Feykir


Feykir - 03.09.1997, Síða 1

Feykir - 03.09.1997, Síða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Fiskiðjan Skagfirðingur Hagnaður fym hluta ársins eftir mikið tap á síðasta ári Hagnaður af rekstri Fiskiðjunnar Skag- flrðings fyrir tímabilið janúar - júní 1997 var 2,5 milljónir króna og hefur því tekist að snúa rekstri fyrirtækisins til betri vegar á skömmum tíma. Heild- artekjur á þessu tímabili voru rétt rúm- ur milljarður og hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað 168 miUj- ónir. Samkvæmt samþykkt síðasta aðalfúnd- ar félagsins verður reikningsárið það sama og fiskveiðiárið, það er 1. september til 31. ágúst. Lögð hefur verið fram rekstraráætl- un fyrir næsta reikningsár. Rekstrartekjur eru áætlaðar 2.232 milljónir króna og rekstrargjöld fyrir utan afskriftir og fjár- magnskostnað 1.764 milljónir. Rekstrar- hagnaður er áætlaður rúmlega 60 milljónir króna. Sá kvóti sem FISK hefur til ráðstöfunar í upphafi nýs árs er um 15000 tonn, þar af um 4100 tonn af þorski, sem er um 1000 tonnum meiri kvóti en við upphaf síðasta kvótaárs. Við þessa aukningu og með auk- inni Ijölbreytni í framleiðslu lyrirtækisins, mun starfsmönnum í landvinnslu FISK Qölga á næstunni, um 5-10 talsins, að sögn Jóns E. Friðrikssonar ffamkvæmdastjóra. Söluverðmæti landvinnslunnar em áætl- uð kr. 1125 milljónir. Áætlað er að saltfisk- og skreiðarverkun muni skila 375 milljóna veltu, frysting, pökkun og sögun á Sauðár- króki 250 milljónum og rækja og hörpu- diskvinnsla á Gmndarfirði 498 milljónum. Fimmta þing SSNV var haldið á Laugarbakka fyrir helgina. Þar var m.a. skorað á ríkisstjórnina að láta nú þegar af áformum um 160 milljóna niðurskurð á fjárveitingum til 12 sjúkrahúsa á Iandsbyggðinni. Umræðan um miðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðin- ni hefði valdið ómældum skaða. Merkar fornminjar í athugun að gera Klakk eða Skagfirðing að fiystískipi finnast í Neðra-Ási Verið er að kanna hagkvæmni þess að endurbyggja eitt af skipum Fiskiðjunnar Skagfirðings og breyta því í vinnsluskip. Er þessi ákvörðun tekin með það í huga að minnka áherslu á útflutning á ferskum karfa til Þýskalands, en vinna hann þess í stað úti á sjó og taka karfaflökin síðan í framhalds- vinnslu eða pökkun í landi. Athugunin beinist að tveim skipum fé- lagsins, Klakki og Skagfirðingi. Jón Frið- riksson framkvæmdastjóri segir að hann vonist til að niðurstaða liggi fýrir síðar í mánuðinum með það hvor kosturinn sé vænlegri. Athugunin sé lengra komin með Klakkinn en hins vegar hafi svipuð skip og Skagfirðingur reynst vel eftir endurbygg- ingu. Aðspurður hvort að til greina korrú að endurbyggja bæði skipin sagði Jón að það yrði þá ekki gert á sama tíma, einhver bið yrði á því að ráðist yrði í frekari endumýj- un á skipaflotanum með endurbyggingu skipa, en endurbygging hefur það umfram skipakaup að þá þarf ekki að úrelda skip að svipaðri burðargetu á móti. Vegna þessarar athugunar hefur Klakk- urinn legið við bryggju í Reykjavík á ann- an mánuð og útséð að svo verður eitthvað áfram. Skipið var nýkomið úr slipp í Reykjavík og ætlunin var að senda það í Smuguna. En það komst ekki langt, þar sem að í prufusiglingu í Reykjavflcurhöfh bræddi vélin úr sér. Stjómendur FISK hafa lengi staðið ffammi fyrir þörfinni að endumýja skipa- stólinn. Það er einungis ftystiskipið Málm- eyjan sem er nýleg, hin em öll komin til ára sinna. Sem kunnugt er var Skafta lagt um síðustu áramót og er skipið enn óselt. Mjög merkar fomminjar hafa fundist við fomleifauppgröft að Neðra-Ási í Hjaltadal. Að því er fomleifafræðingar telja var þama komið niður á rústir fyrstu kirkju sem byggð var í landinu íyrir rúmum þúsund ámm, eða árið 984. Rústimar em mjög heillegar að sjá og að sögn Sigurðar Bergsteinssonar forleifa- fræðings, sem vann að uppgreftrinum, em taldar góðar lflcur á að við uppgröft verði unnt að fá mjög heillega mynd af kirkjunni, bæði hvað gmnnmynd og timburverk varðar. Er það mjög fágætt að það sé hægt með svo gamlar fom- minjar. Áhugi mun vera fýrir hendi að ráðast í það verk strax næsta sumar. „Það er mikill áhugi fýrir því að hraða uppgreftri þama, sérstaklega í ljósi þess að nú stytt- ist í 1000 ára afmæli kristnitöku á Is- landi. En þetta kostar allt saman pen- inga”, sagði Sigurður Bergsteinsson fomleifaffæðingur. Sagt er ffá því bæði í Kristnisögu og þætti Þorvalds víðförla að Þorvaldur Spakböðvarsson hafi tekið kristni og byggt kirkju í Ási sextán vetmm fýrir kristnitöku. Því hefur verið vitað um þessar fomminjar í Neðra-Ási, en gam- alt fjárhús stóð á þessum stað sem alltaf hefur verið kallað Bænhúsið. Fyrir nokkmm ámm hófst rannsókn á fom- minjum á þessum stað þar sem greini- lega sést móta fýrir kirkjugarði. Nú ný- verið var unnið að uppgreftri í tvær vik- ur og komu þá rúsúr gömlu kirkjunnar í ljós. Þá var einnig grafið í kirkjugarðin- um og fannst gröf með mjög heillegum mannabeinum. Sigurður Bergsteinsson segir hús hafa verið í milli fjárhúsbyggingarinnar og kirkjunnar og þar hafi líklega verið einhver jámvinnsla, Ld. rauðublástur, þar sem timbur kirkjunnar er kolað og það orðið úl þess að minjamar varðveittust vel. Sigurður segir að nú sé næsta verk að skila skýrslu um fundinn og vinna að ffamhaldsrannsókn. —ICTc^íh cNjDI— Aðalgötu 24 Skr. sfmi 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æí bílaverkstæöi Simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar jfáprautun

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.