Feykir


Feykir - 17.09.1997, Qupperneq 7

Feykir - 17.09.1997, Qupperneq 7
31/1997 FEYKIR 7 Rúna Einarsdóttir frá Móbergi hefur eflaust gott lag á að laða fram töltið. reiðmönnum í sýslunni, en áherslan mest lögð á yfirferð á stökki og skeiði. Flestir hesta- menn aðhylltust og urðu hrifnir af nýja ganginum, töltinu. Aðrir, einkum þeir eldri, kváðu þetta apalspor eitt”. Á næstu áratugum breiddist töltið út og urðu vinsældir þess til þess að margir hættu að leggja rækt við skeið, að minnsta kosti í Húnavatns- sýslum og Skagafirði, og hélst það þangað til Landssamband hestamannafélaga tók upp gæð- ingakeppni á mótum sínum. í ritinu Úr byggðum Borg- arfjarðar segir Kristleifur Þor- steinsson um þetta: „Á þeim árum (um miðja 19. öld) var sá hestur ekki talinn gæðingur, sem ekki var flugvakur eða fjörugur. Tölt þekktist þá ekki, en hraður klyfjagangur var kallaður hóftölt. Það hefst að sumu leyti nýtt tímabil í sögu hestamanna þegar farið er að telja hestinum töltið til gildis, litlu fyrir síðustu aldamót’’. Einn af frumheijum tölt- reiðar í Borgarfirði er enn á h'fi, Höskuldur Eyjólfsson á Hofs- stöðum. Hann segist hafa farið að fikta við þetta sem unglingur, án þess að hafa séð það, en eitthvað heyrt af því. Eldri menn gerðu grín að honum og kölluðu þetta dölt og öðrum uppnefnum. Eins og Kristleiftir segir, voru þetta tímamót í hesta- mennsku hérlendis, sem hafði verið óbreytt í aldaraðir. Þegar búnaðarfræðsla hófst hér á landi, á seinni hluta 19. aldar, tóku menn að rita fræðslugreinar um hinar ýmsu greinar landbúnarins. M.a. ritaði Gunnar Ólafsson bóndi á Lóni í Skagafirði, greinar „um tamn- ingu hesta” sem birtust í Búnaðarritinu árið 1894 og 1897, og voru þær brautryðj- endaskrif í þessum efnum. Þessar greinar eru í fullu gildi enn í dag, í röð þess besta sem ritað hefur verið um tamningar hérlendis. í seinni greininni er kafli um gangtegundir og þar lýsir hann tölú, fyrstur manna, með svofelldum orðum: „Tölúð er millispor milli seinagangs og brokks. Það er drjúgur gangur, svo menn komast langt yfir á því, án þess að ofþreyta hesúnn. Fyrir reiðmanninn er það þýðingarmikið. Það æfir hann í að vera stöðugan á hesúnum og sitja hann rétt, er auk þess mikið fjörgandi og þægilegur gangur fyrir manninn og talið veita honum holla hreyfingu. Ekki má æfa hest á tölti fyrr en hann er farinn að bera sig vel. Annars töltir hann ekki hreint og djarflega og verður ekki gijúgur yfir því. Einnig verður að varast að ætlast til of mikils af hesti á tölti. Vilji hann fara að lulla á töltinu, verður strax að fara að hægara, smá herða á honum aftur og reyna að fá hann til að fara brokk. Það er erfitt að kenna hesti tölt, sé það honum óeiginlegt og illmögulegt, sé hann ekki fótlipur. Þegar menn vilja kenna hesú tölt, verður að gera það á góðum vegi og við marga hesta gengur það betur ef lítið eitt hallar undan fæú”. Daníel Daníelsson gerði úlraun til að lýsa tölti í bókinni Hestar, sem út kom árið 1925. Þar segir hann:, Af því sem mér er kunnugt, að fæstir af þeim sem tölthestum ríða, gera sér grein fyrir hvemig töltarinn hreyfir fætuma, þykir mér hlýða að skýra það nokkrum orðum. Á tölti hreyfir hesturinn aðra hliðina í senn, eins og á skeiði, en þó er gangurinn öðm vísi. Hesturinn brokkar með fram- fótunum en virðist skeiða með afturfótunum. Tölt er því sambland af skeiði og brokki” í sömu bók ræðir