Feykir


Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 4

Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 29/1997___________ í hlekkjum hugarfarsins Erindi Ingibjargar Hafstað kennara og oddvita Staðarhrepps á þingi SSNV á Hvammstanga Ingibjörg Hafstað í ræðustól á þingi SSNV á Laugarbakka. Ég held að mörg okkar muni þáttaröð sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkmm ámm og bar það dramatíska heiti „í hlekkjum hugarfarsins”. Efni þeirra þátta vakti býsna hörð viðbrögð, reiði og hneykslan, einkum hjá bændum, sem fannst freklega að sér vegið. Þótti í þáttun- um gæta fordóma í garð bændastéttarinn- ar og þess er þeim viðkom. Bændur væm að eyðileggja landið ásamt sauðkindinni og væm stétt sem heppilegast væri að út- rýma og rollunum með. Ég ætla ekki að halda því fram að í þáttunum hafi verið á ferðinni eintómar rangfærslur, enda var það ekki það sem fyrst og fremst orsakaði gremjuna heldur ffamsetningin og túlkun- in á efninu sem lýsti hvom tveggja fyrir- litningu og skilningsleysi á lífskjömm þess fólks sem landbúnað stundar. Það var helst að skilja að í landinu byggju tvær óskyld- ar þjóðir. Gagnrýni er þörf hvar sem er og ýmislegt má bæta en það er mikilvægt hvemig gagnrýni er komið á ffamfæri. Þjóðarsátt um framtíðina I vor var haldin ráðstefna á Akureyri sem bar yfirskriftina „þróun byggðar á Is- landi - þjóðarsátt um framtíðarsýn”. Ég átti þess ekki kost að sækja ráðstefnuna en hef heyrt og séð sumt af því sem þar kom ffam. Ákaflega fannst mér lítið fjallað um þessa samkomu í fjölmiðlum miðað við mikilvægi umræðunnar. Þar kom m. a. ffam að byggð er í hættu hvað búsetu snertir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og á norðaustur hluta landsins. Á ráðstefn- unni talaði m.a. borgarfulltrúi og ræddi einkum um hlutverk höfuðborgarsvæðis- ins og fólksfluminga þangað, og taldi það ekkert óskaplegt að fólk flyttist á Stór- Reykjavíkursvæðið. Þar vildi það búa þrátt fyrir atvinnuleysi og lægri meðaltekjur. Það væri að sækja í góða félagslega þjón- ustu og aðra ómælanlega kosti þess svæð- is. Taldi fulltrúinn einsýnt að framhald yrði á þessari þróun hvað svo sem gert yrði til að styrkja landsbyggðina fjárhagslega. I>að væri hægt að hafna algjörlega þess- ari ffamsemingu en ég óttast að í henni leynist sannleikskom. En verðum við bara að búa við þessa spádóma og bíða þess sem verða vill. Ég held nefnilega að stór hluti byggðavandans og þá fólksflótúnn felist ekki í slakri stöðu landsbyggðarinn- ar eða stafi af efnahagslegum toga ein- göngu, heldur fyrst og ffemst af huglægum sökum. Ég tel að áróður og rangar áhersl- ur í fféttaflutningi hafi miklu meiri áhrif en við gerum okkur grein fyrir. Rangar áherslur í fréttum Mér virðist oft að fréttaflutningur af landsbyggðinni lúti öðmm lögmálum en fréttaflumingur af suðvesturhominu. Það er búið að hamra svo lengi á „frösunum” hversu ómögulegt það sé að búa úti á landi, eins og allt landið utan Reykja- nesskagans kallast. Það endar með því að fólk fer að trúa þessum „frösum” sem á landsbyggðinni býr og hinir fara nú aldeil- is ekki að flytja í þessa eymd; þjónustan ómöguleg, samgöngur stijálar, veður vond, snjófíóð og jarðskjálftar hvert sem litið er. Þegar á fólki dynur þessi sónn þá fer því að li'ða illa. Því finnst það vera í fjötrum eða á eftir lestínni og að Jón og Gunna í næsta húsi hafi farið suður í fyrra og hafi það svo ljómandi gott. Það sem við þurfum að gera er að segja þessum hugsanagangi stríð á hendur og vera duglegri við að segja frá kostunum, segja frá skemmtilegu og frábæra hlutun- um sem era til staðar og í deiglunni svo víða. Einnig