Feykir


Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 7

Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 7
29/1997 FEYKIK 7 Tindastóll og KS í aðra deild Tindastóll og KS trjggðu sér í gærkveldi sæti í annarri deild að ári og Ieika þessi lið til úrslita um meistaratitil 3. deildar á Hofsósi. Lcikurinn var settur á nk. sunnudag kl. 14, en í gærkveldi voru tals- verðar líkur á að hann yrði færður fram á laugardag vegna óska Siglfirðinga. Tindastólsmenn léku gegn Aftureldingu frá Mosfellsbæ í 4-liða úrslitunum sem lauk í gær. Fyrri leikurinn fór fram í MosfeÚsbæ á laugardag. Sigraði Tindastóll í þeim leik 2:0, sem og í leiknum í gærkveldi, eins og reyndar í báðum leikjunum gegn Hetti, þannig að Tindastóll fór í gegnum úrslitakeppnina án þess að fá á sig mark og skora átta mörk. Þessi árangur liðsins er glæsilegur sem og uppskera sumarsins í heild. Mörk Tinda- stóls gegn Aftureldingu skorðu Ingi Þór Rúnarsson og Guðjón Jóhannsson í fyrri leiknum og Sverrir Þór Svenrisson og Gunn- ar Gestsson í gærkveldi. Bæði mörkin í gær komu frekar snemma í seinni hálfleiknum. KS-ingar gerðu jafntefli við Ármenninga syðra í gærkveldi 1:1, en burstuðu þá á Siglufirði sl. laugardag, 6:0. Midsa og Jó- hann Möller gerðu þá tvö mörk hvor og þeir Haíþór og Steindór Birgisson sitthvort markið. Eflaust verður ijölmennt á Hofsósi þegar úrslitaleikur lið- anna fer fram, hvort sem það verður á laugardag eða sunnu- dag. Ljóst er að Tindastóll verð- ur þá án þriggja leikmanna úr byijunarliðinu, sem allir verða þá famir vestur um haf til náms, þeirra Mark Franeks, Sverris Þórs Hákonarssonar og Guð- jóns Jóhannssonar. Ókeypis smáar Til sölu! Til sölu notuð ryksuga, sjónvarp og sjónvarpsskápur úr fum á hjólum. Allt í góðu lagi og selst ódýrt. Upplýsingar í síma 453 5606 eftir kl. 7 á kvöldin. Lítið notuð ritvél til sölu. Heppileg í skólann. Upplýs- ingar í síma 453 5729 eða 453 5757 (Þórhallur). Til sölu Ford Ecoline disel 4x4, árg. ‘76. Upplýsingar í síma 452 4750 vs., eða 453 8219 hs. (Jóhann). Tapað -fundið Sólgleraugu með vængja- munstri og köflóttir inniskór hafa verið skildir eftir í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Upplýsingar í súna 453 5300. Bast körfústóll datt af kerru á laugardagskvöldið. Finnandi vinsamlegast hringi ísíma453 5452 (Munda). Skagfírsk ungmenni Góðir áskrifendur! Þeir sem enn eiga ógreidda innlieimtuseðla vegna áskriítargjalda em vinsamlegast beðnir að greiða hið allra íyrsta. Feykir. sigursæl á MÍ í frjálsum íþróttum Skagílrsk ungmenni voru sigursæl á Meistaramóti Is- lands 15-22 ára sem fram fór á Laugardalsvelli um síðustu helgi. Skagfirðingar hömp- uðu Islandsmeistaratitlum í sjö greinum á mótinu. Theódór Karlsson sigraði í langstökki, stökk 6,80 metra, og í stangastökki þar sem hann fór yfir 4,00. Þá var Theódór í sveit UMSS sem sigraði í 4x400 metra boðhlaupi. Auk hans vom í sveitinni: Sigurður Karlsson, Bjöm Margeirsson og Davíð Harðarson. Sveinn Maigeirsson sigraði í 400 metra grindar- hlaupi á 1:00,90, Davíð Harðar- son í 400 metra hlaupi á 50,89, Perla Kjartansdóttir í hástökki, stökk 1,60, og Andri Þór Áma- son í hástökki, stökk 1,85. Nýlega héldu þessar duglegu og myndarlegu stúlkur tombólu og gáfu ágóðann, 1051 krónu, til Rauða kross íslands. Stúlkurnar heita frá vinstri talið: Bryndís Yr Pálsdóttir, Sigurlaug Helga Þorleifsdóttir, Oddný Ragna Pálmadóttir og Signý Eva Auðunsdóttir. Aðalfundur Félags Þroskahjálpar í Skagafirði og Húnavatnssýslum verður haldinn í Sjálfsbjargarhúsinu að Sæmundargötu 13 Sauðárkróki miðvikudaginn 3. september kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Gestur fundarins verður Hrefna Haraldsdóttir fj ölsky lduráðgj afi. Allir velkomnir. Stjómin. Atvinna Fólk vantar í fiskvinnslu Starfsfólk óskast til starfa við fiskvinnslu hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar gefur yfirverkstjóri, Tómas Árdal, í síma 455 4411 og 455 4400. AIWA AV90 Heimabíó- hljómtækjasamstæða Áður kr. 89.000 Nú kr. 59.900 Brauðbökunarvél á tilboði: Kr. 15.900. stqr. Tilboðsyerð á AEG & Whirlpool þvottavélum Verið velkomin Skagfirðingabúð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.