Theódór Ambjömsson um þjálfun tölts og segir m.a.: „Seint verður töltið nóg lofað fyrir fegurð og mýkt, eins og það sést best, en því miður er það tiltölulega sjaldgæft, eins og margir menn krefja hesta sína nú um tölt og margir hestar vera við að tölta. Orsakimar em, að fleiri hestum er haldið á tölti en er það eðli- legt og hestum er riðið allt of mikið á þessum erfiða gangi og of snemma teygðir á því. Sem stendur er töltið tískugangur íslendinga og töltkröfumar til hestanna keyrðar langt úr hófi. Sannast oft áþreifanlega á hestunum að tískan er harð- stjóri, því að íjöldi hesta er svo skemmdur á þessum erfiða gangi að með öllu hverfur það harðasta og fínasta af fjörinu og heturinn slitnar svo fyrir örlög fram, eða engin gangur hans nær því ágæti, sem honum er mögulegt. Með mikilli hrygð verður það að viðurkennst að þessi veglega íþrótt íslensku hestamanna, töltið, er mjög oft hefiidargjöf’. Á fyrsta landsmóú LH 1950 var dómnefndin skipuð þremur viðurkenndum reiðmönnum af eldri kynslóðinni. í greinargerð fyrir dómnum var eftirfarandi um töltið: „Töltið leggjum við áherslu á að ekki sé misnotað sem hraðgangur. Við teljum ástæðu til við þetta tækifæri að átelja harðlega, að hestamanna- félög skuli láta keppa á hrað- tölti. Er þar freklega ýtt undir misnotkun þessarar sérkenni- legu og súlfögru gangtegundar, sem aðeins nýtur sín til fulls sem hæg eða frekar hæg milli- ferð. Að vísu skal viðurkennt að einstaka hestur heldur fögrum stíl og fjaðrandi hreyfingum á allhörðu tölti, en ofiast er um ómerkilega gangblöndu að ræða annað hvort af skeiði og tölú eða brokki og tölú.” Góðir áskrifendur! Þeir sem enn eiga ógreidda innheimtuseðla vegna áskriftargjalda eru vinsamlegast beðnir að greiða hið allra fyrsta. Feykir. ✓ Okeypis smáar Til sölu! Til sölu VW Golf GL ‘96 hlaðinn aukahlutum, ekinn 28 þús. km. Verð. 1.200.000. Upp- lýsingar í síma 453 6353. Til sölu notaðar jámsmíða- vélar, fræsari, stór súluborvél, plötuklippur, stór rafsuðutransi án kapla og fleira. Upplýsingar í síma 453 803 leða 854 7495. Til sölu sófasett, 3+1+1. Lítur vel út. Upplýsingar í síma 453 5529. Húsnæði óskast! Þriggja herbergja íbúð óskast strax. Upplýsingar í síma 453 6015. Hross í óskilum! Rauðstjömóttur hestur í óskilum. Upplýsingar í síma 453 8158. Flóamarkaður Kvenfélags Sauðárkróks Þá emm við famar að und- irbúa okkar óviðjafnanlega Flóamarkað, sem verður um næstu mánaðamót. (Nánar auglýst síðar). Að venju þykir okkur afar vænt um ef þið sem em að rýma til fyrir vet- urinn, leyfið okkur að njóta þess sem annars væri hent. Hafa má, hvar og hvenær sem til næst (og gjaman sem fyrst) samband við okkur undirritaðar og við tökum við vamingi eða sækjum heim, sé þess óskað. Jóna, Víðihlíð 13 s: 453 5555 Guðrún, Hólavegi 32 sími 453 5250 Engilráð, Víðihlíð 35 sími 453 5591. (fréttaúlkynning) Atvinna! Vaktmann vantar til að gæta skipa Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. Upplýsingar í síma 455 4416 (Stefán) «ISK Fundarboð Aðalfundur Fiskiðjunnar Skagfirðings vegna reikningsársins 1996 verður haldinn fimmtudaginn 18. september 1997 kl. 20,00 á Kaffi Krók. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Arsreikningur Fiskiðjunnar Skagfirðings 1996 liggur frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis. Stjórn Fiskiðjunnar Skagfirðings hf.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.