Feykir - 24.09.1997, Page 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð
Gífurleg aukning gesta
frá síðasta sumri
Gífurleg aukning varð á fjölda gesta í
upplýsingamiðstöð ferðamála í Varma-
hlíð sl. sumar. Alls komu 10.278 manns
og þar af voru 67% íslendingar, en frá
því upplýsingamiðstöðin var opnuð
árið 1991 hafa innlendir ferðamenn
verið í minnihluta. Gestafjöldinn var
þrefalt meiri í sumar en sumarið 1996,
þá var fjöldi gesta 3.470, þar af 31 % fs-
lendingar. En erlendum ferðamönnum
fjölgaði líka á liðnu sumri, þeir voru nú
3.369 og slöguðu hátt upp í það þegar
þeir voru flestir sumarið 1995, en þá
voru þeir 3.487.
Upplýsingamiðstöðin var í sumar starf-
rækt í nýju og glæsilegu húsi og Halldóra
Bjömsdóttir forstöðumaður segir að það
hafi greinilega dregið að: „Þetta nýja hús
virðist hafa skapað lukku því aðsókn er
margföld svo og miklu fleiri íslendingar,
sem e.t.v. má einnig skýra með að til okk-
ar í upplýsingamiðstöðina var fleira að
sækja en eingöngu upplýsingar, þar sem
að nú er þar einnig til sölu og sýnis hand-
verk “, segir Halldóra.
Upplýsingamiðstöðin var fyrst opnuð
1991 þá í húsnæði KS Varmahlíð þar sem
hún var til húsa fýrstu tvö árin. Síðan var
hún í Shellskálanum þar til nú í sumar. Að-
sóknin hefur verið upp og ofan þessi ár en
áberandi langmest sl. sumar. Árið 1991
vom gestir 3.392,1992 fjölgaði í 3.841, og
enn fjölgaði árið efdr. Þá vom gestir 4.886,
gestum fækkaði síðan á árinu 1994 í
3.664, en ljölgaði síðan aftur á árinu 1995
og fór þá yfir 5.000 manns.
Fundur um virkjunarmál á Sauðárkróki í gær
Aðilar einhuga að vinna
saman að Villinganesvirlqiin
Virkjun Jökulsár í Skagafirði við Vill-
inganes var viðfangsefni fundar á Sauð-
árkróki í gær þar sem saman voru
komnir fulltrúar Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Akrahrepps og Lýtingsstaðahrepps
sem land eiga að fyrirhuguðum virkjun-
arstað, héraðsnefndar Skagafjarðar,
bæjarstjórnar Sauðárkróks og Kaupfé-
lags Skagfirðinga. Niðurstaða fundarins
var að aðilar eru einhuga um að vinna
áfram í sameiningu að framgangi máls-
ins.
Hilmir Jóhannesson bæjarstjómarmað-
ur á Sauðárkróki sagði að fundurinn hefði
verið gagnlegur en menn gerðu sér grein
íyrir því að þrátt fyrir einbeittan vilja allra
aðila væri málið flókið og ýmislegt þyrfti
að gerast áður en menn gætu farið að
virkja. Það hefði t.d. greinilega komið
fram í þehn útskýringum sem lögfræðing-
ur Rafmagnsveitna rfkisins gerði á fundin-
um.
Aætlun um virkjun við Villinganes ger-
ir ráð fyrir 32 MW virkjun. Samkvæmt
lögum á Landsvirkjun virkjunarréttinn, en
Rafmagnsveitur rikisins hafa sýnt virkjun-
inni áhuga eins og reyndar fleiri virkjunar-
kostum sem menn þar á bæ hafa til skoð-
unar.
□
Kristbjörg ÞH sem Dögun kaupir í stað Hafarnaríns sem verður seldur.
Dögun kaupir stærra
og öflugra skip
Rækjuverksmiðjan Dögun á Sauð-
árkróki hefur fest kaup á Krist-
björgu ÞH-44 187 lesta skipi sem
áður var í eigu útgerðarfélagsins
Korra á Húsavík. Kristbjörgin er 5
metrum lengri og 40% stærri í
rúmmetrum talið en Haförninn,
sem verður nú settur á söluskrá.
Kristbjörgin var afhent á Húsavík í
fyrradag og var siglt þaðan til Akra-
ness, þar sem hún fer í slipp.
Kristbjörg var smíðuð í Noregi árið
1966 og síðan yfirbyggð 1986 auk
fleiri endurbóta sem þá vom gerðar á
skipinu. Til gamans má geta þess að
hún á systurskip hér á landi sem heitir
einmitt Agúst Guðmundsson, alnafni
framkvæmdastjóra Dögunar.
Agúst í Dögun segir að kaupin á
Kristbjörgu hafi þá kosti að þama sé
um mun öflugra skip að ræða en Haf-
öminn. Hráefnisöflunin verði tryggari,
þar sem unnt sé að sækja lengra og
vetrarveður og sjóalög setji minni strik
í reikninginn en áður. Haföminn verð-
ur seldur kvótalaus og veiðiheimildir
fluttar af honum yfir á Kristbjörgina
sem keypt var án kvóta.
Eldur og reykur í stigahúsi
Mikill reykur varð af eldi í bama-
vagni í fjölbýlishúsinu að Víðigrund 22
á Sauðárkróki á sunnudagsmorgun.
Bamavagninn var í hjólageymslu á
neðstu hæð og lagði reykinn upp stiga-
ganginn. Flytja þurfti aldraða konu úr
einni íbúðinni á sjúkrahús vegna snerts
af reykeitrun. Aðra íbúa stigagangsins
sakaði ekki.
Slökkviliðið kom fljótt á vettvang
og réð niðurlögðum eldsins á svip-
stundu en lítið brann utan bamavagns-
ins, en tjón er mikið í hjólgeymslunni
vegna reyks, sót er á veggjum stiga-
gangsins og talsverðan reyk lagði inn í
tvær íbúðir hússins.
Þetta var þriðji eldsvoðinn í fjöl-
býlishúsi á Sauðárkrók á einum mán-
uði og annað tilfellið þar sem að elds-
upptök em rakin til fiktst bama með
eldfæri. I þriðja tilfellinu kviknaði í út
frá eldavél.
G3 v* —Kjen^itt cN|DI— —k
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ö)
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
Æa
bílaverkstæði
simi : 453 5141
Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
♦ Bílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar ^Sprautun