Feykir - 24.09.1997, Blaðsíða 2
2FEYKIR 32/1997
Mikið tap hiá FISK á síðasta ári
En gert ráð fyrir
hagnaði á þessu ári
Rekstur Fiskiðjunnar Skag-
firðings gekk verulega erfiðlega
Stuðull
Tölvubúuaður
Borgarmýri 1,
sími 453 6676
Viðgerðarþjónusta
á sjónvörpum,
myndbandstækjum,
tölvum, prenturum
og öðrum
rafeindatækjum.
PlayStation
Verð kr. 16.900
Úrval af nýjum
leikjum
Nokia l6ll
Frábær GSM sími
140 tíma rafhlaða
Tilhoð kr. 24.900
á síðasta ári. Tap af reglulegri
starfsemi var 337.560.981, en
þegarreiknaðerinn 177,8 millj-
óna hagnaður af sölu eigna og
tæplega 66 milljóna verðfelling
afurða, er tapið 262.271.880.
Eigið fé FISK í árslok nam 608,7
milljónum og hafði lækkað um
247,1 milljón króna á árinu.
Tapið er aðallega rakið til erfið-
leika í landvinnslu auk þess sem
árangur af veiðum í Smugunni
varð mun minni en árið á undan.
Á aðalfundi Fiskiðjunnar
Skagfirðings sl. fimmtudag
kom fram að útlit er lyrir mun
betri afkomu á þessu ári og
rekstraráætlun fyrir þetta kvóta-
ár sem einnig er rekstrarár
FISK, 1. sept.-31. ágúst, gerir
ráð fyrir liðlega 60 milljóna
hagnaði. Framtíðarsýn stjóm-
enda FISK beinist m.a. að því
að auka sjófrystíngu afurða og í
því skyni er nú tíl athugunar að
breyta Skagfirðingi í frystískip.
Stjóm Fiskiðjunnar var end-
urkjörin: Þórólfur Gíslason er
formaður og aðrir í stjóm eru
Stefán Guðmundsson, Stefán
Gestsson, Knútur Aadnegaard
og Siguijón Rafnsson.
Litli og
stóri
Það er gríðarlegur stærðar-
munur á traktorunum hans
Áma bróður á Sölvabakka.
Ferguson 1958, 30 ha er sá
minni, en sá stærri Massey-
Ferguson 1997,90 ha. Sannar-
lega nýi og gamli tíminn, en sá
gamli gengur eins og nýupp-
trekkt klukka. Sig. Kr.
Sameining hitavcitnanna á Sauðárkróki og í Varmahlið
Tenging Skarðs- og Staðar-
hrepps líklegri eftir en áður
Páll Pálsson framkvæmdastjóri Hitaveitu
Sauðárkróks segir að ennþá sé ekkert farið að
skipuleggja framkvæmdir vegna stækkunar
dreifikerfis hitaveitunnar, sem fyrirsjáanlegar
em við stofnun Hitaveitu Skagafjarðar um
næstu áramót, byggðasamlags um rekstur
hitaveitu Sauðárkróks og Seyluhrepps.
„Enda hafa samningarnir ekki verið undir-
skrifaðir til fulls, þó samþykkt liggi fyrir í
báðum sveitarstjórnum”, segir Páll.
Aðspurður sagðist hann telja að hitaveita í
Skarðshrepp og Staðarhrepp væri líklegri eftir
Aðalfundur Fiskiðjunnar -Skagfírðings
Stjórnin bretti upp ermar
Ámi Guðmundsson íyrrverandi íram-
kvæmdastjóri Skjaldar, og einn af stofn-
endum Útgerðarfélags Skagfirðinga á
sínum tíma, sagðist hreinlega vera
„púnteraður” eftír að hafa séð tölumar
um hina slæmu afkomu FISK á síðasta
ári. Að sínu mati hefði stjórn sem legði
fram slíka reikninga um tvennt að velja;
annaðhvort að segja af sér eða bretta upp
ermamar og reyna að rétta við rekstur
fyrirtækisins. Það sýndust stjómarmenn
ætla að gera og litist sér vel á það. Einnig
kvaðst Ámi vera feginn því að hugmynd-
ir ráðamanna FISK um að stækka Skag-
firðing í frystiskip, væru ekki stærri en
svo, að útlit væri fyrir að skipið kæmist
inn í höfnina. - En í þessu sambandi má
geta þess að Húsvíkingar keyptu á dög-
unum skip sem ristir svo djúpt að dýpka
verður höfnina þar svo það komist til
heimahafnar.
Könnun á Blönduósi
íbúar Blönduóss vom ánægðastir
með þær lagfæringar sem gerðar vom á
tjaldsæði bæjarins en óánægðastir með
kaup bæjarins á hlutafé í fólksflutninga-
fyrirtækinu Halli Hilmarssyni ehf. Þetta
var meðal þeirra mála sem spurt var um
varðandi gjörðir bæjarstjómar Blönduóss
á þessu kjörtímabili.
Félagsvísindastofnun gerði í vor
könnun að beiðni bæjarins meðal íbú-
anna um mat þeirra á gæðum ýmissar
þjónustu sem bærinn veitír og kostí bú-
setu. Þá vom einnig lagðar fram nokkr-
ar spumingar um einstök bæjarmál sem
upp hefðu komið. Svæðisútvarpið skýrði
frá niðurstöðum þessarar könnunar í
fféttatíma sínum í gærkveldi, en vikið
verður ffekar að þeim í Feyki á næstunni.
sammna veitnanna og yrði síðan sameiningin
samþykkt í þessum sveitarfélögum væri engin
spuming um að dreifikerfi hitaveitunnar mundi
ná um þær áður en langt um líður. Hvemig orka
borholanna við Sauðárkrók og Varmahlíð verði
nýtt, sagði Páll að þar yrðu hagkvæmnisathugan-
ir látnar ráða ferðinni.
Að sögn Sigurðar Haraldssonar oddvita
Seyluhrepps hefur talsvert verið þrýst á með það
að hitaveitan stækki dreifikerfi sitt. Grasköggla-
verksmiðjan er að tengjast veitunni og sam-
kvæmt samstarfssamningi veitnanna er for-
gangsverkefni að bæimir í Vallhólma tengist
hitaveitunni strax næsta vor. Þá hafa Akrahrepp-
ingar verið að kanna hagkvæmni þess að tengj-
ast hitaveitunni, og að sögn Sigurðar yrði það
fýsilegur kostur að bæta jreiin við veituna eftír að
lögnin er komin á Vallhólmabæina, en orkan úr
nýju holunni er það mikil að talið er að sjálfrenn-
andi vatn fáist á dijúgan hluta Akrahrepps, teng-
ist hann veitunni.
Að loknu
Sauðárkróksralli
Átján til tuttugu frændur og frænkur þessara
ræfla lágu í valnum á milli Sölvabakka og
Blöndubakka, þrátt fyrir aðvaranir, eftír að
ökumenn rallýsins höfðu farið þar um. Sig. Kr.
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Myndsími 453 6703. Netf'ang: feykir @ krokur. is.
Ritstjórí: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja
Traustadóttír og Öm Þómrinsson.
Blaðsljóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð-
brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Ámason.
Áskriftarverð f60 ki'ónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hl'.
Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs-
fréttablaða.