þurfum við að vera langtum kröfuharðari við fjölmiðlana okkar um að þeir flytji fréttir og þá á ég við raunveraleg- ar fréttir sem ekki bara æsifréttir eða af vandræðagangi einhvers konar. Ríkisfjöl- miðlamir eiga að þjóna okkur öllum og við þurfum að gera þá kröfú til þeirra að þeir afli vandaðra frétta sem víðasL Lítíl byggð- arlög komast oft ekki í fféttír nema eitt- hvað neikvætt hendi; svo sem að maður bítí mann eða fyrirtæki fari á hausinn. Lengi á eftír er þessi staður í hugum fólks „pleisið” þar sem að allt er í kalda koli og snarvitlaust fólk gengur laust. Og við vit- um að fjölmiðlar og þá einkum sjónvarp era öflugir hvað skoðanamyndun fólks varðar. Mér finnst oft að áherslur í fréttaflutn- ingnum liggi ekki á réttum stöðum. T.d. er talsvert gert af því að sýna og segja frá ýmsu merkilegu í náttúra landsins en á- sjónan, þ.e. fólkið og það sem það starfar við þykir ekki eins fféttnæmt. Margur landinn fær t.d. afar ranga mynd af bænd- um þar sem oftar en ekki birtast viðtöl og heilir þættir í sjónvarpi um eldri karla og þá gjaman kynlega kvisti, sem í sjálfu sér er ágætt og gaman að horfa á, en sýnir ekki rétta mynd af nútímalífsháttum tíl sveita. Nú hænsnabændumir í Spaugstofúnni era heldur ekki dæmigerðir fulltrúar bænda- stéttarinnar þótt skemmtilegir séu. Eitt dæmi enn sem mig langar að nefna og stingur mig er að í fféttum er oft spjall- að við fólk sem hefúr flust af höfuðborgar- svæðinu út á land og er þar að gera eitt- hvað sniðugt, sem er auðvitað fint. Er þá gjaman tíúndað hversu mikinn kjark og áræðni hafi þurft tíl þess ama, að taka sig svona upp og fara út á land. Það er nánast eins og það hafi flust á annað tUverustíg og allir era steinhissa á því hversu vel því lík- ar lífið þama. En ef einhver af okkur slys- ast suður þá er það bara ofúr skiljanlegt. Bamavænt umhverfi Vissulega era eríiðleikar víða en með neikvæðu hugarfari miðar okkur ekkert. Við þurfum auðvitað að byija á okkur sjálfum og bömunum okkar og reyna að skapa þeim þann grandvöll að þeim þyki ekki síður eftírsóknarvert að koma tíl starfa á sínum heimavelli þegar þau hafa mennt- að sig til starfa. Þegar fólk hyggur á búsetu einhvers staðar hugar það eðlilega að húsnæði og kostnaði því samfara. Það kannar atvinnu- möguleika og síðast en ekki síst hvaða orð fer af uppeldisstofnunum á svæðinu og hvemig æskulýðsstarfi er háttað. Við hér á Norðurlandi vestra höfum upp á góða kostí að bjóða í þessu tilfelli ekld síður en aðrir landshlutar. Við vitum að við bjóðum upp á bamavænt umhverfi, mun minni hættur steðja að unga fólkinu okkar en t.d. í höfúðborginni. Persónuleg kynni og sam- kennd veita bömum og unglingum aðhald og öryggi. Fólk lætur sig varða um hvert annað og auðvelt er að byggja upp traust og velvild sem aftur þýðir góða andlega líðan. Það era miklu meiri líkur á að fólki gefist tækifæri til að hafa áhrif á hvers kyns ákvarðanatökur er snerta líf þess beint, að ég tali nú ekki um hafi það áhuga á félags- málum eða tómstundastarfi. Þá er félags- starf víða á landsbyggðinni geysi öflugt. Ef til vill kann einhveijum að finnast þetta smámunir einir saman en það era ekki alltaf stóra hlutimir eða viðburðimir sem byggja upp velfíðan og hamingju fólks, heldur daglega brauðið. Lítill munur á afstöðu fólks Á fyrmefndri byggðaráðstefnu vora einmitt kynntar grannupplýsingar úr rann- sókn sem unnið hefur verið að á vegum Byggðastofnunar og Félagsvísindastofn- unar og varðar orsakir búferlaflutninga á íslandi á seinustu áram. Viðhorf fólks til búsetuskilyrða í viðkomandi landshlutum vora könnuð og meðal annars spurt um ánægju eða óánægju með einstaka