Feykir


Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 6

Feykir - 03.09.1997, Blaðsíða 6
6 FEYKER 29/1997 Vatnsdæla Teikníng Pálmi Jónsson 121. Þorkell kom í flokk Guðmundar og sá engi maður til hans. Hann kom að Guðmundi og gat í leið komið því sem honum boðið var. Nú frestaðist þeim sókn sakarinnar og dvelst málið. Þorgils spurði hví málið gengi eigi fram. Guð- mundur kvað brátt greiðast mundu en það varð eigi og dvaldist stundin svo að ónýtt varð málið til sóknar. Þórdís hitti Vatnsdæli og bað þá ganga að dómnum og bjóða nú fé fyrir manninn „og má vera að nú taki þeir og lúkist svo málið”. 123. Þá sendi Þórdís Þorkel í annað sinn til Guðmundar að láta koma stafsprotann á hægri kinn honum og svo gerði hann. Þá tók Guðmund- ur minnið og þótti kynlegt að það hafði frá hon- um horfið. Guðmundur gerði hundrað silfurs fyr- ir víg Glæðis og féllu þá niður gagnsakir og guldu þau Þórormur og Þórdís allt féð og skildust sáttír. Þorkell fór tíl Spákonufells með Þórdísi heim. Þorgils mælti til Guðmundar: ,,Hví skipaðist svo skjótt hugur þinn um málin í dag?” Guðmundur svarar: ,,Því að eg kunni eigi orð að mæla frá munni og því var eg tregur og má vera að við ramman væri reip að draga”. Fóru nú heim af 122. Þeir gerðu svo, gengu tíl dóma og hittu Guðmund og buðu sættir og fébætur. „Eigi veit eg hvað þér viljið bjóða en mikils vil eg það virða málinu að sá er veginn var hafði mælt sér tíl óhelgi”. Þeir kváðust vel vilja bjóða fyrir hans sakir og báðu hann um mæla. Og er hann skildi í hvert efhi komið var málinu og ekki máttí sækja til laga þá tók hann sjálfdæmi af Þórormi að gera fé slíkt sem hann vildi að undanskildum utanferð- um og héraðssektum. Var þá handsalað niðurfall af sökum. 124. Vatnsdælar efldu Þorkel kröflu mjög tíl virðingar um alla hlutí. Þeir báðu konu tíl handa honum og goðorðið lagðist til hans því að þeir Surtur og Högni Ingólfssynir voru þá ellefu vetra en annar fimmtán og náðu þeir eigi staðfestum sínum af Þorkeli og var Hofsland keypt tíl handa honum og gerðist Þorkell nú höfðingi yfir Vatns- dælum. Lið Óttars dreifðist noður til sveita og var eigi að því gaumur gefinn. Hallfreður og Galtí synir Óttars fóru norður og enn fleiri bama hans. Nýr skírnarfontur afhentur við messu í Ábæ Mikið fj'ölmenni var í hinni árlegu Abæjarmessu í Aust- urdal um verslunarmanna- helgina. Séra Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi prédikaði, en staðarprestur sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson ann- aðist altarisþjónustu. Kirkju- kór Miklabæjar- og Flugu- mýrarsóknar leiddi söng. Organisti var Sveinn Amar Sæmundsson. í messulok minntist sóknarprestur Helga Jónssonar á Merkigili og kirkjugestir risu úr sætum í minningu hans. Miklar endurbætur hafa farið fram á Abæjarkirkju nú í sumar. Skipt var um þak á kirkjunni og hvelfing endumýjuð og klædd viðarklæðningu. Nýtt timburgólf var sett í kirkjuna, nýr gluggi í afiturstafn o.s.ffv. Er kirkjan orð- in eftir þessar endurbætur hið besta guðshús. Það vom smið- imir Valur Ingólfsson og Reynir Pálsson sem unnu við þetta verk og vom þeim færðar þakkir fyr- ir frábært verk. Þá var kirkjunni afhentur að gjöf nýr skímarfontur, fallegur gripur, til minningar um Helga, gefmn af systkinum hans. Font- urinn er smíðaður úr birkitré sem tekið var úr Jökulsárgili og smið- ur var Sigurbjöm Þ. Sigurðsson í Keflavík, sem kom norður með fontinn tíl að geta afhent hann í messunni. Þess má geta að Sig- urbjöm gaf vinnu sína við font- inn. Skímarskál úr vönduðum kristal var kirkjunni færð að gjöf fyrir tveimur ámm af Krist- björgu Hrólfsdóttur, Þjórsártúni, sem fædd er og uppalin í Abæ. Kirkjukaffi var að Merkigili að lokinni athöfh og sáu systkini Helga um það að þessu sinni og heiðmðu með því minningu hans. Nær allir kirkjugestír komu í kaffi en þeir vom talsvert á fimmta hundrað að þessu sinni og komu sem jafnan fyrr víðs- vegaraf landinu. Veður var milt, suðvestan gola og skýjað, en alveg þurrt, en er komið var í kaffi að Merkigili, braust sólin ffam úr skýjunum. Þess skal getíð að vilji ein- hver leggja Ábæjarkirkju lið með fjárstuðningi eða á annan máta, þá er allt slfkt þakksam- lega þegið. Reikningur kirkjunn- ar í Búnaðarbankanum á Sauð- árkróki er nr. 820745. Ólafur. Réttir haustsins Auðkúlurétt, Svínavatnshr.......laugard. 