Feykir - 17.09.1997, Side 5
31/1997 FEYKIR 5
Ungur námsmaður úr Húna-
þingi bjargar sér vel ÍKína
Magnús Björnsson 28 ára
Húnvetningur frá bænum
Hólabaki í Vatnsdal hefur
síðustu tvo vetur stundað
nám í kínversku við háskóla í
Peking. Nú er Magnús ný-
byrjaður á þriggja ára
mastersnámi í stjórnmála-
fræði við annan háskóla í
sömu borg.
Samfara náminu hefur
Magnús dundað sér við ýmis-
legt. M.a. komið fram í sjón-
varpsmyndum, kvikmyndum
og auglýsingum. Stærsta hlut-
verkið er í kung-fu kvikmynd
sem verið er að vinna að í sam-
starfi Kínveija og Taívana. Þar
leikur hann evrópskan mafíósa
sem á í höggi við kínverskan
bardagamann.
„Það er mikið af útlending-
um í skólanum og þangað er oft
leitað tíl að fá útlend andlit í kín-
verskar bíómyndir. Ég komst í
kynni við fólk sem var að leita
að andlitum fyrir kvikmynda-
gerðamenn”, segir Magnús um
tílurð þess að að hann var feng-
inn til að koma fram í þessum
myndum.
Kvikmyndaleikurinn hefur
verið góð búbót íyrir Magnús
meðfram náminu, sem reyndar
hefúr verið styrkt af kínverskum
og íslenskum stjómvöldum sem
Magnús Björnsson frá Hólabaki.
hlutí af stúdentaskiptum. Hann
segist stundum hafa náð mánað-
arlaunum kennara sinna á
tveimur tíl þremur dögum.
Hann segir ekki ólíklegt að
hann haldi áffam að gefa kost á
sér í myndir eða auglýsingar,
meiri tími muni þó fara í námið
en hingað tíl.
„Þetta er búin að vera ótrú-
lega skemmtilegur tími. Ég
hefði alls ekki viljað missa af
honum. Ég hef náð góðum tök-
um á kínverskunni og er reiðu-
búinn að heija annað nám.
Stefnan er sett á stjómmálaffæði
og eitthvað því tengdu, hitt er á-
gætis hobbí. Á síðustu tveimur
árum hefur maður fundið fyrir
miklum breytingum í Kína.
Landið hefur orðið fyrir sterk-
um vestrænum áhrifum, því
miður verð ég að segja”.
Marka - Leifi
Á uppvaxtarárum mínum á
Sauðárkróki og lengur (1913-
1943) var off talað um Marka-
Leifa, er hét fullu nafni Hjör-
leifur Sigfússon og mun hafa
verið einn þekktasti maður á
Norðurlandi vestra. Viðumeffú
sitt fékk hann fyrir kunnáttu
sína á mörkum bænda. Sagt
var að hann hafi þekkt mörk
allra Skagfrrðinga og Húnvetn-
inga og mörk margra í Ámes-
sýslu og Borgarfjarðarsýslu.
Hann var viðurkenndur mark-
ffóðasti maður er sögur fara af.
Marka-Leifi var með af-
brigðum fjárglöggur maður og
kom það sér vel fyrir bændur,
en fyrir þá vann Marka-Leifi
fyrst og fremst. Hann var
fæddur 12. maí 1872 og em
því 125 ár frá fæðingu hans.
Ég kynntist Marka-Leifa
nokkuð er hann kom erinda
bænda á vinnustofu foður míns
og ég tel hann merkan og trú-
verðugan heiðursmann. Þess
vegna rita ég þessar línur tíl að
minna bændur á að þeir raun-
vemlega standa í mikilli þakk-
arskuld við Hjörleif Sigfússon
Hjörleifur Sigfússon, Marka-
Leifi.
og þeir mega ekki gleyma hon-
um. Þess vegna legg ég til að
Búnaðarfélögin heiðri minn-
ingu hans með því að reisa
honum minnismerki, t.d. við
Reynistaðarrétt.
Bændur! Nú standa yfir
göngur og réttir. Ræðið málið.
Ég er viss um að þið takið
þessu vel og hefjist handa.
Með sérstakri kveðju til
skagfirskra bænda.
Franch Michelsen.
Bifvélavirki óskast!
Árvirkni ehf. Norðurlandsvegi 4, Blönduósi
óskar eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan
viðgerðum á bílum og landbúnaðartækjum.
Upplýsingar gefur Gestur í síma 452 4750.
Sunnan féð sækir að
girðingimum
„Mitt starf felst í því að fara
með varnargirðingunum á
hverjum degi og reka fé í
burtu sem sækir að girðing-
unum. Það er einkum sunn-
an að sem féð sækir á. Það
eru kindur úr Biskupstung-
um sem hafa verið að þvæl-
ast hérna skammt frá Hvera-
völlum í sumar”, sagði Sig-
urður Öm Eyjólfsson vörður
hjá Sauðfjárveikivörnum
þegar tíðindamaður Feykis
hitti hann við Hveravelli í lið-
inni viku.
Sigfús hefur í sumar annast
vörslu girðingarinnar milli
Hofsjökuls og Langjökuls sem
er um 60 km löng. Við starfið
hafði Sigfús nokkur hross og
hund sér til aðstoðar og einnig
gat hann farið á bíl hluta leiðar-
innar meðfram girðingunni.
Einnig sá Sigfús um að selja
hestamönnum hey sem fara um
Hveravelli og sagði hann að um
þúsund hross hefðu farið þar
um í sumar.
Sigfús Öm er frá Blönduósi
og er þetta fyrsta sumarið sem
hann er í þessu starfi. Hann lét
vel af dvölinni á fjöllunum í
sumar þrátt fyrir að tíðin hafi
verið mjög vætusöm. Hann
byijaði 1. júlí skömmu áður en
farið var að aka fé á afrétt og
síðasti vinnudagurinn var 8.
september. Þá vom gangna-
menn úr Svínavatnshreppi
væntanlegir til að smala Auð-
kúluheiði og bjóst Sigfús við að
taka þátt í smalamennskunni
með þeim allt til byggða.
Auglýsing í Feyki
ber árangur
Glæsivagninn á götuna
Þorvaldur G. Óskarsson bifvélavirki og stórsöngvari frá Sleitustöðum var aldeilis ekki illa
akandi þegar hann brá sér í eina kaupstaðafcrðina á Krókinn fyrir skömmu. Þorvaldur var
þarna að færa til skoðunar Mercedes Bens árgerð 1953 sem hann hafði nýlokið að gera upp
og endurbyggja fyrir Sigurjón Sæmundsson fyrrverandi bæjarstjóra og prentara á Siglu-
firði. Það er ljósmyndara og tíðindamanni Feykis til efs að slíkur „antikvagn“ hafi birst á
götum Sauðárkróks nú í sumar og þeir voru margir sem horfðu öfundaraugum til Þorvaldar
þegar hann ók um bæinn.