þætti, s.s. atvinnumál, félags- og skólamál, hús- næðismál, menningar- og afþreyingarmál, samgöngur, verslun, þjónustu og umhverf- ismál, svo ég nefni það helsta. Kynntur verður samanburður á ánægju íbúa í lands- hlutunum með ástand þessara málaflokka í sinni heimabyggð. Ég varð undrandi að sjá hversu h'tíll munur er á afstöðu fólks eftir stöðum og það styrkti þessa skoðun mína að orsakir búferlaflutning séu oftar en ekki af tílfinn- ingalegum toga. Sérstaka athygli vakti að íbúar landsbyggðarinnar era almennt ánægðari með flesta þættí hinnar opinbera félags-, skóla, heilbrigðis- og velferðar- þjónustu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Á einhver hátt þarf að bregðast við fólksflóttanum af landsbyggðinni. Byggð á íslandi hefur ætíð verið talsvert háð ytri skilyrðum, en við hljótum að geta í sam- einingu sett okkur markmið sem kappsmál verður að ná og lúta mannlegri stjóm. Sá vandi sem landsbyggðin á nú við að gh'ma er að mörgu leyti annar en áður var. Hann er ekki eingöngu af efnahagslegum toga þó taugin á milli ríkiskassans og byggða- stefnunnar sé býsna sterk. Og við skulum hafa það hugfast að byggðastefna snýst ekki bara um úthlutun styrkja tíl fyrirtækja útí á landi. Hún snýst einnig um það að ailt landið fái að njóta sannmælis í fjölmiðlum, að allt landið fái að njóta fjölgunar í opin- beram störfum og að byggðastefna er ekki síst menntastefna. Stefnumörkunar er ekki síst þörf nú þar sem þeim þéttbýlisstöðum um landið fer fækkandi þar sem fólki fjölgar og ég þori varla að hugsa þá hugsun tíl enda hvemig sveitir víða um land muni blasa við vegfar- endum eftir 10-20 ár, því það veit ég að kynslóðaskipta er tæplega að vænta á meirihluta jarða að óbieyttu. Sitjum á gullnámu Jöfnun kjara er mikilvægt atriði til úr- bóta og það rnætti ef tíl vill hægja á þessari þróun með niðurgreiðslum á þjónustu og orku í dreifbýli. Það mætti einnig hugsa sér átak í atvinnumálum þar sem sértækum aðferðum væri beitt og ennfremur að koma upp einhvers konar stuðningskerfi við landsvæði með mismunun í sköttum eða staðaruppbótum. Ekki ætla ég að ger- ast spámaður hvaða aðferðir henta best tíl lausnar byggðavandanum en gaman væri ef staðir og landsvæði gætu mælt með sér sjálf og höfðað tíl þeirra ómældu kosta sem þar er að finna. Ég er ekki tiltakanlega gömul en ég hugsa æ oftar um það hversu mikil fonéttindi það eru að hafa fengið að ala mestallan minn aldur hér nyrðra. Ég veit að við sitjum á gullnámu í svo mörgu tilliti. Oft er talað um gjá milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi gjá hefur aðallega mynd- ast vegna breyttrar þjóðfélagsgerðar. Sú ti'ð er liðin að allir gátu kennt sig við einhveija sveit og áttu a.m.k. afa og ömmu í sveit- inni. Tengsl fólks og skilningur á störfum og kjöram hvers annars hefur daprast. I mínum huga er afar mikilvægt að efla þessi tengsl og ná einhvers konar þjóðar- sátt um framtíðarsýn í byggðaþróun á ís- landi, þar sem höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin gætu orðið samstíga um að- gerðir. Ég held að hægt sé að minnka þessa togstreitu t.d. með því að fækka samstarfs- verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Þjónust- an við fólkið á auðvitað að vera í höndum þess stjómvalds sem er heima í héraði, þ.e. sveitarfélagsins. Með því að stækka sveit- arfélög og gera þau öflugri og sjálfstæðari, færa tíl þeirra verkefni og tekjur geram við hvora tveggja að spoma við útþenslu rík- isbáknsins sem sannarlega fer nær öll fram frá suðvesturhominu og vinna að upp- byggingu fjölbreyttrar þjónustu á öflugum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.