13. september Árhólarétt, Unadal..............laugard. 13. september Deildardalsrétt.................laugard. 13. september Hamarsrétt, Vatnsnesi......laugardaginn 13. september Hlíðarrétt, Bólstaðarhlíðarhr...sunnud. 14. september Hrútatungurétt, Hrútafirði.......laugard. 6. september Laufskálarétt, Hjaltadal.......laugard. 13. september Miðfjarðarrétt, Miðfirði.........laugard. 6. september Mælifellsrétt, Lýtingsstaðarhr... sunnud. 14. september Reynistaðarrétt, Skagafirði......sunnud. 7. september Reykjarétt, Fljótum........................laugard. 13. september Silfrastaðarétt Akrahreppi.........mánud. 15. september Skarðarétt, Gönguskörðum.........laugard. 6. september Skálárrétt, Sléttuhlíð......................laugard 13. september Skrapatungurétt, Vindhælishr.... sunnud. 14. september Stafnsrétt, Svartárdal.....................laugard. 13. september Stíflurétt, Fljótum........................laugard. 13. september Undirfellsrétt Vatnsdal föstud. 12. og laugard. 13. sept. Valdarásrétt Víðidal..............föstudl2. september Víðidalstungurétt Víðidal........laugard. 13 september Þverárrétt, Vesturhópi.....................laugard. 13. september Helstu stóðréttir Skarðarétt..........laugardaginn 13. sept. um hádegi Reynisstaðarétt.......laugardaginn 13. sept. um kl. 16 Silfrastaðarétt............sunnud. 14. sept. um kl. 15 Hlíðarrétt............sunnud. 21. sept. upp úr hádegi Skrapatungurétt................sunnud. 21. sept. kl. 10 Þverárrétt.............laugard. 27. sept. upp úr hádegi Víðidalstungurétt................laugard. 4. okt. kl. 10 Laufskálarétt....................laugard. 4. okt. kl. 13 Skæðagrös - gæðagrös Skrif til heiðurs Sigurjóni Bjömssyni sjötugum Þessi bók er með þeim stærri sem ég hef séð í flokki svonefhdra heiðursrita. I henni er að finna allmaigar greinar og nokkur ljóðaerindi. Tilefni greinanna em af ýmsu tagi. All- mörg kunningjaskrif em hér, þar sem vinir og félagar ráða í myndir daganna og rekja geng- in spor. Þá em spaklegar hug- leiðingar víða fyrir hendi og fræðilegar athuganir má hér einnig finna. Ágætu efni er því dreift á nánast allar síður þess- arar bókar og gott er þess að njóta. Flest em skrifin trúlega ný af nálinni. Bókin er skrifuð til heiðurs Siguijóni Bjömssyni prófessor í sálfræði í tilefni 70 ára afmælis hans. Siguijón hef- ur verið mikilvirkur í fræðum sínum. Bókin ber þess glögg merki að hann nýtur mikillar virðingar og er það að vonum. Fræðilegt innsæi hans hefur jafnan verið afar næmt og snjall hefur hann þótt í því að einfalda flókin viðfangsefni. Enginn hefur því þurft að velkjast í vafa um skilgreining- ar hans, því þær hafa jafnan verið settar fram á skýran og aðgengilegan hátt. Siguijón hefur fylgt fram í fræðistörfum sínum mikilli faglegri hæfni, en haldið jafn- framt góðu jarðsambandi við fólkið í landinu. Slíkt er ekki á allra færi. Varla þurfa menn að vera snillingar tíl að verðskulda heiðursskrif af þessu tagi, en í þessu tilfelli er vissulega ekki verið að heiðra óverðugan. Sig- uijón Bjömsson á það skilið að þessý bók hefur verið saman sett. I henni em ljúfar raddir og áheyrilegar og því hefði bókin vel mátt heita Gæðagrös. Rit- verk þetta er öllum til sóma sem að því hafa staðið og feng- ur hveijum sem ann fróðleik og íslenskri sagnahefð. Rúnar Kristjánsson. Auglýsið í Feyki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.