöndals umboðsmanns ís- landsflugs á Sauðárkróki hafa líklega mætt hátt í 1000 manns og miðar hann þar við þann ijölda af pylsum og happdrætt- ismiðum sem mnnu út, en 7o0 pylsur hurfu ofarn skarann eins og dögg fyrir sólu. Sama dag var einnig kynning hjá félaginu á Akureyri og Isafirði og ljóst að Krókurinn átti þama vinning- KJÖRBÖK £ ....Enn betri bók fyrir þig S: 453 5353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Krókinn inn. Kristján segir að þegar séu bókanir komnar vel af stað og menn séu mjög bjartsýnir á að flugfarþegum eigi eítir að fjölga til muna með lægri fargjöldum, beinum ferðum og góðri þjón- ustu. „Krókurinn hefur staðið neðarlega miðað við aðra staði í farþegafjölda yfir sumarið, vegna þess að lítill hluti ferða- manna fer hér í gegn. Við emm að vona að þetta muni breytast við lækkun fargjalda og fjölgun ferða”, sagði Kristján. Talið er að hátt í 1000 manns hafi mætt á kynningima hjá ís- landsflugi á Sauðárkróki sl. sunnudag. Húsnæðisvandi Bamaskóla Sauðáf króks Samþykkt að kaupa tvær lausar kennslustofur Húsnæðisvandi Barnaskóla Sauðárkróks hefúr verið til umfjöllunar í skólanefnd Grunnskóla Sauðárkróks að undanförnu og hafa þau mál aldeilis snúist á víxl Tillaga kennara við barnaskólann um að kaupa tvær Iausar kennslustofur sem komið verði fyrir á lóð skólans var felld á jöfnu í liðinni viku. Bæði minni og meirihluti skólanefndar klofnaði þá við afgreiðslu málsins. Þessi til- laga var síðan tekin fvrir aftur á fundi skólanefndar í gær og þá samþykkt I ljósi afgreiðslu tillögunnar á fúndinum í liðnni viku kom fram úllaga frá Karli Bjamasyni um að mm R EFNI FLÍSA L A G N A Borgarflöt 5. s: 453 5516 Aðalsteinn J. Umboð fyrir Flísabúöina við Gullínbrú Fí Traustar Flísar Múrvið- k // gerðarefni / - flotgólf o.fl. efsta bekk Bamaskólans, 5. bekk, yrði kennt í húsnæði Gagn- ffæðaskólans næsta vetur. Þeirri tillögu var frestað. Bjöm Bjömsson skólastjóri og Hall- fríður Sverrisdóttir yfirkennari við Bamaskólann lögðu fram bókun á þessum fundi skóla- nefndar, senr felur í sér að þau vildu kanna alla hugsanlega möguleika á því að unnt verði að rúma alla 5 bekki Bamaskól- ans j skólanum næsta vetur. Á fundi skólanefndar í gær höfðu mál skipast á þann veg að tillaga um að kenna 5. bekk Bamaskólans í húsnæði Gagn- ffæðaskólans var felld og aðeins Karl Bjamason greiddi þeirri tillögu atkvæði. Karl sagðist í samtali við Feyki í gærkveldi hafa séð sig knúinn til að taka upp tillögu kennara í BSS um kaup á tveimur lausum kennslu- stoftim og var sú tillaga sam- þykkt samhljóða. Karl Bjama- son segir að þrátt fýrir þessa niðurstöðu sé þetta mál ekki búið. Það sé nú komið á bæjar- ráðsplanið. „Það hefur nú komið í ljós að það er dýrt að vera með skólann tvískiptan undir stjóm tveggja skólastjóra. Ef gmnnskóli Sauðárkróks væri undir einni skólastjóm hefði þessi vandi ekki komið upp“, segir Karl. Bamaskóh Sauðárkróks hef- ur verið tvísetinn undanfama vetur og næsta vetur blasti við sú staða að 13 bekkjardeildir yrðu um 6 kennslustofur. Talið er að tvær lausar kennslustofur með öllum búnaði muni kosta a.m.k. 15 milljónir króna. Röð landsmóta LH ákveðin Vindheimamelar mótsstaður 2002 Landsmót í Reykjavík árið 2000 Stjórn Landssambands hestamannafélaga ákvað á fundi sínum nýlega röð næstu landsmóta á eftir Iandsmótinu sem haldið verður á Melgerðismelum í Eyjafirði næsta sumar. Landsmótið árið 2000 verð- ur lialdið í Reykjavík, sem það ár verður ein af menn- ingarborgum Evrópu. Landsmót árið 2002 verður síðan á Vindheimamelum í Skagafirði. Framvegis verða landsmót haldin á tveggja ára fresti og fjórðungsmót leggjast af. Það síðasta var haldið á Kaldármelum á Vesturlandi um helgina. Sem kunnugt er hefur und- anfarin ár staðið nokkur styrr um staðsetningu landsmóta á Norðurlandi. Hestamenn á Norðvesturlandi höfðu uppi kenningu um það að þegar hestamannafélög á höfuðborg- arsvæðinu studdu það að næsta landsmót yrði haldið á Mel- gerðismelum, þýddi það að landsmótið þar á eftir yrði hald- ið í Reykjavík, sem hefur kom- ið á daginn. Breyta þarf félagssvæði Fáks verulega til að mótið geti farið fram í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að 180 milljónir þurfi til að koma því í landsmótshæft horf, en innifalið í því er um- talsverð vegagerð um svæðið auk frágangs við Reiðhöllina. Reiknað er með að Reykjavík- urborg leggi fram verulegt fjár- magn til jressara ffamkvæmda, segir í nýjasta hefti Eiðfaxa. Birgir Siguijónsson formað- ur LH segir að með þessu fái ís- lenski hesturinn góða kynn- ingu, þar sem gert sé ráð fyrir miklum fjölda erlendra gesta í Reykjavík á þessum tíma. „- Þetta góða tækifæri úl að kynna hestinn ásamt stuðningi Reykjavikurborgar við mótið og Fák var ein af ástæðunum fýrir því að stjóm LH valdi þennan mótsstað”, segir Birgir. Gæðaframköllun BÓKABÚÐ BRYNcJARS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.